< Κατα Λουκαν 22 >
1 ηγγιζεν δε η εορτη των αζυμων η λεγομενη πασχα
Nú voru páskarnir í nánd. Þeir eru mesta hátíð Gyðinga og þá eru einungis borðuð ósýrð brauð.
2 και εζητουν οι αρχιερεις και οι γραμματεις το πως ανελωσιν αυτον εφοβουντο γαρ τον λαον
Æðstu prestarnir og fræðimennirnir voru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu ráðið Jesú af dögum. En þeir óttuðust að fólkið svaraði með því að gera uppreisn.
3 εισηλθεν δε ο σατανας εις ιουδαν τον επικαλουμενον ισκαριωτην οντα εκ του αριθμου των δωδεκα
Þegar þetta var fór Satan í Júdas Ískaríot, einn af þeim tólf.
4 και απελθων συνελαλησεν τοις αρχιερευσιν και γραμματευσιν και στρατηγοις το πως αυτον παραδω αυτοις
Júdas kom að máli við æðstu prestana og varðstjóra musterisins til að ræða um hvernig hann ætti að koma Jesú í hendur þeirra.
5 και εχαρησαν και συνεθεντο αυτω αργυρια δουναι
Þeir urðu glaðir þegar þeir heyrðu að hann væri fús að hjálpa þeim og hétu honum launum.
6 και εξωμολογησεν και εζητει ευκαιριαν του παραδουναι αυτον αυτοις ατερ οχλου
Upp frá þessu beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að handtaka Jesú í kyrrþey þegar fólkið væri hvergi nærri.
7 ηλθεν δε η ημερα των αζυμων εν η εδει θυεσθαι το πασχα
Dagurinn fyrir páska rann upp – dagur ósýrðu brauðanna – en þá átti að slátra páskalambinu og borða það með ósýrða brauðinu.
8 και απεστειλεν πετρον και ιωαννην ειπων πορευθεντες ετοιμασατε ημιν το πασχα ινα φαγωμεν
Jesús sendi Pétur og Jóhannes af stað til að finna húsnæði þar sem þeir gætu undirbúið páskamáltíðina.
9 οι δε ειπον αυτω που θελεις ετοιμασωμεν
„Hvert viltu að við förum?“spurðu þeir.
10 ο δε ειπεν αυτοις ιδου εισελθοντων υμων εις την πολιν συναντησει υμιν ανθρωπος κεραμιον υδατος βασταζων ακολουθησατε αυτω εις την οικιαν ου εισπορευεται
„Þegar þið komið inn í Jerúsalem, “svaraði Jesús, „mun mæta ykkur maður sem ber vatnskrús. Fylgið honum eftir þangað sem hann fer
11 και ερειτε τω οικοδεσποτη της οικιας λεγει σοι ο διδασκαλος που εστιν το καταλυμα οπου το πασχα μετα των μαθητων μου φαγω
og segið húsráðanda þar: „Við erum með skilaboð frá meistara okkar, um að þú sýnir okkur herbergið þar sem hann geti snætt páskamáltíðina með lærisveinum sínum.“
12 κακεινος υμιν δειξει ανωγαιον μεγα εστρωμενον εκει ετοιμασατε
Þá mun hann fara með ykkur upp í stórt herbergi sem okkur er ætlað. Það er staðurinn. Farið nú og undirbúið máltíðina.“
13 απελθοντες δε ευρον καθως ειρηκεν αυτοις και ητοιμασαν το πασχα
Þeir fóru til borgarinnar og fundu allt eins og Jesús hafði sagt og undirbjuggu páskamáltíðina.
14 και οτε εγενετο η ωρα ανεπεσεν και οι δωδεκα αποστολοι συν αυτω
Á tilsettum tíma kom Jesús og settist til borðs og postularnir með honum.
