< Κατα Ιωαννην 16 >
1 ταυτα λελαληκα υμιν ινα μη σκανδαλισθητε
„Þetta segi ég ykkur, svo að þið hrasið ekki þegar andstaðan mætir ykkur.
2 αποσυναγωγους ποιησουσιν υμας αλλ ερχεται ωρα ινα πας ο αποκτεινας υμας δοξη λατρειαν προσφερειν τω θεω
Ykkur mun verða bannað að sækja samkomuhúsin og þess er ekki langt að bíða að þeir lífláti ykkur í þeirri trú að þeir séu að gera Guði greiða.
3 και ταυτα ποιησουσιν οτι ουκ εγνωσαν τον πατερα ουδε εμε
Ástæðan er sú, að þeir hafa hvorki þekkt föðurinn né mig.
4 αλλα ταυτα λελαληκα υμιν ινα οταν ελθη η ωρα μνημονευητε αυτων οτι εγω ειπον υμιν ταυτα δε υμιν εξ αρχης ουκ ειπον οτι μεθ υμων ημην
Ég segi ykkur þetta núna, svo að þið munið eftir aðvörun minni þegar það kemur fram. Ég hef ekki sagt ykkur þetta fyrr, því að nú fyrst er það tímabært, þar eð ég er á förum.
5 νυν δε υπαγω προς τον πεμψαντα με και ουδεις εξ υμων ερωτα με που υπαγεις
Nú er komið að því að ég fari til hans sem sendi mig; en enginn ykkar virðist hafa áhuga á að spyrja hvers vegna ég fari.
6 αλλ οτι ταυτα λελαληκα υμιν η λυπη πεπληρωκεν υμων την καρδιαν
Þess í stað eruð þið sorgmæddir.
7 αλλ εγω την αληθειαν λεγω υμιν συμφερει υμιν ινα εγω απελθω εαν γαρ εγω μη απελθω ο παρακλητος ουκ ελευσεται προς υμας εαν δε πορευθω πεμψω αυτον προς υμας
Ég segi ykkur satt, það er ykkur til góðs að ég fari, því að fari ég ekki, þá mun hjálparinn ekki koma. En ef ég fer, þá kemur hann, því að ég mun senda hann til ykkar.
8 και ελθων εκεινος ελεγξει τον κοσμον περι αμαρτιας και περι δικαιοσυνης και περι κρισεως
Þegar hann kemur, mun hann sannfæra heiminn um synd hans, um að Guð réttlæti syndara og um að dómurinn sé staðreynd.
9 περι αμαρτιας μεν οτι ου πιστευουσιν εις εμε
Hann mun sannfæra heiminn um að syndin felist í því, að þeir trúi ekki á mig.
10 περι δικαιοσυνης δε οτι προς τον πατερα μου υπαγω και ουκετι θεωρειτε με
Það að ég fer til föðurins, mun sannfæra menn um að réttlæti Guðs standi þeim til boða.
11 περι δε κρισεως οτι ο αρχων του κοσμου τουτου κεκριται
Hann mun einnig sannfæra menn um að hægt sé að umflýja dóminn, því að höfðingi þessa heims, Satan, hefur þegar verið dæmdur.
12 ετι πολλα εχω λεγειν υμιν αλλ ου δυνασθε βασταζειν αρτι
Það er svo margt sem ég vildi segja ykkur, en þið skiljið það ekki enn.
13 οταν δε ελθη εκεινος το πνευμα της αληθειας οδηγησει υμας εις πασαν την αληθειαν ου γαρ λαλησει αφ εαυτου αλλ οσα αν ακουση λαλησει και τα ερχομενα αναγγελει υμιν
En þegar heilagur andi, sannleiksandinn, kemur, mun hann leiða ykkur í allan sannleikann. Hann mun ekki tala af sjálfum sér, heldur skýra ykkur frá því sem hann hefur heyrt. Hann mun fræða ykkur um framtíðina.
14 εκεινος εμε δοξασει οτι εκ του εμου ληψεται και αναγγελει υμιν
Hann mun heiðra mig og vegsama, með því að sýna ykkur dýrð mína.
15 παντα οσα εχει ο πατηρ εμα εστιν δια τουτο ειπον οτι εκ του εμου ληψεται και αναγγελει υμιν
Öll dýrð föðurins tilheyrir mér og þess vegna sagði ég að hann heiðri mig og vegsami.
16 μικρον και ου θεωρειτε με και παλιν μικρον και οψεσθε με οτι εγω υπαγω προς τον πατερα
Eftir skamma stund verð ég farinn og þið munuð ekki sjá mig, en áður en langt um líður munuð þið sjá mig á ný.“
17 ειπον ουν εκ των μαθητων αυτου προς αλληλους τι εστιν τουτο ο λεγει ημιν μικρον και ου θεωρειτε με και παλιν μικρον και οψεσθε με και οτι εγω υπαγω προς τον πατερα
„Hvað á hann við?“spurðu lærisveinarnir hver annan. „Hvað táknar það að „fara til föðurins“? Þetta skiljum við ekki.“
18 ελεγον ουν τουτο τι εστιν ο λεγει το μικρον ουκ οιδαμεν τι λαλει
19 εγνω ουν ο ιησους οτι ηθελον αυτον ερωταν και ειπεν αυτοις περι τουτου ζητειτε μετ αλληλων οτι ειπον μικρον και ου θεωρειτε με και παλιν μικρον και οψεσθε με
Jesús varð þess var að þeir vildu spyrja hann og sagði því: „Þið spyrjið hver annan við hvað ég eigi.
