< Matthaeus 26 >
1 Und es geschah, da Jesus alle diese Reden beendet hatte, sagte er zu seinen Jüngern:
Þegar Jesús hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við lærisveinana:
2 ihr wisset, daß in zwei Tagen das Passa ist, und der Sohn des Menschen wird ausgeliefert zur Kreuzigung.
„Þið vitið að eftir tvo daga koma páskarnir og þá verð ég svikinn og krossfestur.“
3 Hierauf versammelten sich die Hohenpriester und Aeltesten des Volks im Hofe des Hohenpriesters mit Namen Kaiphas,
Um svipað leyti héldu prestarnir fund, ásamt öðrum embættismönnum Gyðinga, í höll Kaífasar æðsta prests.
4 und beschlossen, Jesus mit List zu greifen und ihn zu töten.
Þeir voru að bollaleggja hvernig þeir gætu handtekið Jesú svo lítið bæri á og líflátið hann.
5 Sie sagten aber: nicht am Feste, damit es keine Unruhen im Volk gibt.
„En ekki á sjálfum páskunum, því þá er svo margt aðkomufólk í borginni og hætt við óeirðum, “samþykktu þeir.
6 Als aber Jesus in Bethania war im Hause Simons des Aussätzigen,
Jesús fór til Betaníu, heim til Símonar holdsveika.
7 trat zu ihm eine Frau mit einer Alabasterflasche voll kostbarer Salbe und goß sie ihm, während er zu Tische saß, über das Haupt.
Meðan hann mataðist, kom þangað inn kona sem hélt á flösku með mjög dýrri ilmolíu, og hellti henni yfir höfuð hans.
8 Als es aber die Jünger sahen, sprachen sie ihren Unwillen aus: wozu dies so verderben?
Lærisveinarnir urðu gramir og sögðu sín á milli: „Til hvers er þessi sóun? Þetta hefði mátt selja fyrir stórfé og gefa peningana fátækum.“
9 hätte man dies doch teuer verkaufen und es den armen Leuten geben können.
10 Jesus aber, da er es merkte, sagte zu ihnen: was beschwert ihr die Frau. Hat sie doch ein gutes Werk an mir gethan.
Jesús las hugsanir þeirra og sagði: „Hví eruð þið að hryggja konuna? Hún gerði góðverk á mér.
11 Denn die Armen habt ihr allezeit bei euch, mich aber habt ihr nicht allezeit.
Þið hafið ávallt fátæka hjá ykkur, en ekki mig.
12 Denn mit dem Ausschütten dieser Salbe über meinen Leib hat sie für mein Begräbnis gesorgt.
Hún hellti ilmvatni þessu yfir mig til þess að búa líkama minn til greftrunar.
13 Wahrlich, ich sage euch: wo in aller Welt dieses Evangelium verkündet wird, da wird auch von ihrer That geredet werden zu ihrem Gedächtnis.
Hennar mun verða minnst og þess getið sem hún gerði, hvar sem fagnaðarboðskapurinn verður fluttur.“
14 Hierauf gieng einer von den Zwölfen, der mit dem namen Judas der Iskariote, hin zu den Hohenpriestern
Þá fór einn postulanna tólf, Júdas Ískaríot, til æðstu prestanna
15 und sagte: Was wollt ihr mir geben, daß ich ihn euch ausliefere? Sie aber wogen ihm dreißig Silberstücke auf.
og spurði: „Hve mikið viljið þið borga mér fyrir að koma Jesú í hendur ykkar?“Þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga.
16 Und von da an suchte er eine gute Gelegenheit ihn auszuliefern.
Upp frá því beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að svíkja Jesú í hendur þeirra.
17 Am ersten Tage aber des Ungesäuerten traten die Jünger zu Jesus und sagten: wo, willst du, daß wir dir das Passamahl richten?
Á fyrsta degi páskahátíðarinnar (Gyðingar fjarlægðu þegar allt súrdeig – gerbrauð – af heimilum sínum) komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann: „Hvar eigum við að undirbúa páskamáltíðina?“
18 Er aber sprach: gehet hin in die Stadt zu dem und dem, und sagt zu ihm: der Meister spricht: meine Zeit ist nahe, bei dir halte ich das Passa mit meinen Jüngern.
