< Κατα Λουκαν 15 >

1 Επλησίαζον δε εις αυτόν πάντες οι τελώναι και οι αμαρτωλοί, διά να ακούωσιν αυτόν.
Skattheimtumenn voru þekktir að óheiðarleika. Þeir komu oft ásamt öðrum stórsyndurum til þess að hlusta á Jesú predika.
2 Και διεγόγγυζον οι Φαρισαίοι και οι γραμματείς, λέγοντες ότι ούτος αμαρτωλούς δέχεται και συντρώγει μετ' αυτών.
Faríseunum og lögvitringunum líkaði meinilla að hann skyldi umgangast jafn fyrirlitlegt fólk, og meira að segja borða með því!
3 Είπε δε προς αυτούς την παραβολήν ταύτην, λέγων·
Jesús sagði þeim því eftirfarandi dæmisögu: „Segjum svo að þú ættir hundrað kindur, en ein þeirra villtist í burtu og týndist í óbyggðinni. Myndir þú þá ekki skilja hinar níutíu og níu eftir og fara að leita þeirrar sem týndist, uns þú fyndir hana?
4 Τις άνθρωπος εξ υμών εάν έχη εκατόν πρόβατα και χάση εν εξ αυτών, δεν αφίνει τα ενενήκοντα εννέα εν τη ερήμω και υπάγει ζητών το απολωλός, εωσού εύρη αυτό;
5 Και ευρών αυτό, βάλλει επί τους ώμους αυτού χαίρων.
Þá yrðir þú svo glaður að þú bærir hana heim á herðum þér.
6 Και ελθών εις τον οίκον, συγκαλεί τους φίλους και τους γείτονας, λέγων προς αυτούς· Συγχάρητέ μοι, διότι εύρον το πρόβατόν μου το απολωλός.
Og kallaðir saman vini þína og granna til að gleðjast með þér yfir því að týnda kindin skyldi hafa fundist.
7 Σας λέγω ότι ούτω θέλει είσθαι χαρά εν τω ουρανώ διά ένα αμαρτωλόν μετανοούντα μάλλον παρά διά ενενήκοντα εννέα δικαίους, οίτινες δεν έχουσι χρείαν μετανοίας.
Á sama hátt verður meiri gleði á himnum vegna eins syndara sem snýr sér til Guðs, en yfir öðrum níutíu og níu sem ekki hafa villst frá Guði!
8 Η τις γυνή έχουσα δέκα δραχμάς, εάν χάση δραχμήν μίαν, δεν ανάπτει λύχνον και σαρόνει την οικίαν και ζητεί επιμελώς, έως ότου εύρη αυτήν;
Tökum annað dæmi: Kona á tíu dýrmæta silfurpeninga og týnir einum þeirra. Hvað gerir hún þá? Hún kveikir ljós, leitar um allt og sópar hvern krók og kima þangað til hann finnst.
9 και αφού εύρη, συγκαλεί τας φίλας και τας γείτονας, λέγουσα· Συγχάρητέ μοι, διότι εύρον την δραχμήν την οποίαν έχασα.
Síðan kallar hún á vinkonur sínar og fær þær til að samgleðjast sér.
10 Ούτω, σας λέγω, χαρά γίνεται ενώπιον των αγγέλων του Θεού διά ένα αμαρτωλόν μετανοούντα.
Á sama hátt gleðjast englar Guðs einnig yfir hverjum þeim syndara sem gerir iðrun.“Til enn frekari útskýringar sagði hann þeim þessa sögu:
11 Είπε δέ· Άνθρωπος τις είχε δύο υιούς.
„Maður nokkur átti tvo syni.
12 Και είπεν ο νεώτερος αυτών προς τον πατέρα· Πάτερ, δος μοι το ανήκον μέρος της περιουσίας. Και διεμοίρασεν εις αυτούς τα υπάρχοντα αυτού.
Yngri sonurinn sagði við föður sinn: „Ég vil gjarnan fá minn hluta arfsins strax, í stað þess að bíða þangað til þú ert dáinn.“Þá skipti faðirinn auðæfum sínum á milli sona sinna.
13 Και μετ' ολίγας ημέρας συνάξας πάντα ο νεώτερος υιός, απεδήμησεν εις χώραν μακράν και εκεί διεσκόρπισε την περιουσίαν αυτού ζων ασώτως.
Nokkrum dögum síðar tók yngri sonurinn saman föggur sínar og hélt til fjarlægs lands. Þar eyddi hann öllum peningunum í skemmtanir og skækjur.
14 Αφού δε εδαπάνησε πάντα, έγεινε πείνα μεγάλη εν τη χώρα εκείνη, και αυτός ήρχισε να στερήται.
En þegar hann var að verða peningalaus kom mikil hungursneyð í því landi og hann tók að líða skort.
15 Τότε υπήγε και προσεκολλήθη εις ένα των πολιτών της χώρας εκείνης, όστις έπεμψεν αυτόν εις τους αγρούς αυτού διά να βόσκη χοίρους.
Þá réð hann sig sem svínahirði hjá bónda einum.
16 Και επεθύμει να γεμίση την κοιλίαν αυτού από των ξυλοκεράτων, τα οποία έτρωγον οι χοίροι, και ουδείς έδιδεν εις αυτόν.
Hann varð svo hungraður að hann langaði jafnvel í baunahýðið sem svínin átu. Enginn gaf honum neitt.
17 Ελθών δε εις εαυτόν, είπε· Πόσοι μισθωτοί του πατρός μου περισσεύουσιν άρτον, και εγώ χάνομαι υπό της πείνης.
