< Πραξεις 11 >

1 Ἤκουσαν δὲ οἱ ἀπόστολοι καὶ οἱ ἀδελφοὶ οἱ ὄντες κατὰ τὴν Ἰουδαίαν ὅτι καὶ τὰ ἔθνη ἐδέξαντο τὸν λόγον τοῦ Θεοῦ.
Ekki leið á löngu uns postulunum og öðrum bræðrum í Júdeu, bárust fréttirnar um að heiðingjar hefðu einnig snúist til trúar.
2 Ὅτε δὲ ἀνέβη Πέτρος εἰς Ἱερουσαλήμ, διεκρίνοντο πρὸς αὐτὸν οἱ ἐκ περιτομῆς
Þegar Pétur kom aftur til Jerúsalem, tóku kristnu Gyðingarnir að ásaka hann og sögðu:
3 λέγοντες ὅτι Εἰσῆλθες πρὸς ἄνδρας ἀκροβυστίαν ἔχοντας καὶ συνέφαγες αὐτοῖς.
„Þú hafðir samskipti við heiðingja, þú borðaðir meira að segja með þeim!“
4 ἀρξάμενος δὲ Πέτρος ἐξετίθετο αὐτοῖς καθεξῆς λέγων
Pétur ákvað að skýra þeim frá málavöxtum og sagði:
5 Ἐγὼ ἤμην ἐν πόλει Ἰόππῃ προσευχόμενος, καὶ εἶδον ἐν ἐκστάσει ὅραμα, καταβαῖνον σκεῦός τι ὡς ὀθόνην μεγάλην τέσσαρσιν ἀρχαῖς καθιεμένην ἐκ τοῦ οὐρανοῦ, καὶ ἦλθεν ἄχρι ἐμοῦ·
„Dag einn var ég á bæn í Joppe. Þá fékk ég vitrun. Ég sá stóran ferhyrndan dúk, sem seig niður frá himni.
6 εἰς ἣν ἀτενίσας κατενόουν, καὶ εἶδον τὰ τετράποδα τῆς γῆς καὶ τὰ θηρία καὶ τὰ ἑρπετὰ καὶ τὰ πετεινὰ τοῦ οὐρανοῦ.
Á dúknum voru alls konar skepnur, sem okkur er bannað að borða, ferfætlingar, skriðdýr og fuglar.
7 ἤκουσα δὲ καὶ φωνῆς λεγούσης μοι Ἀναστάς, Πέτρε, θῦσον καὶ φάγε.
Þá heyrði ég rödd sem sagði: „Slátraðu því sem þú vilt þér til matar.“
8 εἶπον δέ Μηδαμῶς, Κύριε, ὅτι κοινὸν ἢ ἀκάθαρτον οὐδέποτε εἰσῆλθεν εἰς τὸ στόμα μου.
„Nei, Drottinn! það geri ég ekki, “svaraði ég. „Ég hef aldrei borðað neitt, sem bannað er samkvæmt lögum okkar Gyðinga.“
9 ἀπεκρίθη δὲ ἐκ δευτέρου φωνὴ ἐκ τοῦ οὐρανοῦ Ἃ ὁ Θεὸς ἐκαθάρισεν σὺ μὴ κοίνου.
En röddin kom aftur: „Dirfist þú að mæla á móti því sem Guð segir?“
10 τοῦτο δὲ ἐγένετο ἐπὶ τρίς, καὶ ἀνεσπάσθη πάλιν ἅπαντα εἰς τὸν οὐρανόν.
Þetta gerðist þrisvar sinnum, en síðan hvarf dúkurinn til himins, ásamt öllu sem á honum var.
11 καὶ ἰδοὺ ἐξαυτῆς τρεῖς ἄνδρες ἐπέστησαν ἐπὶ τὴν οἰκίαν ἐν ᾗ ἦμεν, ἀπεσταλμένοι ἀπὸ Καισαρίας πρός με.
Rétt í því komu þrír menn að húsinu, þar sem ég dvaldi, og vildu fá mig með sér til Sesareu.
12 εἶπεν δὲ τὸ Πνεῦμά μοι συνελθεῖν αὐτοῖς μηδὲν διακρίναντα. ἦλθον δὲ σὺν ἐμοὶ καὶ οἱ ἓξ ἀδελφοὶ οὗτοι, καὶ εἰσήλθομεν εἰς τὸν οἶκον τοῦ ἀνδρός.