„Farið inn í borgina, “svaraði Jesús, „finnið mann nokkurn og segið við hann: „Meistari okkar segir: Minn tími er kominn. Hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.““
19 Und die Jünger thaten, wie sie Jesus angewiesen und richteten das Passa.
Lærisveinarnir gerðu eins og Jesús sagði og undirbjuggu páskamáltíðina.
20 Da es aber Abend geworden, setzte er sich nieder mit den zwölf Jüngern,
Þetta kvöld, þegar hann var sestur til borðs ásamt lærisveinunum tólf, sagði hann: „Ég veit að einn ykkar mun svíkja mig.“
21 und als sie aßen, sprach er: wahrlich, ich sage euch, einer von euch wird mich verraten.
22 Und tief bekümmert begannen sie zu ihm zu sagen, einer nach dem andern: bin doch ich es nicht, Herr?
Hryggð og ótti greip lærisveinana og þeir spurðu hver um sig: „Ekki þó ég?“Jesús svaraði:
23 Er aber antwortete: der die Hand mit mir in die Schüssel taucht, der wird mich verraten.
„Það er sá sem ég þjónaði fyrst í kvöld.“
24 Der Sohn des Menschen geht wohl dahin, wie von ihm geschrieben steht: wehe aber jenem Menschen, durch welchen der Sohn des Menschen verraten wird. Diesem Menschen wäre es besser, wenn er nicht geboren wäre.
„Ég verð að deyja eins og spáð var, en vei þeim manni sem því veldur. Betra væri honum að hann hefði aldrei fæðst.“
25 Es antwortete aber Judas, der ihn verriet, und sprach: bin doch ich es nicht, Rabbi? Sagt er zu ihm: du hast es gesagt.
Júdas sem varð til þess að svíkja hann, spurði líka: „Er það ég?“Og Jesús svaraði: „Já.“
26 Als sie aber aßen, nahm Jesus Brot, segnete und brach und gab es den Jüngern und sprach: Nehmet, esset; das ist mein Leib.
Meðan á máltíðinni stóð tók Jesús brauð, blessaði það og braut í sundur, rétti lærisveinunum og sagði: „Takið þetta og neytið, það er líkami minn.“
27 Und er nahm einen Becher, dankte und gab es ihnen mit den Worten:
Og hann tók bikar með víni, gjörði þakkir, rétti þeim og sagði: „Drekkið allir hér af,
28 trinket alle daraus, denn das ist mein Bundesblut, das für viele vergossen wird zur Sündenvergebung.
því þetta er blóð mitt, innsigli nýja sáttmálans. Því er úthellt til syndafyrirgefningar fyrir marga.
29 Ich sage euch aber, nimmermehr werde ich von jetzt an von diesem Gewächs des Weinstocks trinken, bis auf den Tag, da ich es neu trinken werde mit euch im Reiche meines Vaters.
Takið eftir þessum orðum mínum: Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en ég drekk það nýtt með ykkur í ríki föður míns.“
30 Und nach dem Lobgesange zogen sie hinaus zum Oelberge.
Þegar þeir höfðu sungið lofsöng fóru þeir út til Olíufjallsins.
31 Hierauf sagt Jesus zu ihnen: ihr werdet alle in dieser Nacht Anstoß an mir nehmen, denn es steht geschrieben: ich werde den Hirten schlagen und die Schafe der Herde werden sich zerstreuen.
Jesús sagði við þá: „Í nótt munuð þið allir yfirgefa mig. Í Ritningunni stendur að Guð muni slá hirðinn og hjörðin tvístrast.
32 Nach meiner Auferweckung aber werde ich euch nach Galiläa vorangehen.
En eftir að ég er risinn upp frá dauðum fer ég til Galíleu og hitti ykkur þar.“
33 Petrus aber antwortete ihm: wenn sich alle an dir stoßen, so werde ich mich niemals stoßen.
„Þótt allir aðrir yfirgefi þig, mun ég ekki gera það, “sagði Pétur.