Að lokum áttaði hann sig á eymd sinni og sagði við sjálfan sig: „Verkamennirnir heima hjá föður mínum hafa nóg að borða og meira en það, en hér er ég að veslast upp af hungri!
18 Σηκωθείς θέλω υπάγει προς τον πατέρα μου και θέλω ειπεί προς αυτόν· Πάτερ, ήμαρτον εις τον ουρανόν και ενώπιόν σου·
Ég ætla að fara heim til pabba og segja: „Ég hef syndgað bæði gegn Guði og þér.
19 και δεν είμαι πλέον άξιος να ονομασθώ υιός σου· κάμε με ως ένα των μισθωτών σου.
Ég er ekki lengur verður að kallast sonur þinn. Viltu ráða mig sem verkamann hjá þér?““
20 Και σηκωθείς ήλθε προς τον πατέρα αυτού. Ενώ, δε απείχεν έτι μακράν, είδεν αυτόν ο πατήρ αυτού και εσπλαγχνίσθη, και δραμών επέπεσεν επί τον τράχηλον αυτού και κατεφίλησεν αυτόν.
Síðan lagði hann af stað heim til föður síns. Faðir hans sá til hans þegar hann nálgaðist, kenndi í brjósti um hann, hljóp á móti honum, faðmaði hann og kyssti.
21 είπε δε προς αυτόν ο υιός· Πάτερ, ήμαρτον εις τον ουρανόν και ενώπιόν σου, και δεν είμαι πλέον άξιος να ονομασθώ υιός σου.
Þá sagði sonurinn: „Faðir, ég hef syndgað bæði gegn Guði og þér. Ég er ekki verður að kallast sonur þinn.“
22 Και ο πατήρ είπε προς τους δούλους αυτού· Φέρετε έξω την στολήν την πρώτην και ενδύσατε αυτόν, και δότε δακτυλίδιον εις την χείρα αυτού και υποδήματα εις τους πόδας,
Faðirinn kallaði þá til þjóna sinna og sagði: „Flýtið ykkur! Náið í fallegustu skikkjuna sem til er og færið hann í. Látið líka hring á fingur hans og sækið nýja skó handa honum.
23 και φέροντες τον μόσχον τον σιτευτόν σφάξατε, και φαγόντες ας ευφρανθώμεν,
Slátrið síðan alikálfinum því að nú ætlum við að halda veislu!
24 διότι ούτος ο υιός μου νεκρός ήτο και ανέζησε, και απολωλώς ήτο και ευρέθη. Και ήρχισαν να ευφραίνωνται.
Þessi sonur minn var dauður, en nú er hann lifnaður við. Hann var týndur, en nú er hann fundinn.“Síðan hófst veislan.
25 Ήτο δε ο πρεσβύτερος αυτού υιός εν τω αγρώ· και καθώς ερχόμενος επλησίασεν εις την οικίαν, ήκουσε συμφωνίαν και χορούς,
Meðan þetta gerðist var eldri sonurinn við vinnu úti á akri. Þegar hann kom heim, heyrði hann danstónlist frá húsinu
26 και προσκαλέσας ένα των δούλων, ηρώτα τι είναι ταύτα.
og spurði einn þjóninn hvað gengi á.
27 Ο δε είπε προς αυτόν ότι ο αδελφός σου ήλθε· και έσφαξεν ο πατήρ σου τον μόσχον τον σιτευτόν, διότι απήλαυσεν αυτόν υγιαίνοντα.
„Bróðir þinn er kominn, “svaraði þjónninn, „og faðir þinn lét slátra kálfinum, sem verið var að ala, og hefur nú stofnað til mikillar veislu til að fagna því að sonurinn er kominn heim heill á húfi.“
28 Και ωργίσθη και δεν ήθελε να εισέλθη. Εξήλθε λοιπόν ο πατήρ αυτού και παρεκάλει αυτόν.
Þá reiddist eldri bróðirinn og vildi ekki fara inn. Faðir hans fór þá út og bað hann fyrir alla muni að koma inn.
29 Ο δε αποκριθείς είπε προς τον πατέρα· Ιδού, τόσα έτη σε δουλεύω, και ποτέ εντολήν σου δεν παρέβην, και εις εμέ ουδέ ερίφιον έδωκάς ποτέ διά να ευφρανθώ μετά των φίλων μου.
En hann svaraði: „Ég hef stritað fyrir þig öll þessi ár og aldrei neitað að gera neitt sem þú baðst mig. Þó hefur þú aldrei gefið mér svo mikið sem eina geit, allan þennan tíma, svo að ég gæti haldið veislu með vinum mínum.
30 Ότε δε ο υιός σου ούτος, ο καταφαγών σου τον βίον μετά πορνών, ήλθεν, έσφαξας δι' αυτόν τον μόσχον τον σιτευτόν.
En þegar þessi sonur þinn kemur heim, hann sem eyddi peningum þínum í skækjur, þá heldur þú hátíð og slátrar besta kálfinum.“
31 Ο δε είπε προς αυτόν· Τέκνον, συ πάντοτε μετ' εμού είσαι, και πάντα τα εμά σα είναι·
En faðir hans sagði: „Sonur minn, þú ert alltaf hjá mér og allt sem ég á, átt þú með mér.
32 έπρεπε δε να ευφρανθώμεν και να χαρώμεν, διότι ο αδελφός σου ούτος νεκρός ήτο και ανέζησε, και απολωλώς ήτο και ευρέθη.
En nú getum við ekki annað en glaðst, því hann er jú bróðir þinn. Hann var dauður, en er nú lifnaður við! Hann var týndur, en nú er hann fundinn.““

< Κατα Λουκαν 15 >