< Psalm 105 >

1 Danket Jahwe, ruft seinen Namen an! Macht unter den Völkern seine Thaten kund!
Þakkið Drottni fyrir öll hans undursamlegu verk og segið frá þeim meðal þjóðanna.
2 Singet ihm! Lobsingt ihm! Redet von allen seinen Wundern.
Syngið fyrir hann, leikið fyrir hann og segið öllum frá máttarverkum hans.
3 Rühmt euch seines heiligen Namens; es freue sich das Herz derer, die Jahwe suchen.
Lofið og vegsamið hans heilaga nafn. Þið sem tilbiðjið Drottin, fagnið!
4 Fragt nach Jahwe und seiner Stärke, sucht beständig sein Angesicht.
Leitið hans og máttar hans, og keppið eftir að kynnast honum!
5 Gedenkt seiner Wunder, die er gethan, seiner Zeichen und der Urteilssprüche seines Mundes,
Minnist dásemdarverkanna sem hann vann fyrir okkur, sína útvöldu þjóð,
6 Nachkommen Abrahams, seine Knechte, Söhne Jakobs, seine Auserwählten!
afkomendur Abrahams og Jakobs, þjóna hans. Munið þið hvernig hann útrýmdi óvinum okkar?
7 Er, Jahwe, ist unser Gott; über die ganze Erde ergehen seine Gerichte.
Hann er Drottinn, Guð okkar. Elska hans blasir við hvar sem er í landinu.
8 Er gedenkt ewig seines Bunds, des Wortes, das er verordnet hat, auf tausend Geschlechter,
Þótt þúsund kynslóðir líði, þá gleymir hann ekki loforði sínu,
9 des Bundes, den er mit Abraham geschlossen, und seines Schwurs an Isaak.
sáttmála sínum við Abraham og Ísak.
10 Und er stellte ihn für Jakob als eine Satzung hin, als einen ewig giltigen Bund für Israel, -
Þennan sáttmála endurnýjaði hann við Jakob. Þetta er hans eilífi sáttmáli við Ísrael:
11 indem er sprach: “Dir will ich das Land Kanaan verleihen als euer erbliches Besitztum!” -
„Ég mun gefa ykkur Kanaansland að erfð.“
12 als sie noch gering an Zahl waren, gar wenige, und als Fremdlinge darin weilten.
Þetta sagði hann meðan þeir voru enn fámennir, já mjög fáir, og bjuggu sem útlendingar í landinu.
13 Und sie zogen von Volk zu Volk, von einem Königreiche zu einer anderen Nation.
Síðar dreifðust þeir meðal þjóðanna og hröktust úr einu landinu í annað.
14 Er gestattete niemandem, sie zu bedrücken, und strafte um ihretwillen Könige.
Samt leyfði hann engum að kúga þá og refsaði konungum sem það reyndu.
15 “Tastet meine Gesalbten nicht an und thut meinen Propheten kein Leid!”
„Snertið ekki við mínum útvöldu og gerið spámönnum mínum ekkert mein.“sagði hann.
16 Als er nun eine Hungersnot ins Land rief, jegliche Stütze an Brot zerbrach,
Og hann lét hungursneyð koma yfir Kanaansland og allur matur gekk til þurrðar.
17 da hatte er ihnen bereits einen vorausgesandt; Joseph war als Sklave verkauft.
Þá sendi hann Jósef í ánauð til Egyptalands, þjóð sinni til bjargar.
18 Sie hatten seine Füße in den Block gezwängt, in Eisenfesseln war er gekommen,
Þeir hlekkjuðu hann og þjáðu,
19 bis zu der Zeit, wo sein Wort eintraf, der Ausspruch Jahwes ihn bewährte.
en Guð lét hann þola eldraunina og batt að lokum enda á fangavist hans.
20 Da sandte der König hin und machte ihn los, der Völkerbeherrscher, und befreite ihn.
Og faraó sendi eftir Jósef og lét hann lausan,
21 Er machte ihn zum Herrn über sein Haus und zum Herrscher über allen seinen Besitz,
og setti hann svo yfir allar eigur sínar.
22 daß er seine Fürsten nach seinem Belieben feßle und seine Vornehmen klug mache.
Þá hafði Jósef vald til að fangelsa höfðingja og segja ráðgjöfum konungs til.
23 Und Israel kam nach Ägypten und Jakob weilte als Fremdling im Lande Hams.
Síðar kom Jakob (Ísrael) til Egyptalands og settist þar að með sonum sínum.
