< Πραξεις 18 >

1 Μετά δε ταύτα αναχωρήσας ο Παύλος εκ των Αθηνών, ήλθεν εις Κόρινθον·
Eftir þetta fór Páll frá Aþenu og kom til Korintu.
2 και ευρών τινά Ιουδαίον ονόματι Ακύλαν, γεγεννημένον εν Πόντω, νεωστί ελθόντα από της Ιταλίας, και Πρίσκιλλαν την γυναίκα αυτού, διότι ο Κλαύδιος είχε διατάξει να αναχωρήσωσι πάντες οι Ιουδαίοι εκ της Ρώμης, προσήλθε προς αυτούς,
Þar komst hann í kynni við Akvílas, sem var Gyðingur frá Pontus. Hann var, ásamt konu sinni Priskillu, nýkominn til borgarinnar frá Ítalíu. En þaðan hafði þeim verið vísað burt samkvæmt þeirri ákvörðun Kládíusar keisara að reka alla Gyðinga frá Róm. Páll fór til þeirra og vegna þess að hann og Akvílas stunduðu sömu iðn, tjaldsaum, settist hann að hjá þeim og þeir unnu saman.
3 και επειδή ήτο ομότεχνος, έμενε παρ' αυτοίς και ειργάζετο· διότι ήσαν σκηνοποιοί την τέχνην.
4 Διελέγετο δε εν τη συναγωγή κατά παν σάββατον και έπειθεν Ιουδαίους και Έλληνας.
Páll fór í samkomuhús Gyðinganna á hverjum helgidegi og reyndi að sannfæra Gyðinga og Grikki, sem þangað komu.
5 Ότε δε κατέβησαν από της Μακεδονίας ο τε Σίλας και ο Τιμόθεος, ο Παύλος συνεσφίγγετο κατά το πνεύμα διαμαρτυρόμενος προς τους Ιουδαίους ότι ο Ιησούς είναι ο Χριστός.
Eftir að Sílas og Tímóteus komu til Korintu frá Makedóníu, varði Páll öllum tíma sínum til að predika og vitna fyrir Gyðingunum um að Jesús væri Kristur.
6 Και επειδή αυτοί ηναντιούντο και εβλασφήμουν, εκτινάξας τα ιμάτια αυτού είπε προς αυτούς· το αίμα σας επί την κεφαλήν σας· εγώ είμαι καθαρός· από του νυν θέλω υπάγει εις τα έθνη.
En Gyðingarnir risu gegn honum og lastmæltu Jesú. Þá hristi hann rykið af fötum sínum og sagði: „Þið berið ábyrgð á þessari ákvörðun ykkar – ég er saklaus og héðan í frá mun ég predika hjá heiðingjunum.“
7 Και μεταβάς εκείθεν ήλθεν εις την οικίαν τινός ονομαζομένου Ιούστου, όστις εσέβετο τον Θεόν, του οποίου η οικία συνείχετο με την συναγωγήν.
Eftir þetta dvaldist hann hjá manni að nafni Títus Jústus. Hann var ekki Gyðingur, en tilbað þó Guð. Heimili hans var í næsta húsi við samkomuhús Gyðinga.
8 Κρίσπος δε ο αρχισυνάγωγος επίστευσεν εις τον Κύριον μεθ' όλου του οίκου αυτού, και πολλοί των Κορινθίων ακούοντες επίστευον και εβαπτίζοντο.
Svo fór þó að lokum að Krispus, stjórnandi samkomuhússins, tók trú á Drottin, og allt hans heimafólk. Var hann skírður, auk margra annarra Korintubúa
9 Και ο Κύριος είπεν εν νυκτί προς τον Παύλον δι' οράματος· Μη φοβού, αλλά ομίλει και μη σιωπήσης,
Nótt eina talaði Drottinn til Páls í draumi og sagði: „Vertu ekki hræddur! Þú átt ekki að þegja heldur tala!