15 και ειπεν προς αυτους επιθυμια επεθυμησα τουτο το πασχα φαγειν μεθ υμων προ του με παθειν
Hann sagði: „Ég hef innilega þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með ykkur áður en ég líð,
16 λεγω γαρ υμιν οτι ουκετι ου μη φαγω εξ αυτου εως οτου πληρωθη εν τη βασιλεια του θεου
því að það segi ég ykkur að ég mun ekki neyta hennar aftur, fyrr en hún fullkomnast í guðsríki.“
17 και δεξαμενος [ το ] ποτηριον ευχαριστησας ειπεν λαβετε τουτο και διαμερισατε εαυτοις
Þá tók Jesús bikar, flutti þakkarbæn og sagði: „Takið þetta og skiptið því á milli ykkar.
18 λεγω γαρ υμιν οτι ου μη πιω απο του γενηματος της αμπελου εως οτου η βασιλεια του θεου ελθη
Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en guðsríki er komið.“
19 και λαβων αρτον ευχαριστησας εκλασεν και εδωκεν αυτοις λεγων τουτο εστιν το σωμα μου το υπερ υμων διδομενον τουτο ποιειτε εις την εμην αναμνησιν
Og hann tók brauð, þakkaði Guði og braut það í sundur, fékk þeim og sagði: „Þetta er líkami minn, sem fyrir ykkur er gefinn, gerið þetta í mína minningu.“
20 ωσαυτως και το ποτηριον μετα το δειπνησαι λεγων τουτο το ποτηριον η καινη διαθηκη εν τω αιματι μου το υπερ υμων εκχυνομενον
Á sama hátt tók hann bikarinn eftir kvöldmáltíðina og mælti: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir ykkur er úthellt.
21 πλην ιδου η χειρ του παραδιδοντος με μετ εμου επι της τραπεζης
Sá er svíkur mig, situr hér til borðs með mér.
22 και ο μεν υιος του ανθρωπου πορευεται κατα το ωρισμενον πλην ουαι τω ανθρωπω εκεινω δι ου παραδιδοται
Að vísu verð ég að deyja, það er liður í áætlun Guðs, en vei þeim manni sem veldur því að ég verð framseldur.“
23 και αυτοι ηρξαντο συζητειν προς εαυτους το τις αρα ειη εξ αυτων ο τουτο μελλων πρασσειν
Þá fóru lærisveinarnir að þrátta sín á milli um það hver þeirra gæti fengið sig til slíks,
24 εγενετο δε και φιλονεικια εν αυτοις το τις αυτων δοκει ειναι μειζων
og líka um það hver þeirra gæti talist mestur.
25 ο δε ειπεν αυτοις οι βασιλεις των εθνων κυριευουσιν αυτων και οι εξουσιαζοντες αυτων ευεργεται καλουνται
Þá sagði Jesús: „Konungar þjóðanna drottna yfir þeim og þeir sem láta menn kenna á valdi sínu eru nefndir velgjörðamenn.
26 υμεις δε ουχ ουτως αλλ ο μειζων εν υμιν γινεσθω ως ο νεωτερος και ο ηγουμενος ως ο διακονων
En meðal ykkar er sá mestur sem þjónar hinum.
27 τις γαρ μειζων ο ανακειμενος η ο διακονων ουχι ο ανακειμενος εγω δε ειμι εν μεσω υμων ως ο διακονων
Í heiminum er það foringinn sem situr við borðið og þjónar hans ganga um beina. En hjá okkur er þetta öðruvísi. Ég þjóna ykkur.
28 υμεις δε εστε οι διαμεμενηκοτες μετ εμου εν τοις πειρασμοις μου
Þið hafið ekki brugðist mér þennan erfiða tíma.
29 καγω διατιθεμαι υμιν καθως διεθετο μοι ο πατηρ μου βασιλειαν
En eins og faðir minn hefur gefið mér ríki sitt, eins gef ég ykkur það svo að þið getið
30 ινα εσθιητε και πινητε επι της τραπεζης μου εν τη βασιλεια μου και καθισεσθε επι θρονων κρινοντες τας δωδεκα φυλας του ισραηλ
etið og drukkið við borð mitt í ríki mínu. Þið munuð sitja í hásætum og dæma hinar tólf ættkvíslir Ísraels.