Heilagur andi sagði mér að fara með þeim og vera ekkert kvíðinn þótt þeir væru heiðingjar. Þessir sex bræður urðu mér samferða. Nú, við komum svo að húsinu, sem sá bjó í, sem sent hafði eftir mér.
13 ἀπήγγειλεν δὲ ἡμῖν πῶς εἶδεν τὸν ἄγγελον ἐν τῷ οἴκῳ αὐτοῦ σταθέντα καὶ εἰπόντα· Ἀπόστειλον εἰς Ἰόππην καὶ μετάπεμψαι Σίμωνα τὸν ἐπικαλούμενον Πέτρον,
Hann sagði okkur að engill hefði birst sér og sagt að hann ætti að senda mann til Joppe, til að hafa upp á Símoni Pétri.
14 ὃς λαλήσει ῥήματα πρὸς σὲ ἐν οἷς σωθήσῃ σὺ καὶ πᾶς ὁ οἶκός σου.
Auk þess sagði engillinn: „Þau orð sem hann flytur þér, munu verða þér til eilífs lífs og öllu þínu heimafólki.“
15 ἐν δὲ τῷ ἄρξασθαί με λαλεῖν ἐπέπεσεν τὸ Πνεῦμα τὸ Ἅγιον ἐπ’ αὐτοὺς ὥσπερ καὶ ἐφ’ ἡμᾶς ἐν ἀρχῇ.
Síðan fór ég að útskýra fyrir þeim gleðiboðskapinn. En ég var varla byrjaður á ræðunni, þegar heilagur andi kom yfir þá, alveg eins og yfir okkur í upphafi.
16 ἐμνήσθην δὲ τοῦ ῥήματος τοῦ Κυρίου, ὡς ἔλεγεν Ἰωάνης μὲν ἐβάπτισεν ὕδατι, ὑμεῖς δὲ βαπτισθήσεσθε ἐν Πνεύματι Ἁγίῳ.
Þá minntist ég orða Drottins: „Jóhannes skírði með vatni, en þið skuluð skírðir með heilögum anda.“
17 εἰ οὖν τὴν ἴσην δωρεὰν ἔδωκεν αὐτοῖς ὁ Θεὸς ὡς καὶ ἡμῖν, πιστεύσασιν ἐπὶ τὸν Κύριον Ἰησοῦν Χριστόν, ἐγὼ τίς ἤμην δυνατὸς κωλῦσαι τὸν Θεόν;
Fyrst það var Guð sem gaf þessum heiðingjum sömu gjöf og okkur, þegar við trúðum Drottni Jesú Kristi, hvað gat ég þá sagt?“
18 ἀκούσαντες δὲ ταῦτα ἡσύχασαν, καὶ ἐδόξασαν τὸν Θεὸν λέγοντες Ἄρα καὶ τοῖς ἔθνεσιν ὁ Θεὸς τὴν μετάνοιαν εἰς ζωὴν ἔδωκεν.
Þegar viðstaddir heyrðu þetta þögnuðu öll mótmæli og þeir lofuðu Guð. „Já!“sögðu þeir glaðir. „Guð hefur þá líka miskunnað heiðingjunum og leyft þeim að snúa sér til sín, og eignast eilíft líf.“
19 Οἱ μὲν οὖν διασπαρέντες ἀπὸ τῆς θλίψεως τῆς γενομένης ἐπὶ Στεφάνῳ διῆλθον ἕως Φοινίκης καὶ Κύπρου καὶ Ἀντιοχείας, μηδενὶ λαλοῦντες τὸν λόγον εἰ μὴ μόνον Ἰουδαίοις.
Kristnir menn, sem flúið höfðu Jerúsalem í ofsóknunum eftir dauða Stefáns, fóru víða, jafnvel alla leið til Fönikíu, Kýpur og Antíokkíu. Alls staðar boðuðu þeir fagnaðarerindið, en þó aðeins Gyðingum.
20 Ἦσαν δέ τινες ἐξ αὐτῶν ἄνδρες Κύπριοι καὶ Κυρηναῖοι, οἵτινες ἐλθόντες εἰς Ἀντιόχειαν ἐλάλουν καὶ πρὸς τοὺς Ἕλληνας, εὐαγγελιζόμενοι τὸν Κύριον Ἰησοῦν.
Þó voru nokkrir, sem fóru til Antíokkíu frá Kýpur og Kýrene, sem vitnuðu um Drottin Jesú fyrir Grikkjum.
