< Psalm 78 >

1 Eine Unterweisung Asaphs. Höre, mein Volk, mein Gesetz; neigt eure Ohren zu der Rede meines Mundes!
Þjóð mín, hlustaðu á kenningu mína. Gefðu gaum að því sem ég hef að segja.
2 Ich will meinen Mund auftun zu Sprüchen und alte Geschichten aussprechen,
Nú ætla ég að rifja upp fyrir þér liðna atburði,
3 die wir gehört haben und wissen und unsre Väter uns erzählt haben,
frásagnir sem varðveist hafa frá kynslóð til kynslóðar.
4 daß wir's nicht verhalten sollten ihren Kindern, die hernach kommen, und verkündigten den Ruhm des HERRN und seine Macht und seine Wunder, die er getan hat.
Ég birti ykkur sannleikann, svo að þið getið sagt börnum ykkar frá dásemdarverkum Drottins, öllum þeim undrum sem hann vann.
5 Er richtete ein Zeugnis auf in Jakob und gab ein Gesetz in Israel, das er unsern Vätern gebot zu lehren ihre Kinder,
Lögmál sitt gaf hann Ísrael og bauð forfeðrunum að kenna það börnum sínum
6 auf daß es die Nachkommen lernten und die Kinder, die noch sollten geboren werden; wenn sie aufkämen, daß sie es auch ihren Kinder verkündigten,
sem síðan skyldu kenna það sínum afkomendum. Þannig skyldi lögmál hans berast frá einni kynslóðinni til annarrar.
7 daß sie setzten auf Gott ihre Hoffnung und nicht vergäßen der Taten Gottes und seine Gebote hielten
Því hefur sérhver kynslóð getað haldið lög Guðs, treyst honum og heyrt um hans dásemdarverk.
8 und nicht würden wie ihre Väter, eine abtrünnige und ungehorsame Art, welchen ihr Herz nicht fest war und ihr Geist nicht treulich hielt an Gott,
Ný kynslóð skyldi ekki þurfa að fara að fordæmi feðra sinna sem voru þrjóskir, óhlýðnir og ótrúir og forhertu sig gegn Guði.
9 wie die Kinder Ephraim, die geharnischt den Bogen führten, abfielen zur Zeit des Streits.
Þótt íbúar Efraím væru alvopnaðir, þá flúðu þeir þegar að orustunni kom.
10 Sie hielten den Bund Gottes nicht und wollten nicht in seinem Gesetz wandeln
Þannig rufu þeir sáttmálann við Guð og fóru sína eigin leið.
11 und vergaßen seiner Taten und seiner Wunder, die er ihnen erzeigt hatte.
Þeir gleymdu máttarverkum Drottins,
12 Vor ihren Vätern tat er Wunder in Ägyptenland, im Felde Zoan.
sem hann hafði fyrir þá gert og forfeður þeirra í Egyptalandi,
13 Er zerteilte das Meer und ließ sie hindurchgehen und stellte das Wasser wie eine Mauer.
þegar hann klauf hafið og leiddi þá yfir þurrum fótum. Vatnið stóð eins og veggur til beggja handa!
14 Er leitete sie des Tages mit einer Wolke und des Nachts mit einem hellen Feuer.
Að degi til leiddi hann þá með skýi, en eldstólpa um nætur.
15 Er riß die Felsen in der Wüste und tränkte sie mit Wasser die Fülle
Hann rauf gat á klettinn í eyðimörkinni. Vatnið streymdi fram og þeir svöluðu þorsta sínum.
16 und ließ Bäche aus den Felsen fließen, daß sie hinabflossen wie Wasserströme.
Já, það flæddi frá klettinum, líkast rennandi á!
17 Dennoch sündigten sie weiter gegen ihn und erzürnten den Höchsten in der Wüste
Samt héldu þeir fast við þrjósku sína og syndguðu gegn hinum hæsta Guði.
18 und versuchten Gott in ihrem Herzen, daß sie Speise forderten für ihre Seelen,
Þeir kvörtuðu og kveinuðu og heimtuðu annað að borða en það sem Guð gaf þeim.
19 und redeten gegen Gott und sprachen: “Ja, Gott sollte wohl können einen Tisch bereiten in der Wüste?
Þeir ásökuðu jafnvel sjálfan Guð og sögðu:
20 Siehe, er hat wohl den Felsen geschlagen, daß Wasser flossen und Bäche sich ergossen; aber wie kann er Brot geben und seinem Volke Fleisch verschaffen?”
„Hann gaf okkur vatn, en hvers vegna fáum við ekki brauð eða kjöt?!“
21 Da nun das der HERR hörte, entbrannte er, und Feuer ging an in Jakob, und Zorn kam über Israel,
Drottinn hlustaði og honum rann í skap, reiði hans upptendraðist gegn Ísrael.
22 daß sie nicht glaubten an Gott und hofften nicht auf seine Hilfe.
Enda treystu þeir honum ekki, né trúðu forsjá hans.