31 ειπεν δε ο κυριος σιμων σιμων ιδου ο σατανας εξητησατο υμας του συνιασαι ως τον σιτον
Símon, Símon, Satan krafðist þín til að sigta þig eins og hveiti,
32 εγω δε εδεηθην περι σου ινα μη εκλιπη η πιστις σου και συ ποτε επιστρεψας στηριξον τους αδελφους σου
en ég hef beðið þess að trú þína þrjóti ekki að fullu og öllu. Styrk þú bræður þína þegar þú hefur iðrast og snúið aftur til mín.“
33 ο δε ειπεν αυτω κυριε μετα σου ετοιμος ειμι και εις φυλακην και εις θανατον πορευεσθαι
Símon svaraði: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fara með þér í fangelsi og jafnvel deyja með þér.“
34 ο δε ειπεν λεγω σοι πετρε ου φωνησει σημερον αλεκτωρ πριν η τρις απαρνηση μη ειδεναι με
„Pétur, “svaraði Jesús, „ég skal segja þér nokkuð. Haninn mun ekki gala í dag fyrr en þú hefur þrisvar neitað því að þú þekkir mig.“
35 και ειπεν αυτοις οτε απεστειλα υμας ατερ βαλλαντιου και πηρας και υποδηματων μη τινος υστερηθητε οι δε ειπον ουθενος
Og Jesús hélt áfram og sagði: „Þegar ég sendi ykkur í predikunarferðir, peningalausa, nestislausa og án þess að þið hefðuð skó til skiptanna, skorti ykkur þá nokkuð?“„Nei, ekkert, “svöruðu þeir.
36 ειπεν ουν αυτοις αλλα νυν ο εχων βαλλαντιον αρατω ομοιως και πηραν και ο μη εχων πωλησει το ιματιον αυτου και αγορασει μαχαιραν
„En núna“sagði hann, „skuluð þið taka með ykkur nestispoka, ef þið eigið, og peninga. Ef þið eigið ekkert sverð, þá seljið jafnvel fötin ykkar til að geta keypt sverð.
37 λεγω γαρ υμιν οτι ετι τουτο το γεγραμμενον δει τελεσθηναι εν εμοι το και μετα ανομων ελογισθη και γαρ τα περι εμου τελος εχει
Þetta segi ég, því að nú er þessi spádómur að rætast: „Hann mun dæmdur sem afbrotamaður.“Allt sem spámennirnir skrifuðu um mig mun rætast.“
38 οι δε ειπον κυριε ιδου μαχαιραι ωδε δυο ο δε ειπεν αυτοις ικανον εστιν
„Meistari“svöruðu þeir, „við höfum hérna tvö sverð.“„Það er nóg, “svaraði hann.
39 και εξελθων επορευθη κατα το εθος εις το ορος των ελαιων ηκολουθησαν δε αυτω και οι μαθηται αυτου
Síðan yfirgaf Jesús loftherbergið í fylgd lærisveinanna og fór eftir venju út til Olíufjallsins.
40 γενομενος δε επι του τοπου ειπεν αυτοις προσευχεσθε μη εισελθειν εις πειρασμον
Þegar þangað kom sagði hann: „Biðjið Guð að þið fallið ekki í freistni.“
41 και αυτος απεσπασθη απ αυτων ωσει λιθου βολην και θεις τα γονατα προσηυχετο
Hann fór spölkorn frá þeim, kraup niður og bað: „Faðir, ef þú vilt, þá taktu þennan bikar frá mér. Verði þó ekki minn vilji, heldur þinn.“
42 λεγων πατερ ει βουλει παρενεγκειν τουτο το ποτηριον απ εμου πλην μη το θελημα μου αλλα το σον γινεσθω
43 ωφθη δε αυτω αγγελος απ ουρανου ενισχυων αυτον
Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.
44 και γενομενος εν αγωνια εκτενεστερον προσηυχετο εγενετο δε ο ιδρως αυτου ωσει θρομβοι αιματος καταβαινοντες επι την γην
Því að hann var í slíkri dauðans angist að sviti hans varð eins og blóðdropar sem féllu á jörðina og bæn hans varð enn ákafari.
