< Προς Κολοσσαεις 4 >

1 οι κυριοι το δικαιον και την ισοτητα τοις δουλοις παρεχεσθε ειδοτες οτι και υμεις εχετε κυριον εν ουρανοις
Þrælaeigendur! Verið sanngjarnir og heiðarlegir við þræla ykkar. Munið að þið hafið sjálfir húsbónda á himnum sem fylgist vel með ykkur.
2 τη προσευχη προσκαρτερειτε γρηγορουντες εν αυτη εν ευχαριστια
Þreytist ekki á að biðja en haldið því áfram uns þið fáið svar frá Guði og gleymið þá ekki að þakka honum.
3 προσευχομενοι αμα και περι ημων ινα ο θεος ανοιξη ημιν θυραν του λογου λαλησαι το μυστηριον του χριστου δι ο και δεδεμαι
Gleymið ekki heldur að biðja fyrir okkur, að Guð gefi mörg tækifæri til að boða fagnaðarerindið um Krist, en þess vegna er ég í fangelsi.
4 ινα φανερωσω αυτο ως δει με λαλησαι
Biðjið þess að ég fái djörfung til að tala opinskátt, óhindrað og á einfaldan hátt, eins og mér ber að gera.
5 εν σοφια περιπατειτε προς τους εξω τον καιρον εξαγοραζομενοι
Umgangist viturlega þá sem ekki trúa og notið sérhvert tækifæri til að boða þeim fagnaðarerindið.
6 ο λογος υμων παντοτε εν χαριτι αλατι ηρτυμενος ειδεναι πως δει υμας ενι εκαστω αποκρινεσθαι
Verið nærgætin en markviss í samtölum ykkar við fólk, svo að þið getið gefið því rétt svör við spurningum þess.
7 τα κατ εμε παντα γνωρισει υμιν τυχικος ο αγαπητος αδελφος και πιστος διακονος και συνδουλος εν κυριω
Týkíkus, okkar heittelskaði bróðir, mun segja ykkur allt sem er að frétta af mér. Hann er duglegur samstarfsmaður í þjónustu Drottins.
8 ον επεμψα προς υμας εις αυτο τουτο ινα γνω τα περι υμων και παρακαλεση τας καρδιας υμων
Það var ég sem sendi hann í þessa ferð, vegna þess að mig langaði að fá að vita hvernig ykkur liði og einnig að hugga ykkur og uppörva.
9 συν ονησιμω τω πιστω και αγαπητω αδελφω ος εστιν εξ υμων παντα υμιν γνωριουσιν τα ωδε
Ég sendi einnig Onesímus, kæran og trúan bróður, en hann er einn af ykkur. Hann og Týkíkus munu segja ykkur allar nýjustu fréttir héðan.
10 ασπαζεται υμας αρισταρχος ο συναιχμαλωτος μου και μαρκος ο ανεψιος βαρναβα περι ου ελαβετε εντολας εαν ελθη προς υμας δεξασθε αυτον
Aristarkus er hér í fangelsinu ásamt mér. Hann sendir ykkur kæra kveðju og einnig Markús, en hann er ættingi Barnabasar. Eins og ég hef áður sagt, bið ég ykkur að taka sérlega vel á móti honum, ef hann kemur við hjá ykkur.
11 και ιησους ο λεγομενος ιουστος οι οντες εκ περιτομης ουτοι μονοι συνεργοι εις την βασιλειαν του θεου οιτινες εγενηθησαν μοι παρηγορια
Júdas Jústus sendir einnig kæra kveðju. Þetta eru einu kristnu Gyðingarnir sem starfa hér með mér og þeir hafa sannarlega uppörvað mig.
12 ασπαζεται υμας επαφρας ο εξ υμων δουλος χριστου παντοτε αγωνιζομενος υπερ υμων εν ταις προσευχαις ινα στητε τελειοι και πεπληρωμενοι εν παντι θεληματι του θεου
Epafras, þjónn Jesú Krists – hann er frá Kólossu eins og þið – sendir ykkur kærar kveðjur. Hann biður Guð að styrkja ykkur og fullkomna og sýna ykkur vilja sinn í öllu.
13 μαρτυρω γαρ αυτω οτι εχει ζηλον πολυν υπερ υμων και των εν λαοδικεια και των εν ιεραπολει
Það segi ég satt, að hann hefur barist fyrir ykkur í bænum sínum og þeim í Laodíkeu og Híerapólis.
14 ασπαζεται υμας λουκας ο ιατρος ο αγαπητος και δημας
Lúkas, læknirinn kæri, sendir innilega kveðju og sömuleiðis Demas.
15 ασπασασθε τους εν λαοδικεια αδελφους και νυμφαν και την κατ οικον αυτου εκκλησιαν
Viljið þið skila kveðju frá mér til kristnu vinanna í Laodíkeu og einnig til Nýmfu og þeirra sem koma saman á heimili hennar.
16 και οταν αναγνωσθη παρ υμιν η επιστολη ποιησατε ινα και εν τη λαοδικεων εκκλησια αναγνωσθη και την εκ λαοδικειας ινα και υμεις αναγνωτε
Þegar þið hafið lesið þetta bréf, þá sendið það til safnaðarins í Laodíkeu. Þið ættuð svo að lesa bréfið sem ég sendi þeim.
17 και ειπατε αρχιππω βλεπε την διακονιαν ην παρελαβες εν κυριω ινα αυτην πληροις
Segið við Arkippus: „Gættu þess að vinna vel það verk sem Drottinn hefur falið þér.“
18 ο ασπασμος τη εμη χειρι παυλου μνημονευετε μου των δεσμων η χαρις μεθ υμων αμην [προς κολασσαεις εγραφη απο ρωμης δια τυχικου και ονησιμου]
Ég rita kveðju mína með eigin hendi. Minnist þess að ég er fangi. Blessun Guðs umvefji ykkur! Páll

< Προς Κολοσσαεις 4 >