< Matthaeus 15 >

1 Da kamen Schriftgelehrte und Pharisäer von Jerusalem zu Jesus und sprachen:
Nokkrir farísear og lögfræðingar komu frá Jerúsalem að ræða við Jesú.
2 Warum übertreten deine Jünger die Überlieferung der Alten? Denn sie waschen ihre Hände nicht, wenn sie Brot essen.
„Hvers vegna fara lærisveinar þínir ekki eftir siðum þjóðar okkar?“spurðu þeir valdsmannslega, og bættu síðan við: „Þeir virða til dæmis ekki regluna um að þvo sér um hendur fyrir máltíðir.“
3 Er aber antwortete und sprach zu ihnen: Und warum übertretet ihr das Gebot Gottes um eurer Überlieferung willen?
„En hvers vegna eru þessar siðvenjur ykkar í andstöðu við boðorð Guðs?“spurði Jesús á móti.
4 Denn Gott hat geboten: «Ehre deinen Vater und deine Mutter!» Und: «Wer Vater oder Mutter flucht, der soll des Todes sterben.»
„Eitt af boðorðum Guðs er þannig: „Heiðra skaltu föður þinn og móður, hver sá sem formælir foreldrum sínum er dauðasekur.“
5 Ihr aber sagt: Wer zum Vater oder zur Mutter spricht: Ich habe zum Opfer vergabt, was dir von mir zugute kommen sollte; der braucht seinen Vater und seine Mutter nicht mehr zu ehren.
Þið segið hins vegar: „Þótt foreldrar þínir þarfnist hjálpar, máttu gefa musterinu það fé sem þú hefur lagt til hliðar handa þeim.“Með þessu mannaboðorði ónýtið þið þá skipun Guðs að menn heiðri og annist foreldra sína.
6 Und so habt ihr das Gebot Gottes um eurer Überlieferung willen aufgehoben.
7 Ihr Heuchler! Trefflich hat Jesaja von euch geweissagt, wenn er spricht:
Hræsnarar! Orð Jesaja eiga við um ykkur:
8 «Dies Volk ehrt mich mit den Lippen, aber ihr Herz ist fern von mir.
„Þessir menn heiðra mig með vörunum en hjarta þeirra er langt í burtu frá mér.
9 Vergeblich aber ehren sie mich, indem sie Lehren vortragen, welche Menschengebote sind.»
Trúrækni þeirra er gagnslaus, því þeir kenna sín eigin boðorð í stað boðorða Guðs!““
10 Und er rief das Volk zu sich und sprach zu ihnen: Höret und verstehet!
Síðan hrópaði Jesús til mannfjöldans og sagði: „Hlustið á og reynið að skilja þetta:
11 Nicht das, was zum Munde eingeht, verunreinigt den Menschen; sondern was aus dem Munde herauskommt, das verunreinigt den Menschen.
Þið saurgist ekki af matnum sem þið neytið, heldur af orðum ykkar og hugsunum!“
12 Da traten seine Jünger herzu und sprachen zu ihm: Weißt du, daß die Pharisäer Anstoß nahmen, als sie das hörten?
Þá komu lærisveinar hans til hans og sögðu: „Þú móðgaðir faríseana með því sem þú sagðir.“
13 Er aber antwortete und sprach: Jede Pflanze, die nicht mein himmlischer Vater gepflanzt hat, wird ausgerissen werden.
Jesús svaraði: „Hver sú jurt sem ekki er gróðursett af föður mínum, verður slitin upp með rótum. Látið þá afskiptalausa. Þeir eru blindir leiðtogar, ef blindur leiðir blindan, falla báðir í sömu gryfjuna.“
14 Lasset sie; sie sind blinde Blindenleiter. Wenn aber ein Blinder den andern leitet, werden beide in die Grube fallen.
15 Da sprach Petrus zu ihm: Erkläre uns dieses Gleichnis!
Þá bað Pétur Jesú að útskýra hvers vegna fólk saurgaðist ekki við að borða mat sem lögin teldu óhreinan.
16 Er aber sprach: Seid denn auch ihr noch unverständig?
„Skilurðu það ekki?“spurði Jesús.
17 Merket ihr noch nicht, daß alles, was zum Munde eingeht, in den Bauch kommt und in den Abort geworfen wird?
„Veistu ekki að það sem við borðum fer í gegnum meltingarfærin og síðan úr líkamanum?
18 Was aber aus dem Munde herauskommt, das kommt aus dem Herzen, und das verunreinigt den Menschen.
Ljót orð koma hins vegar frá illu innræti og spilla þeim sem segir þau.
19 Denn aus dem Herzen kommen böse Gedanken, Mord, Ehebruch, Unzucht, Diebstahl, falsche Zeugnisse, Lästerungen.
Illar hugsanir, morð, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, lygi og illt umtal, allt á þetta upphaf sitt í huga og sál mannsins.
20 Das ist's, was den Menschen verunreinigt; aber mit ungewaschenen Händen essen, das verunreinigt den Menschen nicht.
Það er þetta sem mengar mannlífið. Það er ekki syndsamlegt að neyta matar með óþvegnum höndum.“
21 Und Jesus zog von dort weg und entwich in die Gegend von Tyrus und Zidon.
Jesús hélt síðan burt og fór norður til Týrusar og Sídonar, en þangað voru um 80 kílómetrar.