45 και αναστας απο της προσευχης ελθων προς τους μαθητας ευρεν αυτους κοιμωμενους απο της λυπης
Að lokum stóð hann upp, gekk til lærisveinanna og fann þá sofandi. Þeir höfðu sofnað af þreytu og hryggð.
46 και ειπεν αυτοις τι καθευδετε ανασταντες προσευχεσθε ινα μη εισελθητε εις πειρασμον
„Hví sofið þið?“spurði hann, „Rísið upp og biðjið þess að þið fallið ekki fyrir freistingunni.“
47 ετι δε αυτου λαλουντος ιδου οχλος και ο λεγομενος ιουδας εις των δωδεκα προηγεν αυτους και ηγγισεν τω ιησου φιλησαι αυτον τουτο γαρ σημειον δεδωκει αυτοις ον αν φιλησω αυτος εστιν
Hann hafði ekki sleppt orðinu, er hóp manna bar þar að. Fremstur gekk Júdas, einn postulanna. Hann gekk til Jesú og kyssti hann vingjarnlega á kinnina.
48 ο δε ιησους ειπεν αυτω ιουδα φιληματι τον υιον του ανθρωπου παραδιδως
Jesús sagði við hann: „Júdas, svíkur þú mig með kossi.“
49 ιδοντες δε οι περι αυτον το εσομενον ειπον αυτω κυριε ει παταξομεν εν μαχαιρα
Þegar lærisveinarnir ellefu skildu hvað um var að vera, hrópuðu þeir: „Meistari, eigum við að berjast? Við tókum sverðin með okkur.“
50 και επαταξεν εις τις εξ αυτων τον δουλον του αρχιερεως και αφειλεν αυτου το ους το δεξιον
Einn þeirra brá sverði og hjó hægra eyrað af þjóni æðsta prestsins.
51 αποκριθεις δε ο ιησους ειπεν εατε εως τουτου και αψαμενος του ωτιου αυτου ιασατο αυτον
En Jesús sagði: „Sýnið enga frekari mótstöðu.“Síðan snerti hann sárið og læknaði eyrað.
52 ειπεν δε ο ιησους προς τους παραγενομενους επ αυτον αρχιερεις και στρατηγους του ιερου και πρεσβυτερους ως επι ληστην εξεληλυθατε μετα μαχαιρων και ξυλων
Jesús sneri sér nú að æðstu prestunum, varðforingjum musterisins og trúarleiðtogum, sem fremstir stóðu, og spurði: „Er ég þá ræningi? Hvers vegna komið þið með sverð og kylfur til að handsama mig?
53 καθ ημεραν οντος μου μεθ υμων εν τω ιερω ουκ εξετεινατε τας χειρας επ εμε αλλ αυτη εστιν υμων η ωρα και η εξουσια του σκοτους
Af hverju handtókuð þið mig ekki í musterinu? Þar var ég daglega. En þetta er ykkar tími og vald myrkraaflanna.“
54 συλλαβοντες δε αυτον ηγαγον και εισηγαγον αυτον εις τον οικον του αρχιερεως ο δε πετρος ηκολουθει μακροθεν
Þá gripu þeir Jesú og leiddu til bústaðar æðsta prestsins. Pétur fylgdi í humátt á eftir.
55 αψαντων δε πυραν εν μεσω της αυλης και συγκαθισαντων αυτων εκαθητο ο πετρος εν μεσω αυτων
Hermennirnir kveiktu bál í húsagarðinum og settust umhverfis það til að hlýja sér, en Pétur smeygði sér inn í hópinn svo lítið bar á.