24 Und er machte sein Volk überaus fruchtbar und machte es zahlreicher als seine Bedränger.
Þau ár fjölgaði Ísrael mjög, já svo mjög að þeir urðu fjölmennari en Egyptar, sem réðu landinu.
25 Er wandelte ihren Sinn, sein Volk zu hassen, an seinen Knechten Arglist zu üben.
En Guð sneri hjörtum Egypta gegn Ísrael, þeir hötuðu þá og hnepptu í þrældóm.
26 Er sandte Mose, seinen Knecht, Aaron, den er erwählt hatte.
Þá útvaldi Guð Móse sem fulltrúa sinn og Aron honum til hjálpar.
27 Er verrichtete an ihnen seine Wunder und seine Zeichen am Lande Hams.
Hann gjörði tákn meðal Egypta og vakti þannig ótta hjá þeim.
28 Er sandte Finsternis und machte es finster, aber sie achteten nicht auf sein Wort.
Þeir fóru að skipun Drottins og hann sendi myrkur yfir landið,
29 Er verwandelte ihre Gewässer in Blut und ließ ihre Fische sterben.
breytti ám og vötnum í blóð svo að fiskurinn dó.
30 Ihr Land wimmelte von Fröschen in den Gemächern ihrer Könige.
Þá kom flóðbylgja af froskum – þeir voru um allt, jafnvel í svefnherbergi konungs!
31 Er gebot, da kamen Hundsfliegen, Stechmücken in ihr ganzes Gebiet.
Að skipun Móse fylltist landið af mývargi og flugum.
32 Er sandte ihnen Hagel als Regen, flammendes Feuer in ihr Land.
Í stað regns dundi banvænt hagl yfir landið og eldingar skelfdu íbúana.
33 Er schlug ihren Weinstock und ihren Feigenbaum und zerschmetterte die Bäume ihres Gebiets.
Vínviður þeirra og fíkjutré drápust, féllu brotin til jarðar.
34 Er gebot, da kamen die Heuschrecken und die Fresser ohne Zahl.
Þá bauð hann engisprettum að naga allan grænan gróður
35 Die fraßen alle Pflanzen in ihrem Land und fraßen die Frucht des Feldes.
og eyðileggja uppskeruna, – hvílík plága!
36 Er schlug alle Erstgeborenen in ihrem Lande, die Erstlinge all' ihrer Manneskraft.
Þá deyddi hann frumburðina, – elsta barn í hverri egypskri fjölskyldu – þar fór framtíðarvonin.
37 Er ließ sie ausziehen mit Silber und Gold, und es gab keinen Strauchelnden unter seinen Stämmen.
Og Drottinn leiddi sitt fólk heilu og höldnu út úr Egyptalandi, hlaðið gulli og silfri. Ekkert þeirra var veikt eða vanmáttugt.
38 Ägypten freute sich über ihren Auszug, denn es hatte sie Schrecken vor ihnen befallen.
Og Egyptar voru því fegnastir þegar Ísraelsmenn héldu á brott, því að þeir óttuðust þá.
39 Er breitete Gewölk als Decke aus und Feuer, um die Nacht zu erhellen.
Um daga breiddi Guð út ský og hlífði þeim gegn brennheitri sólinni og um nætur lýsti hann þeim leiðina með eldstólpa.
40 Sie forderten, da ließ er Wachteln kommen und sättigte sie mit Himmelsbrot.
Þeir báðu um kjöt og hann sendi þeim lynghænsni og brauð gaf hann þeim – manna, brauð frá himni.
41 Er öffnete den Felsen, da flossen Wasser, rannen in der Dürre als ein Strom.
Hann opnaði klettinn og vatnið spratt fram og varð að læk í eyðimörkinni.
42 Denn er gedachte an sein heiliges Wort, an Abraham, seinen Knecht,
Hann minntist loforðs síns til Abrahams, þjóns síns,
43 und führte sein Volk in Freuden heraus, seine Auserwählten unter Jubel.
og leiddi sitt útvalda fólk fagnandi út úr Egyptalandi.
44 Er verlieh ihnen die Länder der Heiden, und was die Völker mit Mühe erworben, das nahmen sie in Besitz,
Og hann gaf þeim lönd heiðingjanna, sem stóðu í fullum blóma með þroskaða uppskeru og þeir átu það sem aðrir höfðu sáð til.
45 damit sie seine Satzungen hielten und seine Weisungen beobachteten. Rühmet Jah!
Allt skyldi þetta hvetja Ísrael til trúfesti og hlýðni við lög Drottins. Hallelúja!

< Psalm 105 >