34 Sagte Jesus zu ihm: wahrlich, ich sage dir: in dieser Nacht, ehe ein Hahn kräht, wirst du mich dreimal verleugnen.
Jesús svaraði: „Sannleikurinn er þó sá, að einmitt í nótt, áður en hani galar við sólarupprás, munt þú afneita mér þrisvar.“
35 Sagt Petrus zu ihm: und wenn ich mit dir sterben muß, werde ich dich nimmermehr verleugnen. Ebenso sagten auch die Jünger insgesamt.
„Fyrr mun ég deyja!“svaraði Pétur og allir hinir tóku í sama streng.
36 Hierauf geht Jesus mit ihnen in ein Grundstück Namens Gethsemane, und sagt zu den Jüngern: setzt euch hier, derweil ich fortgehe und dort bete.
Jesús fór síðan með lærisveinana inn í garð sem heitir Getsemane, og bað þá að setjast niður meðan hann færi spölkorn lengra til að biðjast fyrir.
37 Und er nahm den Petrus und die zwei Söhne Zebedäus' mit, und fieng an zu trauern und zu zagen.
Hann fékk með sér þá Pétur og bræðurna Jakob og Jóhannes Sebedeussyni. Mikill ótti og örvænting kom yfir Jesú og hann sagði:
38 Hierauf sagt er zu ihnen: Meine Seele ist tief betrübt bis zum Tod; bleibet hier und wachet mit mir.
„Sál mín er buguð af ótta og angist allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér.“
39 Und er gieng eine kleine Strecke vor, warf sich auf sein Angesicht, betete und sprach: Mein Vater, wenn es möglich ist, so möge dieser Becher an mir vorübergehen. Doch nicht wie ich will, sondern wie du.
Hann gekk lítið eitt lengra, hneig til jarðar og bað: „Faðir minn! Taktu þennan bikar frá mér ef mögulegt er, en verði þó þinn vilji en ekki minn.“
40 Und er kommt zu den Jüngern und findet sie schlafend, und sagt zu Petrus: So vermochtet ihr nicht, eine Stunde mit mir zu wachen?
Síðan kom hann aftur til lærisveinanna þriggja og fann þá sofandi. „Pétur!“kallaði hann, „gastu ekki einu sinni vakað með mér eina stund?
41 Wachet und betet, damit ihr nicht in Versuchung fallet; der Geist ist willig, aber das Fleisch ist schwach.
Vakið og biðjið, til þess að þið fallið ekki í freistni. Andinn er fús, en holdið er veikt!“
42 Wiederum zum zweitenmale entfernte er sich und betete: Mein Vater, kann er nicht vorübergehen, ohne daß ich ihn trinke, so geschehe dein Wille.
Hann fór frá þeim aftur og bað: „Faðir! Ef ekki er unnt að taka þennan bikar frá mér án þess að ég tæmi hann, þá verði þinn vilji.“
43 Und er kam und fand sie wiederum schlafend, die Augen fielen ihnen zu.
Síðan sneri hann aftur til þeirra og fann þá enn sofandi, því þeir gátu ekki haldið augunum opnum.
44 Und er verließ sie, gieng wieder hin und betete zum drittenmale, wieder mit demselben Wort.
Hann yfirgaf þá enn og baðst fyrir í þriðja sinn með sömu orðum.
45 Hierauf kommt er zu den Jüngern und sagt zu ihnen: ihr schlafet fort und ruhet? Siehe, die Stunde ist da und der Sohn des Menschen wird in Sünder-Hände ausgeliefert.
Eftir það fór hann aftur til lærisveinanna og sagði: „Sofið þið enn og hvílist? Stundin er komin! Ég hef verið svikinn í hendur vondra manna.
46 Auf, lasset uns gehen; siehe, der mich ausliefert ist da.
Standið upp, förum! Sjáið! Þarna kemur sá sem svíkur mig.“
47 Und da er noch sprach, siehe, da kam Judas, einer von den Zwölf, und mit ihm eine große Menge mit Schwertern und Stöcken, von den Hohenpriestern und Aeltesten des Volks her.
Meðan hann var enn að tala kom Júdas, einn postulana tólf, og með honum fjöldi manna, sem vopnaðir voru sverðum og bareflum. Þessa menn höfðu leiðtogar Gyðinga sent.
