< Psalm 107 >
1 Danket dem HERRN; denn er ist freundlich, und seine Güte währet ewiglich.
Þakkið Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.
2 Saget, die ihr erlöset seid durch den HERRN, die er aus der Not erlöset hat
Hafi Drottinn frelsað þig, þá segðu frá því! Segðu öðrum frá því að hann hafi frelsað þig frá óvinum þínum.
3 und die er aus den Ländern zusammengebracht hat vom Aufgang, vom Niedergang, von Mitternacht und vom Meer;
Hann leiddi hina útlægu heim frá ystu endimörkum jarðarinnar.
4 die irregingen in der Wüste, in ungebahntem Wege, und fanden keine Stadt, da sie wohnen konnten,
Þeir ráfuðu heimilislausir um eyðimörkina,
5 hungrig und durstig und ihre Seele verschmachtet;
hungraðir og þyrstir og að niðurlotum komnir.
6 und sie zum HERRN riefen in ihrer Not, und er sie errettete aus ihren Ängsten
„Drottinn, hjálpaðu okkur!“hrópuðu þeir, og hann svaraði bæn þeirra!
7 und führete sie einen richtigen Weg, daß sie gingen zur Stadt, da sie wohnen konnten:
Hann leiddi þá í öruggt skjól, til byggilegrar borgar.
8 die sollen dem HERRN danken um seine Güte und um seine Wunder, die er an den Menschenkindern tut,
Ó, að þetta fólk vildi nú lofa Drottin fyrir miskunn hans og öll hans dásamlegu verk,
9 daß er sättiget die durstige Seele und füllet die hungrige Seele mit Gutem.
því að hann svalar þyrstri sál og mettar hungraðan gæðum.
10 Die da sitzen mußten in Finsternis und Dunkel, gefangen im Zwang und Eisen,
Hverjir eru þessir sem sitja í myrkri og skugga dauðans, þjáðir af eymd og volæði?
11 darum daß sie Gottes Geboten ungehorsam gewesen waren und das Gesetz des Höchsten geschändet hatten;
Þeir gerðu uppreisn gegn Drottni, fyrirlitu hann, hinn hæsta Guð.
12 darum mußte ihr Herz mit Unglück geplagt werden, daß sie dalagen, und ihnen niemand half;
Þess vegna beygði hann þá með mæðu. Þeir hrösuðu og enginn gat hjálpað þeim á fætur.
13 und sie zum HERRN riefen in ihrer Not, und er ihnen half aus ihren Ängsten
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim!
14 und sie aus der Finsternis und Dunkel führete und ihre Bande zerriß:
Hann leiddi þá út úr myrkri og skugga dauðans og braut fjötra þeirra.
15 die sollen dem HERRN danken um seine Güte und um seine Wunder, die er an den Menschenkindern tut,
Þeir skulu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans miskunnarverk!
16 daß er zerbricht eherne Türen und zerschlägt eiserne Riegel.
Því að hann mölvaði hlið dýflissunnar og braut sundur rimlana.
17 Die Narren, so geplaget waren um ihrer Übertretung willen und um ihrer Sünde willen,
Sumir kölluðu yfir sig ógæfu með heimsku sinni.
18 daß ihnen ekelte vor aller Speise und wurden todkrank;
Loks bauð þeim við öllum mat. Þeir sáu ekkert framundan nema dauðann.
19 und sie zum HERRN riefen in ihrer Not, und er ihnen half aus ihren Ängsten;
Þá kölluðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr angist þeirra, kom þeim á réttan veg.
20 er sandte sein Wort und machte sie gesund und errettete sie, daß sie nicht starben:
Hann sendi út orð sitt og læknaði þá, hreif þá frá dyrum dauðans.
21 die sollen dem HERRN danken um seine Güte und um seine Wunder, die er an den Menschenkindern tut,
Ó, að menn þessir vildu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans dásemdarverk!
22 und Dank opfern und erzählen seine Werke mit Freuden.