23 Und er gebot den Wolken droben und tat auf die Türen des Himmels
Jafnvel þótt hann lyki upp himninum – eins og glugga! –
24 und ließ das Man auf sie regnen, zu essen, und gab ihnen Himmelsbrot.
og léti manna rigna niður.
25 Sie aßen Engelbrot; er sandte ihnen Speise die Fülle.
Já, þeir átu englabrauð! – og urðu mettir.
26 Er ließ wehen den Ostwind unter dem Himmel und erregte durch seine Stärke den Südwind
Þá lét hann austanvind blása og stýrði vestanvindinum með krafti sínum.
27 und ließ Fleisch auf sie regnen wie Staub und Vögel wie Sand am Meer
Og viti menn, fuglum rigndi af himni, – þeir voru eins og sandur á sjávarströnd!
28 und ließ sie fallen unter ihr Lager allenthalben, da sie wohnten.
Af hans völdum féllu þeir til jarðar um allar tjaldbúðirnar.
29 Da aßen sie und wurden allzu satt; er ließ sie ihre Lust büßen.
Og fólkið át nægju sína. Hann mettaði hungur þeirra.
30 Da sie nun ihre Lust gebüßt hatten und noch davon aßen,
En varla höfðu þeir lokið matnum – fæðan var enn í munni þeirra,
31 da kam der Zorn Gottes über sie und erwürgte die Vornehmsten unter ihnen und schlug darnieder die Besten in Israel.
þá reiddist Drottinn þeim og lagði að velli æskumenn Ísraels.
32 Aber über das alles sündigten sie noch mehr und glaubten nicht an seine Wunder.
En þeir sáu sig ekki um hönd, en héldu áfram að syndga og vildu ekki trúa kraftaverkum Drottins.
33 Darum ließ er sie dahinsterben, daß sie nichts erlangten und mußten ihr Leben lang geplagt sein.
Þess vegna stytti hann ævi þeirra og sendi þeim miklar hörmungar.
34 Wenn er sie erwürgte, suchten sie ihn und kehrten sich zu Gott
En þegar neyðin var stærst, tóku þeir að leita Guðs. Þeir iðruðust og snéru sér til hans.
35 und gedachten, daß Gott ihr Hort ist und Gott der Höchste ihr Erlöser ist,
Þeir viðurkenndu að Guð er eini grundvöllur lífsins – að hinn hæsti Guð væri frelsari þeirra.
36 und heuchelten mit ihrem Munde und logen ihm mit ihrer Zunge;
En því miður fylgdu þeir honum aðeins í orði kveðnu, en ekki af heilum hug,
37 aber ihr Herz war nicht fest an ihm, und hielten nicht treulich an seinem Bund.
hjarta þeirra var langt frá honum. Þeir stóðu ekki við orð sín.
38 Er aber war barmherzig und vergab die Missetat und vertilgte sie nicht und wandte oft seinen Zorn ab und ließ nicht seinen ganzen Zorn gehen.
Samt var hann þeim miskunnsamur, fyrirgaf syndir þeirra og tortímdi þeim ekki. Margoft hélt hann aftur af reiði sinni.
39 Denn er gedachte, daß sie Fleisch sind, ein Wind, der dahinfährt und nicht wiederkommt.
Hann minntist þess að þeir voru dauðlegir menn, eins og andblær sem kemur og fer.
40 Wie oft erzürnten sie ihn in der Wüste und entrüsteten ihn in der Einöde!
Já, oft risu þeir gegn Guði í eyðimörkinni og ollu honum vonbrigðum.
41 Sie versuchten Gott immer wieder und meisterten den Heiligen in Israel.
Aftur og aftur sneru þeir við honum baki og freistuðu hans.
42 Sie gedachten nicht an seine Hand des Tages, da er sie erlöste von den Feinden;
Þeir gleymdu krafti hans og kærleika og hvernig hann hafði frelsað þá frá óvinum þeirra.
43 wie er denn seine Zeichen in Ägypten getan hatte und seine Wunder im Lande Zoan;
Þeir gleymdu plágunum sem hann sendi Egyptum í Sóan
44 da er ihr Wasser in Blut wandelte, daß sie ihre Bäche nicht trinken konnten;
þegar hann breytti fljótum þeirra í blóð, svo að enginn gat drukkið.
45 da er Ungeziefer unter sie schickte, daß sie fraß, und Frösche, die sie verderbten,
Eða þegar hann fyllti landið af flugum og froskum!
46 und gab ihre Gewächse den Raupen und ihre Saat den Heuschrecken;
Lirfurnar spilltu uppskerunni og engispretturnar átu allt, hvort tveggja var frá honum komið.
47 da er ihre Weinstöcke mit Hagel schlug und ihre Maulbeerbäume mit Schloßen;
Hann eyddi vínviði þeirra með hagléli og mórberjatrjánum með frosti.
48 da er ihr Vieh schlug mit Hagel und ihre Herden mit Wetterstrahlen;
Búpeningurinn hrundi niður í haganum, haglið rotaði hann og sauðirnir drápust í eldingum.