48 Der Verräter aber gab ihnen ein Zeichen also: den ich küsse, der ist es, den greifet:
Júdas hafði sagt þeim að handtaka þann sem hann heilsaði með kossi, því að hann væri maðurinn sem þeir vildu ná.
49 und alsbald trat er zu Jesus und sagte: sei gegrüßt Rabbi, und küßte ihn.
Júdas gekk því beint til Jesú og sagði: „Sæll, meistari!“
50 Jesus aber sagte zu ihm: Freund, wozu bist du da? Hierauf kamen sie herbei und legten Hand an Jesus und griffen ihn.
„Vinur minn, “sagði Jesús, „hvers vegna komstu hingað?“Þá gripu sendimennirnir Jesú.
51 Und siehe, einer von den Begleitern Jesus streckte seine Hand aus, zog sein Schwert, schlug nach dem Knecht des Hohenpriesters und hieb ihm das Ohr ab.
Einn lærisveina Jesú dró þá sverð úr slíðrum og hjó annað eyrað af þjóni æðsta prestsins.
52 Hierauf sagt Jesus zu ihm: stecke dein Schwert in die Scheide; denn wer zum Schwert greift, soll durch das Schwert umkommen.
„Slíðraðu sverðið!“sagði Jesús. „Þeir sem beita sverði munu falla fyrir sverði.
53 Oder meinst du, ich könne nicht meinen Vater angehen, daß er mir sogleich mehr denn zwölf Legionen Engel schickte?
Veistu ekki að ég gæti beðið föður minn um þúsundir engla okkur til varnar og hann mundi þegar í stað senda þá?
54 Wie sollten sich aber dann die Schriften erfüllen, daß es so kommen muß?
En hvernig ættu orð Biblíunnar þá að rætast?“
55 In jener Stunde sagte Jesus zu den Massen: Wie gegen einen Räuber seid ihr ausgezogen mit Schwertern und Stöcken, mich zu greifen; täglich bin ich im Tempel gesessen lehrend und ihr habt mich nicht gegriffen.
Síðan ávarpaði Jesús mennina og sagði: „Er ég hættulegur afbrotamaður, fyrst þið þurftuð að koma vopnaðir sverðum og bareflum til að handtaka mig? Ég hef gengið um á meðal ykkar og kennt daglega í musterinu en þið handtókuð mig ekki.
56 Das alles aber ist so gekommen, damit die Schriften der Propheten erfüllt werden. Hierauf verließen ihn die Jünger alle und flohen.
En þetta, sem nú er að gerast er uppfylling spádóma Biblíunnar.“Þá yfirgáfu allir lærisveinarnir hann og flúðu.
57 Die aber Jesus ergriffen hatten, führten ihn ab zu dem Hohenpriester Kaiphas, wo die Schriftgelehrten und die Aeltesten sich versammelten.
Þeir sem handtóku Jesú fóru nú með hann til bústaðar Kaífasar, æðsta prestsins, því þar voru allir leiðtogar Gyðinga saman komnir.
58 Petrus aber folgte ihm von weitem bis zum Hofe des Hohenpriesters, und gieng hinein, und setzte sich drinnen zu den Dienern, den Ausgang zu sehen.
Pétur læddist í humátt á eftir og smeygði sér inn í hallargarð æðsta prestsins og settist niður hjá þjónunum. Þar beið hann þess að sjá hvað yrði um Jesú.
59 Die Hohenpriester aber und das ganze Synedrium suchten nach falschem Zeugnis gegen Jesus, auf daß sie ihn töten könnten.
Æðstu prestarnir – og reyndar allur hæstiréttur Gyðinga – leituðu nú manna er borið gætu lognar sakir á Jesú. Ætlun þeirra var að höfða mál gegn honum og fá hann dæmdan til dauða.
60 Und sie fanden keines, obwohl viele falsche Zeugen auftraten.
En þótt þeir fyndu marga sem vildu bera falsvitni, þá bar vitnisburði þeirra ekki saman. Að lokum fundust þó tveir sem sögðu: „Þessi maður sagði: „Ég er fær um að brjóta niður musteri Guðs og reisa það aftur á þrem dögum.““
61 Zuletzt aber traten zwei auf und sagten: er hat gesagt: ich kann den Tempel Gottes abbrechen und in drei Tagen ihn wieder aufbauen.