56 ιδουσα δε αυτον παιδισκη τις καθημενον προς το φως και ατενισασα αυτω ειπεν και ουτος συν αυτω ην
Við bjarmann frá eldinum tók ein þjónustustúlkan eftir honum og gaf honum nánar gætur. Loks sagði hún: „Þessi maður var með Jesú.“
57 ο δε ηρνησατο λεγων γυναι ουκ οιδα αυτον
„Nei, kona góð, “svaraði Pétur, „þann mann þekki ég alls ekki.“
58 και μετα βραχυ ετερος ιδων αυτον εφη και συ εξ αυτων ει ο δε πετρος ειπεν ανθρωπε ουκ ειμι
Stuttu seinna tók einhver annar eftir honum og sagði: „Þú hlýtur að vera einn af þeim.“„Nei, herra minn, það er ég ekki, “svaraði Pétur.
59 και διαστασης ωσει ωρας μιας αλλος τις διισχυριζετο λεγων επ αληθειας και ουτος μετ αυτου ην και γαρ γαλιλαιος εστιν
Um það bil klukkustundu síðar fullyrti enn einn þetta og sagði: „Ég veit að þessi maður er einn af lærisveinum Jesú, því að þeir eru báðir frá Galíleu.“
60 ειπεν δε ο πετρος ανθρωπε ουκ οιδα ο λεγεις και παραχρημα ετι λαλουντος αυτου εφωνησεν αλεκτωρ
„Góði maður“svaraði Pétur, „ég skil bara alls ekki hvað þú ert að tala um.“En áður en hann hafði sleppt orðinu gól hani.
61 και στραφεις ο κυριος ενεβλεψεν τω πετρω και υπεμνησθη ο πετρος του λογου του κυριου ως ειπεν αυτω οτι πριν αλεκτορα φωνησαι απαρνηση με τρις
Á sömu stundu sneri Jesús sér við og leit til Péturs. Þá minntist Pétur orða Jesú: „Áður en haninn galar í dag, muntu þrisvar afneita mér.“
62 και εξελθων εξω ο πετρος εκλαυσεν πικρως
Þá gekk Pétur út fyrir og grét sárt.
63 και οι ανδρες οι συνεχοντες τον ιησουν ενεπαιζον αυτω δεροντες
Verðirnir sem gættu Jesú, tóku nú að hæða hann. Þeir bundu fyrir augu hans, slógu hann með hnefunum og spurðu: „Hver sló þig núna, spámaður?“
64 και περικαλυψαντες αυτον ετυπτον αυτου το προσωπον και επηρωτων αυτον λεγοντες προφητευσον τις εστιν ο παισας σε
65 και ετερα πολλα βλασφημουντες ελεγον εις αυτον
Síðan smánuðu þeir hann á allan hátt.
66 και ως εγενετο ημερα συνηχθη το πρεσβυτεριον του λαου αρχιερεις και γραμματεις και ανηγαγον αυτον εις το συνεδριον εαυτων λεγοντες
Í morgunsárið kom hæstiréttur Gyðinga saman. Í honum voru meðal annars æðstu prestarnir og aðrir trúarleiðtogar þjóðarinnar. Jesús var nú leiddur fram fyrir þetta ráð
67 ει συ ει ο χριστος ειπε ημιν ειπεν δε αυτοις εαν υμιν ειπω ου μη πιστευσητε
og spurður hvort hann héldi því fram að hann væri Kristur. „Þó ég segi ykkur það“svaraði hann, „þá trúið þið mér ekki og munuð ekki heldur leyfa mér að flytja mál mitt.
68 εαν δε και ερωτησω ου μη αποκριθητε μοι η απολυσητε
69 απο του νυν εσται ο υιος του ανθρωπου καθημενος εκ δεξιων της δυναμεως του θεου
En innan skamms mun ég, Kristur, setjast í hásæti við hlið almáttugs Guðs.“
70 ειπον δε παντες συ ουν ει ο υιος του θεου ο δε προς αυτους εφη υμεις λεγετε οτι εγω ειμι
„Með þessu ertu að fullyrða að þú sért sonur Guðs, “hrópuðu þeir. „Já“svaraði hann, „ég er hann.“
71 οι δε ειπον τι ετι χρειαν εχομεν μαρτυριας αυτοι γαρ ηκουσαμεν απο του στοματος αυτου
„Við þurfum ekki fleiri vitni!“æptu þeir. „Við höfum sjálfir heyrt hann segja það.“