21 καὶ ἦν χεὶρ Κυρίου μετ’ αὐτῶν, πολύς τε ἀριθμὸς ὁ πιστεύσας ἐπέστρεψεν ἐπὶ τὸν Κύριον.
Drottinn blessaði starf þeirra, svo að fjöldi heiðingja snerist til trúar.
22 Ἠκούσθη δὲ ὁ λόγος εἰς τὰ ὦτα τῆς ἐκκλησίας τῆς οὔσης ἐν Ἱερουσαλὴμ περὶ αὐτῶν, καὶ ἐξαπέστειλαν Βαρνάβαν ἕως Ἀντιοχείας·
Þegar söfnuðurinn í Jerúsalem frétti af þessu, var Barnabas sendur til Antíokkíu til aðstoðar þessum nýju trúsystkinum.
23 ὃς παραγενόμενος καὶ ἰδὼν τὴν χάριν τὴν τοῦ Θεοῦ ἐχάρη, καὶ παρεκάλει πάντας τῇ προθέσει τῆς καρδίας προσμένειν τῷ Κυρίῳ,
Þegar hann kom þangað sá hann hve undursamlega hluti Guð var að gera og gladdist innilega. Hvatti hann kristna menn til að halda sér að Drottni og láta ekkert aftra sér.
24 ὅτι ἦν ἀνὴρ ἀγαθὸς καὶ πλήρης Πνεύματος Ἁγίου καὶ πίστεως. καὶ προσετέθη ὄχλος ἱκανὸς τῷ Κυρίῳ.
Barnabas var góður maður, fylltur heilögum anda og sterkur í trúnni. Ekki leið á löngu uns mikill fjöldi fólks gekk Drottni á hönd.
25 ἐξῆλθεν δὲ εἰς Ταρσὸν ἀναζητῆσαι Σαῦλον,
Eftir þetta fór Barnabas áfram til Tarsus, til að hafa uppi á Páli.
26 καὶ εὑρὼν ἤγαγεν εἰς Ἀντιόχειαν. ἐγένετο δὲ αὐτοῖς καὶ ἐνιαυτὸν ὅλον συναχθῆναι ἐν τῇ ἐκκλησίᾳ καὶ διδάξαι ὄχλον ἱκανόν, χρηματίσαι τε πρώτως ἐν Ἀντιοχείᾳ τοὺς μαθητὰς Χριστιανούς.
Þegar hann hafði fundið hann, fór hann með hann til Antíokkíu og þar dvöldust þeir í heilt ár og fræddu þá sem voru nýir í trúnni. Það var í Antíokkíu sem hinir trúuðu voru fyrst kallaði kristnir.
27 Ἐν ταύταις δὲ ταῖς ἡμέραις κατῆλθον ἀπὸ Ἱεροσολύμων προφῆται εἰς Ἀντιόχειαν·
Um þessar mundir komu nokkrir spámenn frá Jerúsalem til Antíokkíu.
28 ἀναστὰς δὲ εἷς ἐξ αὐτῶν ὀνόματι Ἅγαβος ἐσήμαινεν διὰ τοῦ Πνεύματος λιμὸν μεγάλην μέλλειν ἔσεσθαι ἐφ’ ὅλην τὴν οἰκουμένην· ἥτις ἐγένετο ἐπὶ Κλαυδίου.
Einn þeirra, Agabus að nafni, stóð þá upp á samkomu og flutti boðskap, sem heilagur andi blés honum í brjóst. Spádómurinn fjallaði um að mikil hungursneyð myndi koma yfir heiminn (þetta rættist á valdatíma Kládíusar).
29 τῶν δὲ μαθητῶν καθὼς εὐπορεῖτό τις, ὥρισαν ἕκαστος αὐτῶν εἰς διακονίαν πέμψαι τοῖς κατοικοῦσιν ἐν τῇ Ἰουδαίᾳ ἀδελφοῖς·
Kristnir menn ákváðu því að senda hjálp til trúsystkina sinna í Júdeu og gefa hver um sig eftir efnum sínum.
30 ὃ καὶ ἐποίησαν ἀποστείλαντες πρὸς τοὺς πρεσβυτέρους διὰ χειρὸς Βαρνάβα καὶ Σαύλου.
Þetta var gert og Barnabasi og Páli falið að koma gjöfinni í hendur forystumanna safnaðarins í Jerúsalem.

< Πραξεις 11 >