22 Und siehe, eine kananäische Frau kam aus jener Gegend, schrie und sprach: Erbarme dich meiner, Herr, du Sohn Davids! Meine Tochter ist arg besessen!
Kanversk kona, sem þar bjó, kom til Jesú og sagði: „Hjálpaðu mér Drottinn, sonur Davíðs konungs! Dóttir mín er með illan anda, sem kvelur hana dag og nótt.“
23 Er aber antwortete ihr nicht ein Wort. Da traten seine Jünger herzu, baten ihn und sprachen: Fertige sie ab; denn sie schreit uns nach!
Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinarnir hvöttu hann til að vísa henni burt og sögðu: „Segðu henni að fara, hún ónáðar með þessu kvabbi.“
24 Er aber antwortete und sprach: Ich bin nur gesandt zu den verlornen Schafen des Hauses Israel.
Jesús sagði þá við konuna: „Ég var sendur til að hjálpa Gyðingum, en ekki heiðingjum.“
25 Sie aber kam, fiel vor ihm nieder und sprach: Herr, hilf mir!
Þá kom hún enn nær, hneigði sig og bað á nýjan leik: „Drottinn, hjálpaðu mér!“
26 Er aber antwortete und sprach: Es ist nicht fein, daß man das Brot der Kinder nehme und es den Hündlein vorwerfe!
„Það er ekki rétt að taka brauðið frá börnunum og gefa það hvolpunum, “sagði Jesús.
27 Sie aber sprach: Ja, Herr! aber doch essen die Hündlein von den Brosamen, die vom Tisch ihrer Herren fallen.
„Satt er það, “sagði hún, „en hvolparnir fá þó að tína molana sem falla á gólfið.“
28 Da antwortete Jesus und sprach zu ihr: O Frau, dein Glaube ist groß; dir geschehe, wie du willst! Und ihre Tochter war geheilt von jener Stunde an.
„Kona, “sagði Jesús, „þú hefur mikla trú og þú skalt fá það sem þú baðst um.“Dóttir hennar varð heilbrigð á sömu stundu.
29 Und Jesus zog weiter und kam an das galiläische Meer; und er stieg auf den Berg und setzte sich daselbst.
Eftir þetta fór Jesús aftur að Galíleuvatni. Þar gekk hann upp á fjall og settist niður.
30 Und es kamen zu ihm große Volksmengen, die hatten Lahme, Blinde, Stumme, Krüppel und viele andere bei sich; und sie legten sie zu seinen Füßen, und er heilte sie,
Mannfjöldinn kom til hans með lamaða menn, blinda og mállausa, einnig marga aðra sjúklinga. Þeir lögðu þá við fætur Jesú og hann læknaði þá alla.
31 also daß sich die Menge verwunderte, als sie sah, daß Stumme redeten, Krüppel gesund wurden, Lahme wandelten und Blinde sehend wurden; und sie priesen den Gott Israels.
Þetta var stórkostleg sjón! Þeir sem mállausir höfðu verið frá fæðingu töluðu nú reiprennandi. Þeir sem höfðu verið lamaðir gengu um og hlupu. Þeir sem voru blindir áður, horfðu nú furðu lostnir í kringum sig! Allir voru glaðir og undrandi og lofuðu Guð Ísraels.
32 Da rief Jesus seine Jünger zu sich und sprach: Mich jammert das Volk; denn sie verharren nun schon drei Tage bei mir und haben nichts zu essen; und ich will sie nicht nüchtern entlassen, damit sie nicht auf dem Wege erliegen.
Þá kallaði Jesús á lærisveina sína og sagði: „Ég finn til með þessu fólki. Það hefur verið hér í þrjá daga samfleytt, og nú er það orðið matarlaust. Ég vil ekki senda það frá mér þannig á sig komið, því þá örmagnast það á leiðinni heim.“
33 Und seine Jünger sprachen zu ihm: Woher sollen wir in der Wüste so viele Brote nehmen, um eine so große Menge zu sättigen?
„Hvernig eigum við að útvega mat hér í óbyggðinni handa öllum þessum fjölda?“spurðu lærisveinarnir.
34 Und Jesus sprach zu ihnen: Wie viele Brote habt ihr? Sie sprachen: Sieben, und ein paar Fische.
„Hvað tókuð þið mikið með ykkur?“spurði Jesús. „Sjö brauð og nokkra smáfiska, “svöruðu þeir.
35 Und er befahl dem Volk, sich auf die Erde zu lagern,
Jesús bauð þá fólkinu að setjast niður.
36 und nahm die sieben Brote und die Fische, dankte, brach sie und gab sie den Jüngern, die Jünger aber [gaben sie] dem Volke.
Síðan tók hann brauðin og fiskana, og þakkaði Guði. Að því búnu skipti hann matnum í skammta, sem lærisveinarnir báru til fólksins.
37 Und sie aßen alle und wurden satt und hoben auf, was an Brocken übrigblieb, sieben Körbe voll.
Allir fengu nóg, 4.000 karlmenn auk kvenna og barna! Þegar leifunum hafði verið safnað saman, fylltu þær sjö körfur!
38 Die aber gegessen hatten, waren viertausend Männer, ohne Frauen und Kinder.
39 Und nachdem er das Volk entlassen, stieg er in das Schiff und kam in die Gegend von Magdala.
Eftir þetta sendi Jesús fólkið heim, sjálfur fór hann í bátnum yfir til Magadanhéraðs.

< Matthaeus 15 >