10 διότι εγώ είμαι μετά σου, και ουδείς θέλει επιβάλει χείρα επί σε διά να σε κακοποιήση, διότι έχω λαόν πολύν εν τη πόλει ταύτη.
Ég er með þér og enginn getur gert þér mein, því að ég á margt fólk í þessari borg.“
11 Και εκάθησεν εκεί εν έτος και μήνας εξ, διδάσκων μεταξύ αυτών τον λόγον του Θεού.
Þarna dvaldist Páll í hálft annað ár og fræddi fólkið í orði Guðs.
12 Ότε δε ο Γαλλίων ήτο ανθύπατος της Αχαΐας, οι Ιουδαίοι εσηκώθησαν ομοθυμαδόν κατά του Παύλου και έφεραν αυτόν εις το δικαστήριον,
Þegar Gallíón varð landstjóri í Akkeu, sameinuðust Gyðingarnir gegn Páli og drógu hann fyrir landstjórann, til þess að fá hann dæmdan.
13 λέγοντες ότι ούτος πείθει τους ανθρώπους να λατρεύωσι τον Θεόν παρά τον νόμον.
Þeir ákærðu Pál fyrir að hvetja menn til að tilbiðja Guð á annan hátt en rómversk lög leyfðu.
14 Και ότε έμελλεν ο Παύλος να ανοίξη το στόμα, είπεν ο Γαλλίων προς τους Ιουδαίους· Εάν μεν ήτο τι αδίκημα ή ραδιούργημα πονηρόν, ω Ιουδαίοι, ευλόγως ήθελον σας υποφέρει·
En rétt í því er Páll ætlaði að fara að verja mál sitt, sneri Gallíón sér að ákærendum hans og sagði: „Takið eftir, Gyðingar! Ef þessi málshöfðun væri vegna einhvers glæpsamlegs athæfis, þá væri ég skyldugur að hlusta á ykkur.
15 εάν δε ήναι ζήτημα περί λέξεων και ονομάτων και του νόμου υμών, θεωρήσατε σείς· διότι εγώ κριτής τούτων δεν θέλω να γείνω.
En fyrst þetta er aðeins þras um merkingu og túlkun ýmissa orða í ykkar heimskulegu lögum, þá er það ykkar mál. Ég kem ekki nálægt slíku!“
16 Και απεδίωξεν αυτούς από του δικαστηρίου.
Síðan rak hann þá alla út úr réttarsalnum.
17 Πιάσαντες δε πάντες οι Έλληνες Σωσθένην τον αρχισυνάγωγον, έτυπτον έμπροσθεν του δικαστηρίου· και παντελώς δεν έμελε τον Γαλλίωνα περί τούτων.
Þá réðist múgurinn á Sósþenes, nýja samkomuhússtjórann, og barði hann fyrir utan réttarsalinn, en Gallíón gaf því engan gaum.
18 Ο δε Παύλος, αφού προσέμεινεν έτι ημέρας ικανάς, αποχαιρετήσας τους αδελφούς, εξέπλευσεν εις την Συρίαν, και μετ' αυτού η Πρίσκιλλα και ο Ακύλας, αφού εξύρισε την κεφαλήν εν Κεγχρεαίς· διότι είχεν ευχήν.
Eftir þetta dvaldist Páll enn nokkra daga í borginni. Síðan kvaddi hann hina kristnu og sigldi til Sýrlands ásamt Priskillu og Akvílasi. Í Kenkreu lét Páll klippa sig að sið Gyðinga – var það vegna þess heits sem hann hafði gefið.
19 Και κατήντησεν εις Έφεσον, και αφήκεν εκείνους αυτού, αυτός δε εισελθών εις την συναγωγήν, συνδιελέχθη μετά των Ιουδαίων.
Þegar komið var til hafnar í Efesus skildi hann okkur eftir um borð, en fór sjálfur í land til að ræða við Gyðinga í samkomuhúsi þeirra.
