< Προς Θεσσαλονικεις Β΄ 1 >
1 Παῦλος καὶ Σιλουανὸς καὶ Τιμόθεος τῇ ἐκκλησίᾳ Θεσσαλονικέων ἐν Θεῷ Πατρὶ ἡμῶν καὶ Κυρίῳ Ἰησοῦ Χριστῷ·
Frá Páli, Sílasi og Tímóteusi. Til safnaðarins í Þessaloníku, sem er varðveittur í Guði föður og í Drottni Jesú Kristi.
2 χάρις ὑμῖν καὶ εἰρήνη ἀπὸ Θεοῦ Πατρὸς καὶ Κυρίου Ἰησοῦ Χριστοῦ.
Guð, faðir Drottins Jesú Krists, blessi ykkur ríkulega og fylli hugi ykkar og hjörtu friði sínum.
3 Εὐχαριστεῖν ὀφείλομεν τῷ Θεῷ πάντοτε περὶ ὑμῶν, ἀδελφοί, καθὼς ἄξιόν ἐστιν, ὅτι ὑπεραυξάνει ἡ πίστις ὑμῶν καὶ πλεονάζει ἡ ἀγάπη ἑνὸς ἑκάστου πάντων ὑμῶν εἰς ἀλλήλους,
Kæru vinir, það er okkur bæði rétt og skylt að þakka Guði fyrir ykkur, því að trú ykkar hefur vaxið undursamlega og kærleikur ykkar eflst innbyrðis.
4 ὥστε αὐτοὺς ἡμᾶς ἐν ὑμῖν ἐνκαυχᾶσθαι ἐν ταῖς ἐκκλησίαις τοῦ Θεοῦ ὑπὲρ τῆς ὑπομονῆς ὑμῶν καὶ πίστεως ἐν πᾶσιν τοῖς διωγμοῖς ὑμῶν καὶ ταῖς θλίψεσιν αἷς ἀνέχεσθε,
Það er okkur ljúft að segja öðrum söfnuðum frá þolinmæði ykkar og trausti til Guðs, þrátt fyrir ógnir og erfiðleika sem þið hafið orðið að þola.
5 ἔνδειγμα τῆς δικαίας κρίσεως τοῦ Θεοῦ, εἰς τὸ καταξιωθῆναι ὑμᾶς τῆς βασιλείας τοῦ Θεοῦ, ὑπὲρ ἧς καὶ πάσχετε,
Þetta er enn ein staðfesting þess að Guð er sanngjarn og réttlátur í öllu. Hann notar þjáningarnar til að efla ykkur í trúnni,
6 εἴπερ δίκαιον παρὰ Θεῷ ἀνταποδοῦναι τοῖς θλίβουσιν ὑμᾶς θλῖψιν
og samtímis vinnur hann að dómi og refsingu þeirra sem ofsækja ykkur.
7 καὶ ὑμῖν τοῖς θλιβομένοις ἄνεσιν μεθ’ ἡμῶν, ἐν τῇ ἀποκαλύψει τοῦ Κυρίου Ἰησοῦ ἀπ’ οὐρανοῦ μετ’ ἀγγέλων δυνάμεως αὐτοῦ
Því segi ég við ykkur sem illt þolið: Guð mun frelsa ykkur, og okkur, úr þessum þrengingum. Það verður þegar Drottinn Jesús kemur frá himnum ásamt sínum voldugu englum.
8 ἐν πυρὶ φλογός, διδόντος ἐκδίκησιν τοῖς μὴ εἰδόσιν Θεὸν καὶ τοῖς μὴ ὑπακούουσιν τῷ εὐαγγελίῳ τοῦ Κυρίου ἡμῶν Ἰησοῦ,
Hann kemur í logandi eldi og mun kveða upp dóm yfir þeim sem ekki þekkja Guð og þeim sem óhlýðnast fagnaðarerindi hans.
9 οἵτινες δίκην τίσουσιν ὄλεθρον αἰώνιον ἀπὸ προσώπου τοῦ Κυρίου καὶ ἀπὸ τῆς δόξης τῆς ἰσχύος αὐτοῦ, (aiōnios )
Þeir munu glatast og þeim refsað með eilífum aðskilnaði frá Drottni. Þeir munu ekki sjá dýrð hans og mátt, (aiōnios )
10 ὅταν ἔλθῃ ἐνδοξασθῆναι ἐν τοῖς ἁγίοις αὐτοῦ καὶ θαυμασθῆναι ἐν πᾶσιν τοῖς πιστεύσασιν, ὅτι ἐπιστεύθη τὸ μαρτύριον ἡμῶν ἐφ’ ὑμᾶς, ἐν τῇ ἡμέρᾳ ἐκείνῃ.
er hann birtist til að hljóta lof og tilbeiðslu allra þeirra sem á hann trúa, en þeirra á meðal verðið þið, því þið trúðuð vitnisburði okkar um hann.
11 Εἰς ὃ καὶ προσευχόμεθα πάντοτε περὶ ὑμῶν, ἵνα ὑμᾶς ἀξιώσῃ τῆς κλήσεως ὁ Θεὸς ἡμῶν καὶ πληρώσῃ πᾶσαν εὐδοκίαν ἀγαθωσύνης καὶ ἔργον πίστεως ἐν δυνάμει,
Þess vegna biðjum við stöðugt fyrir ykkur, að Guð varðveiti ykkur og fullkomni allt það góða sem þið vinnið að í trú og krafti hans.
12 ὅπως ἐνδοξασθῇ τὸ ὄνομα τοῦ Κυρίου ἡμῶν Ἰησοῦ ἐν ὑμῖν, καὶ ὑμεῖς ἐν αὐτῷ, κατὰ τὴν χάριν τοῦ Θεοῦ ἡμῶν καὶ Κυρίου Ἰησοῦ Χριστοῦ.
Þá mun nafn Drottins verða vegsamlegt í lífi ykkar og þið sjálf verða honum til dýrðar. Þessu mun kærleikur og miskunn Guðs koma til leiðar.