20 αμην αμην λεγω υμιν οτι κλαυσετε και θρηνησετε υμεις ο δε κοσμος χαρησεται υμεις δε λυπηθησεσθε αλλ η λυπη υμων εις χαραν γενησεται
Heimurinn mun fagna örlögum mínum, en þið munuð gráta. En hryggð ykkar mun snúast í fögnuð, þegar þið sjáið mig á ný.
21 η γυνη οταν τικτη λυπην εχει οτι ηλθεν η ωρα αυτης οταν δε γεννηση το παιδιον ουκετι μνημονευει της θλιψεως δια την χαραν οτι εγεννηθη ανθρωπος εις τον κοσμον
Það verður líkt og hjá konu sem fæðir barn – angist hennar og kvíði hverfur fyrir fögnuði, þegar hún hefur eignast barnið.
22 και υμεις ουν λυπην μεν νυν εχετε παλιν δε οψομαι υμας και χαρησεται υμων η καρδια και την χαραν υμων ουδεις αιρει αφ υμων
Nú eruð þið harmi slegnir, en ég mun hitta ykkur á ný og þá munuð þið fagna. Þeirri gleði mun enginn geta rænt ykkur!
23 και εν εκεινη τη ημερα εμε ουκ ερωτησετε ουδεν αμην αμην λεγω υμιν οτι οσα αν αιτησητε τον πατερα εν τω ονοματι μου δωσει υμιν
Þá munuð þið ekki þurfa að biðja mig neins, heldur getið þið snúið ykkur beint til föðurins og beðið hann. Og hann mun gefa ykkur það sem þið biðjið um, vegna þess að þið biðjið í mínu nafni.
24 εως αρτι ουκ ητησατε ουδεν εν τω ονοματι μου αιτειτε και ληψεσθε ινα η χαρα υμων η πεπληρωμενη
Þið hafið aldrei reynt þetta áður en nú er komið að því. Biðjið í mínu nafni því að þá munuð þið verða bænheyrðir og fyllast ólýsanlegri gleði!
25 ταυτα εν παροιμιαις λελαληκα υμιν αλλ ερχεται ωρα οτε ουκετι εν παροιμιαις λαλησω υμιν αλλα παρρησια περι του πατρος αναγγελω υμιν
Þetta hef ég sagt ykkur í líkingum, en nú nálgast sá tími, er þess gerist ekki lengur þörf. Þá mun ég tala opinskátt við ykkur um föðurinn,
26 εν εκεινη τη ημερα εν τω ονοματι μου αιτησεσθε και ου λεγω υμιν οτι εγω ερωτησω τον πατερα περι υμων
og þið munuð biðja í mínu nafni. Það er óþarfi fyrir mig að biðja föðurinn um að svara bænum ykkar,
27 αυτος γαρ ο πατηρ φιλει υμας οτι υμεις εμε πεφιληκατε και πεπιστευκατε οτι εγω παρα του θεου εξηλθον
því sjálfur elskar hann ykkur, af því að þið elskið mig og trúið að hann hafi sent mig.
28 εξηλθον παρα του πατρος και εληλυθα εις τον κοσμον παλιν αφιημι τον κοσμον και πορευομαι προς τον πατερα
Þegar ég kom í þennan heim, þá kom ég frá föðurnum. Ég yfirgef heiminn á ný og fer aftur til föðurins.“
29 λεγουσιν αυτω οι μαθηται αυτου ιδε νυν παρρησια λαλεις και παροιμιαν ουδεμιαν λεγεις
„Nú talar þú berum orðum en ekki í líkingum, “sögðu lærisveinar hans.
30 νυν οιδαμεν οτι οιδας παντα και ου χρειαν εχεις ινα τις σε ερωτα εν τουτω πιστευομεν οτι απο θεου εξηλθες
„Nú vitum við að þú veist allt og þarft ekki að láta neinn segja þér neitt. Þess vegna trúum við líka að þú sért kominn frá Guði.“
31 απεκριθη αυτοις ο ιησους αρτι πιστευετε
„Trúið þið því loksins?“spurði Jesús.
32 ιδου ερχεται ωρα και νυν εληλυθεν ινα σκορπισθητε εκαστος εις τα ιδια και εμε μονον αφητε και ουκ ειμι μονος οτι ο πατηρ μετ εμου εστιν
„Stundin nálgast, hún er reyndar þegar komin, er þið tvístrist og snúið hver til síns heima en skiljið mig einan eftir. Þrátt fyrir það verð ég ekki einn, því að faðirinn verður hjá mér.
33 ταυτα λελαληκα υμιν ινα εν εμοι ειρηνην εχητε εν τω κοσμω θλιψιν εξετε αλλα θαρσειτε εγω νενικηκα τον κοσμον
Þetta hef ég sagt ykkur til þess að þið haldið hugarró. Ykkar bíða þrengingar og sorgir í þessum heimi, en verið hughraustir, ég hef sigrað heiminn!“