< Epheser 6 >

1 Ihr Kinder, seid gehorsam euren Eltern in dem HERRN; denn das ist billig.
Þið börn, hlýðið foreldrum ykkar! Það skuluð þið gera, því að Guð hefur falið þeim að bera ábyrgð á ykkur.
2 Ehre Vater und Mutter; das ist das erste Gebot, das Verheißung hat:
„Heiðra skaltu föður þinn og móður.“Þetta er fyrsta boðorðið af hinum tíu boðorðum Guðs sem endar á loforði.
3 Auf daß dir's wohl gehe, und du lange lebest auf Erden.
Hvert er þá loforðið? Það er þetta: „Þá muntu lifa langa og blessunarríka ævi.“
4 Und ihr Väter, reizet eure Kinder nicht zum Zorn, sondern ziehet sie auf in der Zucht und Vermahnung zu dem HERRN.
Foreldrar, hér eru nokkur orð til ykkar. Venjið ykkur ekki á að skamma börn ykkar og jagast í þeim, því þá verða þau afundin og bitur. Alið þau heldur upp í kærleika og með aga, á sama hátt og Drottinn, og þá með ábendingum og góðum ráðum.
5 Ihr Knechte, seid gehorsam euren leiblichen HERREN mit Furcht und Zittern, in Einfältigkeit eures Herzens, als Christo;
Þrælar, hlýðið húsbændum ykkar. Leitist við að sýna þeim allt hið besta. Þjónið þeim eins og þið væruð að þjóna Kristi.
6 nicht mit Dienst allein vor Augen, als den Menschen zu gefallen, sondern als die Knechte Christi, daß ihr solchen Willen Gottes tut von Herzen, mit gutem Willen.
Vinnið vel, ekki aðeins meðan yfirmaður ykkar fylgist með, til þess að svíkjast síðan um þegar hann snýr sér að öðru. Vinnið alltaf samviskusamlega og með gleði, eins og þið væruð að vinna fyrir Krist og þá gerið þið vilja Guðs.
7 Lasset euch dünken, daß ihr dem HERRN dienet und nicht den Menschen;
8 und wisset, was ein jeglicher Gutes tun wird, das wird er von dem HERRN empfangen, er sei ein Knecht oder ein Freier.
Munið að Drottinn mun launa ykkur allt sem þið hafið gert vel, hvort sem þið eruð þrælar eða frjálsir menn.
9 Und ihr HERREN, tut auch dasselbige gegen sie und lasset das Dräuen; und wisset, daß auch euer HERR im Himmel ist, und ist bei ihm kein Ansehen der Person.
Þrælaeigendur! Komið vel fram við þræla ykkar, eins og ég sagði þeim að koma fram við ykkur. Hafið ekki í hótunum við þá og munið að þið eruð sjálfir þrælar Krists. Þið hafið sama yfirmann og þeir, og sá fer ekki í manngreinarálit.
10 Zuletzt meine Brüder, seid stark in dem HERRN und in der Macht seiner Stärke!
Að síðustu ætla ég að minna ykkur á að styrkur ykkar verður að koma frá Drottni og hans volduga mætti, sem er hið innra með ykkur.
11 Ziehet an den Harnisch Gottes, daß ihr bestehen könnet gegen die listigen Anläufe des Teufels.
Klæðist alvæpni Guðs, svo að þið getið staðist öll þau svik og blekkingar sem Satan beitir í árásum sínum gegn ykkur.
12 Denn wir haben nicht mit Fleisch und Blut zu kämpfen, sondern mit Fürsten und Gewaltigen, nämlich mit den HERREN der Welt, die in der Finsternis dieser Welt herrschen, mit den bösen Geistern unter dem Himmel. (aiōn g165)
Barátta okkar er alls ekki gegn holdiklæddu fólki, heldur gegn ósýnilegum öflum eyðingar og upplausnar, hinum máttugu og illu myrkraöflum sem ríkja í þessum fallna heimi. Barátta okkar er einnig við mikinn fjölda illra anda í andaheiminum. (aiōn g165)
13 Um deswillen so ergreifet den Harnisch Gottes, auf daß ihr an dem bösen Tage Widerstand tun und alles wohl ausrichten und das Feld behalten möget.
Notið öll þau vopn sem Guð hefur gefið okkur til að verjast árásum óvinarins, því að þá munuð þið standa sem sigurvegarar að átökunum loknum.
14 So stehet nun, umgürtet an euren Lenden mit Wahrheit und angezogen mit dem Krebs der Gerechtigkeit
Ef þetta á að takast, þá þurfið þið belti sannleikans og réttlætisbrynju Guðs.
15 und an den Beinen gestiefelt, als fertig, zu treiben das Evangelium des Friedens, damit ihr bereitet seid.
Verið skóuð fúsleik til að flytja öðrum gleðiboðskapinn um frið við Guð.
16 Vor allen Dingen aber ergreifet den Schild des Glaubens, mit welchem ihr auslöschen könnt alle feurigen Pfeile des Bösewichts.
Beitið trú í hverri orrustu, því að hún er skjöldur sem getur stöðvað þær glóandi örvar sem Satan skýtur að ykkur.
17 Und nehmet den Helm des Heils und das Schwert des Geistes, welches ist das Wort Gottes.
Gleymið ekki hjálmi hjálpræðisins og sverði heilags anda, sem er Guðs orð.
18 Und betet stets in allem Anliegen mit Bitten und Flehen im Geist und wachet dazu mit allem Anhalten und Flehen für alle Heiligen
Verið ávallt í bæn. Biðjið um allt það sem heilagur andi minnir ykkur á og látið hann leiða ykkur í bæninni. Minnið Guð á þarfir ykkar og biðjið stöðugt fyrir öllum kristnum mönnum, hvar sem þeir eru.
19 und für mich, auf daß mir gegeben werde das Wort mit freudigem Auftun meines Mundes, daß ich möge kundmachen das Geheimnis des Evangeliums,
Biðjið einnig fyrir mér, að Guð gefi mér rétt orð og djörfung, þegar ég tala við aðra um Drottin og skýri fyrir þeim, að hjálpræði hans sé einnig ætlað heiðingjunum.
20 welches Bote ich bin in der Kette, auf daß ich darinnen freudig handeln möge und reden, wie sich's gebührt.
Nú er ég hér hlekkjaður fyrir að hafa boðað þetta. Biðjið að mér auðnist enn að boða það sama með djörfung, eins og mér ber hér í fangelsinu.
21 Auf daß aber ihr auch wisset, wie es um mich stehet, und was ich schaffe, wird's euch alles kundtun Tychikus, mein lieber Bruder und getreuer Diener in dem HERRN
Týkíkus, heittelskaður bróðir og trúr aðstoðarmaður minn í verki Drottins, mun flytja ykkur fréttir af mér.
22 welchen ich gesandt habe zu euch um desselbigenwillen, daß ihr erfahret, wie es um mich stehet, und daß er eure Herzen tröste.
Ástæða þess að ég sendi hann til ykkar, er einmitt sú að láta ykkur vita hvernig okkur líður og að uppörva ykkur.
23 Friede sei den Brüdern und Liebe mit Glauben von Gott dem Vater und dem HERRN Jesu Christo!
Kristnu vinir! Friður Guðs sé með ykkur, ásamt kærleika og trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.
24 Gnade sei mit allen, die da liebhaben unsern HERRN Jesum Christum unverrückt! Amen.
Náð og blessun Guðs sé með öllum sem í einlægni elska Drottin Jesú Krist. Páll

< Epheser 6 >