62 Und der Hohepriester stand auf und sagte zu ihm: antwortest du nichts? was zeugen diese gegen dich?
Þá stóð æðsti presturinn upp og sagði við Jesú: „Sagðir þú þetta? Svaraðu! Já, eða nei!“
63 Jesus aber schwieg. Und der Hohepriester nahm das Wort und sagte zu ihm: ich beschwöre dich bei dem lebendigen Gott, daß du uns sagest, ob du der Christus bist, der Sohn Gottes.
Jesús þagði. Þá hélt æðsti presturinn áfram og sagði: „Ég krefst þess í nafni hins lifandi Guðs, að þú svarir eftirfarandi spurningu: Heldur þú því fram að þú sért Kristur, Guðssonurinn?“
64 Sagt Jesus zu ihm: du hast es gesagt. Doch ich sage euch: demnächst werdet ihr sehen den Sohn des Menschen sitzen zur Rechten der Macht und kommen auf den Wolken des Himmels.
„Já, ég er hann og þú munt síðar sjá mig, Krist, sitja við hægri hönd Guðs og koma á skýjum himinsins, “svaraði Jesús.
65 Hierauf zerriß der Hohepriester seine Kleider und sagte: er hat gelästert, was brauchen wir noch Zeugen? siehe, jetzt habt ihr die Lästerung gehört;
Þá reif æðsti presturinn klæði sín og hrópaði: „Guðlast! Nú þurfum við ekki frekar vitnanna við. Þið heyrðuð hann allir segja það! Hver er nú dómur ykkar?“Þeir hrópuðu: „Hann skal deyja!“
66 was dünket euch? Sie aber antworteten: er ist des Todes schuldig.
67 Hierauf spien sie ihm ins Gesicht und schlugen ihn mit Fäusten, andere mit Stöcken,
Síðan hræktu þeir í andlit hans og slógu með prikum og sögðu:
68 und sagten: weissage uns doch, Christus, wer ists der dich schlug?
„Kristur! Gettu hver sló þig núna?“
69 Petrus aber saß draußen im Hof, und es trat eine Magd zu ihm und sagte: du warst auch mit dem Galiläer Jesus.
Á meðan þetta fór fram sat Pétur úti í hallargarðinum. Þá kom til hans stúlka og sagði: „Þú varst líka með Jesú og þið eruð báðir frá Galíleu.“
70 Er aber leugnete vor allen und sagte: ich weiß nicht, was du meinst.
Þessu neitaði Pétur svo allir heyrðu og hrópaði reiðilega: „Ég veit ekki um hvað þú ert að tala!“
71 Da er aber hinausgieng in die Thorhalle, sah ihn eine andere und sagte zu den Leuten daselbst: dieser war bei dem Nazoräer Jesus;
Seinna tók önnur stúlka eftir honum úti við hliðið og sagði við nærstadda: „Þessi maður var með Jesú frá Nasaret.“
72 und abermals leugnete er mit einem Schwur ab: ich kenne den Menschen nicht.
Pétur sór og sárt við lagði: „Ég þekki alls ekki manninn.“
73 Bald darauf aber traten die Umstehenden herzu und sagten zu Petrus: du bist wahrhaftig auch einer von ihnen; verrät dich doch schon deine Sprache.
Stuttu seinna komu þeir, sem þarna stóðu, til Péturs og sögðu: „Við vitum vel að þú ert einn af lærisveinum hans, því við heyrum á málfari þínu að þú ert frá Galíleu.“
74 Hierauf hob er an, sich zu verfluchen und zu verschwören: ich kenne den Menschen nicht; und alsbald krähte ein Hahn.
Þá tók Pétur að blóta og sverja og sagði: „Ég þekki alls ekki þennan mann!“Og um leið og hann sleppti orðinu gól hani. Þá minntist Pétur orða Jesú:
75 Und Petrus gedachte des Wortes, das Jesus gesprochen: ehe ein Hahn kräht, wirst du mich dreimal verleugnen, und gieng hinaus und weinte bitterlich.
„Áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér.“Og hann gekk út fyrir og grét sárt.