Þeir þakki honum heilshugar og kunngjöri verk hans með gleði.
23 Die mit Schiffen auf dem Meer fuhren und trieben ihren Handel in großen Wassern;
Og svo eru þeir sem sigla um höfin, kaupmenn sem flytja vörur milli landa.
24 die des HERRN Werke erfahren haben und seine Wunder im Meer,
Einnig þeir fá að reyna máttarverk Drottins.
25 wenn er sprach und einen Sturmwind erregte, der die Wellen erhub,
Hann kallar á storminn og lætur öldurnar rísa.
26 und sie gen Himmel fuhren und in den Abgrund fuhren, daß ihre Seele vor Angst verzagte,
Skipin sveiflast til himins og hverfa í öldudali – öllum um borð fellst hugur í neyðinni.
27 daß sie taumelten und wankten wie ein Trunkener und wußten keinen Rat mehr;
Þeir ramba og skjögra eins og drukknir menn og vita ekki sitt rjúkandi ráð.
28 und sie zum HERRN schrieen in ihrer Not, und er sie aus ihren Ängsten führete
Þá hrópa þeir til Drottins í neyð sinni og hann frelsar þá.
29 und stillete das Ungewitter, daß die Wellen sich legten,
Hann kyrrir bæði sjó og vind.
30 und sie froh wurden, daß es stille worden war, und er sie zu Lande brachte nach ihrem Wunsch:
Hvílík blessun að ná höfn og njóta lognsins!
31 die sollen dem HERRN danken um seine Güte und um seine Wunder, die er an den Menschenkindern tut,
Ó, að þessir menn vildu þakka Drottni miskunn hans og öll hans dásemdarverk.
32 und ihn bei der Gemeine preisen und bei den Alten rühmen.
Þeir lofi hann upphátt í söfnuðinum og í áheyrn leiðtoga Ísraels.
33 Die, welchen ihre Bäche vertrocknet und die Wasserquellen versieget waren,
Hann þurrkar upp fljótin
34 daß ein fruchtbar Land nichts trug um der Bosheit willen derer, die drinnen wohneten;
og gerir land óguðlegra að skorpinni saltsléttu.
35 und er das Trockne wiederum wasserreich machte und im dürren Lande Wasserquellen;
En hann kann líka að breyta auðninni í frjósama og vatnsríka vin.
36 und die Hungrigen dahin gesetzt hat, daß sie eine Stadt zurichteten, da sie wohnen könnten,
Þangað leiðir hann hungraða sem setjast þar að og byggja sér borgir,
37 und Acker besäen und Weinberge pflanzen möchten und die jährlichen Früchte kriegten;
sá í akra, gróðursetja víngarða og afla afurða.
38 und er sie segnete, daß sie sich fast mehreten, und ihnen viel Viehes gab;
Þannig blessar hann! Og þeir margfaldast stórum og fénaði þeirra fjölgar.
39 die, welch niedergedrückt und geschwächt waren von dem Bösen, der sie gezwungen und gedrungen hatte,
Sumir missa allt í ofsókn, þjáningu og sorg,
40 da Verachtung auf die Fürsten geschüttet war, daß alles irrig und wüste stund;
því að Guð sendir hrokafullum skömm og lætur tignarmenn ráfa um í rústum,
41 und er den Armen schützte vor Elend und sein Geschlecht wie eine Herde mehrete.
en hann bjargar fátæklingum sem honum treysta, gefur þeim fjölda afkomenda og mikla hagsæld.
42 Solches werden die Frommen sehen und sich freuen; und aller Bosheit wird das Maul gestopft werden.
Þetta sjá hinir guðhræddu og þeir gleðjast, meðan óguðlegir þegja í skömm.
43 Wer ist weise und behält dies? So werden sie merken, wieviel Wohltat der HERR erzeiget.
Þú sem ert vitur, hugleiddu þetta! Hugsaðu um miskunn og kærleika Drottins.