49 da er böse Engel unter sie sandte in seinem grimmigen Zorn und ließ sie toben und wüten und Leid tun;
Hann úthellti reiði sinni yfir þá, sendi þeim ógn og skelfingu. Hann leysti út sendiboða ógæfunnar – engla sem létu þá kenna á því!
50 da er seinen Zorn ließ fortgehen und ihre Seele vor dem Tode nicht verschonte und übergab ihr Leben der Pestilenz;
Hann gaf reiðinni lausan tauminn. Og ekki hlífði hann Egyptunum. Þeir fengu vænan skerf af plágum og sjúkdómum.
51 da er alle Erstgeburt in Ägypten schlug, die Erstlinge ihrer Kraft in den Hütten Hams,
Þá deyddi hann frumburði Egypta, efnilegan ungviðinn, sem vonirnar voru bundnar við.
52 und ließ sein Volk ausziehen wie die Schafe und führte sie wie eine Herde in der Wüste.
Sinn eigin lýð leiddi hann styrkri hendi gegnum eyðimörkina.
53 Und leitete sie sicher, daß sie sich nicht fürchteten; aber ihre Feinde bedeckte das Meer.
Hann var skjól þeirra og vörn. Þeir þurftu ekkert að óttast, en hafið gleypti óvini þeirra.
54 Und er brachte sie zu seiner heiligen Grenze, zu diesem Berge, den seine Rechte erworben hat,
Hann greiddi för þeirra til fyrirheitna landsins, til hæðanna sem hann hafði skapað.
55 und vertrieb vor ihnen her die Völker und ließ ihnen das Erbe austeilen und ließ in jener Hütten die Stämme Israels wohnen.
Íbúum landsins stökkti hann á flótta en gaf þar ættkvíslum Ísraels erfðahlut og skjól.
56 Aber sie versuchten und erzürnten Gott den Höchsten und hielten ihre Zeugnisse nicht
En þótt þeir nytu gæsku Guðs, risu þeir gegn hinum hæsta og fyrirlitu boðorð hans.
57 und fielen zurück und verachteten alles wie ihre Väter und hielten nicht, gleichwie ein loser Bogen,
Þeir sneru af leið og rufu trúnað rétt eins og feður þeirra. Eins og bogin ör misstu þeir marksins sem Guð hafði sett þeim.
58 und erzürnten ihn mit ihren Höhen und reizten ihn mit ihren Götzen.
Þeir tóku aðra guði, reistu þeim ölturu og egndu Drottin á móti sér.
59 Und da das Gott hörte, entbrannte er und verwarf Israel ganz,
Guð sá verk þeirra og reiddist – fékk viðbjóð á Ísrael.
60 daß er seine Wohnung zu Silo ließ fahren, die Hütte, da er unter Menschen wohnte,
Hann yfirgaf helgidóm sinn í Síló, bústað sinn meðal manna.
61 und gab seine Macht ins Gefängnis und seine Herrlichkeit in die Hand des Feindes
Örk sína lét hann falla í hendur óvinanna og vegsemd hans var óvirt af heiðingjum.
62 und übergab sein Volk ins Schwert und entbrannte über sein Erbe.
Hann reiddist lýð sínum og lét hann falla fyrir sverði óvinanna.
63 Ihre junge Mannschaft fraß das Feuer, und ihre Jungfrauen mußten ungefreit bleiben.
Æskumenn Ísraels fórust í eldi og ungu stúlkurnar upplifðu ekki sinn brúðkaupsdag.
64 Ihre Priester fielen durchs Schwert, und waren keine Witwen, die da weinen sollten.
Prestunum var slátrað og ekkjur þeirra dóu áður en þær gátu harmað þá.
65 Und der Herr erwachte wie ein Schlafender, wie ein Starker jauchzt, der vom Wein kommt,
Þá var sem Drottinn vaknaði af svefni, eins og hetja sem rís upp úr vímu,
66 und schlug seine Feinde zurück und hängte ihnen ewige Schande an.
og hann gaf þeim vænt spark í bakhlutann og sendi þá burt með skömm, sömu leið og þeir komu.
67 Und er verwarf die Hütte Josephs und erwählte nicht den Stamm Ephraim,
Hann hafnaði fjölskyldu Jósefs, ætt Efraíms,
68 sondern erwählte den Stamm Juda, den Berg Zion, welchen er liebte.
en kaus Júdaættkvísl og Síonfjall, sem hann elskar.
69 Und baute sein Heiligtum hoch, wie die Erde, die ewiglich fest stehen soll.
Þar reisti hann musteri sitt – voldugt og traust rétt eins og himin og jörð.
70 Und erwählte seinen Knecht David und nahm ihn von den Schafställen;
Hann kaus Davíð sem þjón sinn, tók hann frá sauðunum,
71 von den säugenden Schafen holte er ihn, daß er sein Volk Jakob weiden sollte und sein Erbe Israel.
úr smalamennskunni, til að verða leiðtogi og hirðir þjóðar sinnar.
72 Und er weidete sie auch mit aller Treue und regierte mit allem Fleiß.
Og hann gætti hennar af öryggi og með hreinu hjarta.

< Psalm 78 >