20 Και παρακαλούμενος υπ' αυτών να μείνη πλειότερον καιρόν παρ' αυτοίς, δεν συγκατένευσεν,
Þeir báðu hann að staldra við nokkra daga, en hann sagðist engan tíma hafa.
21 αλλά απεχαιρέτησεν αυτούς ειπών· Πρέπει εξάπαντος να κάμω την ερχομένην εορτήν εις Ιεροσόλυμα, θέλω δε επιστρέψει πάλιν προς εσάς, του Θεού θέλοντος. Και απέπλευσεν από της Εφέσου,
„Ég má til með að komast til Jerúsalem á hátíðina, “sagði hann, en hann lofaði þeim að koma seinna, ef Guð leyfði. Síðan sigldum við aftur af stað.
22 και αποβάς εις Καισάρειαν, ανέβη εις Ιερουσαλήμ, και χαιρετήσας την εκκλησίαν κατέβη εις Αντιόχειαν,
Næsti viðkomustaður var Sesarea. Þaðan fór hann í heimsókn til safnaðarins í Jerúsalem en síðan var siglt til Antíokkíu.
23 και διατρίψας καιρόν τινά, εξήλθε και διήρχετο κατά σειράν την γην της Γαλατίας και την Φρυγίαν, επιστηρίζων πάντας τους μαθητάς.
Þegar hann hafði dvalist þar um hríð, fór hann aftur til Litlu-Asíu. Hann ferðaðist um Galatíu og Frýgíu, heimsótti þar kristna söfnuði og uppörvaði þá.
24 Ιουδαίος δε τις ονόματι Απολλώς, Αλεξανδρεύς το γένος, ανήρ λόγιος, κατήντησεν εις Έφεσον, όστις ήτο δυνατός εν ταις γραφαίς.
Um þessar mundir var Gyðingur einn, Apollós að nafni, nýkominn til Efesus frá Alexandríu í Egyptalandi. Hann var mjög Biblíufróður og sannfærandi predikari.
25 Ούτος ήτο κατηχημένος την οδόν του Κυρίου, και ζέων κατά το πνεύμα, ελάλει και εδίδασκεν ακριβώς τα περί του Κυρίου, γινώσκων μόνον το βάπτισμα του Ιωάννου.
Hann hafði fengið fræðslu um trúna, var brennandi af áhuga og kenndi í krafti heilags anda um Jesú, en þekkti þó aðeins skírn Jóhannesar. Hann predikaði djarflega og af miklum áhuga í samkomuhúsinu. Eitt sinn voru Priskilla og Akvílas stödd þar þegar Apollós var að predika og það var kröftug ræða. Að ræðunni lokinni töluðu þau við hann og skýrðu enn rækilegar fyrir honum trúna á Drottin.
26 Και ούτος ήρχισε να λαλή μετά παρρησίας εν τη συναγωγή. Ακούσαντες δε αυτόν ο Ακύλας και Πρίσκιλλα, παρέλαβον αυτόν και εξέθεσαν εις αυτόν ακριβέστερα την οδόν του Θεού.
27 Επειδή δε ήθελε να περάση εις την Αχαΐαν, οι αδελφοί έγραψαν προς τους μαθητάς, προτρέποντες να δεχθώσιν αυτόν· όστις ελθών, ωφέλησε πολύ τους πιστεύσαντας διά της χάριτος·
Apollós hafði áhuga á að fara til Grikklands og þegar hinir trúuðu fréttu það, hvöttu þeir hann eindregið. Þeir skrifuðu bréf til þeirra sem þar voru kristnir og báðu þá að taka vel á móti honum. Þegar hann kom til Grikklands notaði Guð hann til mikils gagns í söfnuðunum.
28 διότι εντόνως εξήλεγχε τους Ιουδαίους, δημοσία αποδεικνύων διά των γραφών ότι ο Ιησούς είναι ο Χριστός.
Í opinberum rökræðum gerði hann alla Gyðinga orðlausa og sannaði út frá Gamla testamentinu að Jesús væri Kristur.

< Πραξεις 18 >