< Apostelgeschichte 13 >
1 Es waren aber in Antiochia bei der Gemeinde daselbst Propheten und Lehrer als: Barnabas, und Simeon genannt Niger, und Lucius von Kyrene, sowie Manaen der Spielgenosse des Tetrachen Herodes, und Saulus.
Meðal predikara og kennara í söfnuðinum í Antíokkíu voru þessir: Barnabas, Símeon (einnig kallaður Niger eða „svarti maðurinn“), Lúkíus (frá Kýrene), Manaen (uppeldisbróðir Heródesar konungs) og Páll.
2 Da aber dieselben dem Herrn Gottesdienst hielten und fasteten, sprach der heilige Geist: bestellet mir den Barnabas und Saulus zu dem Werke, zu dem ich sie berufen.
Dag einn, þegar menn þessir tilbáðu Guð og föstuðu, sagði heilagur andi: „Takið Barnabas og Pál frá til þess verkefnis sem ég hef ætlað þeim.“
3 Hierauf fasteten sie und beteten, und legten ihnen die Hände auf und fertigten sie ab.
Eftir enn frekari föstu og bæn lögðu þeir hendur yfir þá og sendu þá af stað.
4 Die also vom heiligen Geiste ausgesandten gingen hinunter nach Seleukia, und von da schifften sie nach Kypros, und kamen nach Salamis.
Samkvæmt ábendingu heilags anda fóru þeir til Selevkíu og sigldu þaðan til Kýpur.
5 In Salamis angekommen verkündeten sie das Wort Gottes in den Synagogen der Juden. Sie hatten aber auch Johannes als Diener.
Í borginni Salamis predikuðu þeir í samkomuhúsi Gyðinganna. Jóhannes Markús var aðstoðarmaður þeirra í þessari ferð.
6 Da sie aber die ganze Insel bis Paphos durchzogen, fanden sie einen jüdischen Zauberer und Lügenpropheten mit Namen Barjesus,
Síðan fóru þeir um alla eyjuna og predikuðu í hverjum bænum á fætur öðrum þar til þeir komu loks til Pafos. Þar hittu þeir Gyðing, falsspámann, sem fékkst við galdra. Hét hann Barjesús. Hann hafði komið sér vel við landstjórann, Sergíus Pál, sem var greindur maður og hafði skilning á ýmsu. Landstjórinn bauð Barnabasi og Páli til sín, því að hann langaði til að heyra boðskapinn frá Guði.
7 der sich in der Umgebung des Proconsuls Sergius Paulus, eines einsichtsvollen Mannes, aufhielt. Dieser ließ Barnabas und Saulus kommen, und verlangte das Wort Gottes zu hören.
8 Aber Elymas, der Zauberer - so heißt sein Name übersetzt - wirkte gegen sie, und suchte den Proconsul vom Glauben abzuhalten.
Töframaðurinn Elýmas (en það var hið gríska nafn hans) reyndi að trufla fundinn. Hann hvatti landstjórann til að taka ekki mark á orðum Páls og Barnabasar og reyndi þannig að koma í veg fyrir að hann tæki trú á Drottin,
9 Saulus aber, der auch Paulus heißt, erfüllt von heiligem Geist blickte ihn an
Þá hvessti Páll augun á töframanninn og sagði fylltur heilögum anda:
10 und sprach: o du, voll alles Trugs und alles Frevels, Sohn des Teufels, Feind aller Gerechtigkeit, willst du nicht aufhören, die geraden Wege des Herrn zu verwirren?
„Þú sonur Satans, þú ert fullur af svikum og óþokkaskap, óvinur alls sem gott er. Hvenær ætlar þú að hætta andstöðu þinni gegn Drottni?
11 Und nun: des Herrn Hand über dich! und du sollst blind sein und die Sonne nicht sehen auf eine Zeit. Und alsbald kam über ihn Nebel und Finsternis, und er schritt und suchte herum nach jemand, der ihn an der Hand führe.
Nú mun Drottinn refsa þér og þú verður blindur um tíma.“Þegar í stað tók sjón töframannsins að dvína og eftir stutta stund var hann orðinn algjörlega blindur. Hann ráfaði um og sárbað viðstadda að leiða sig.
12 Hierauf wurde der Proconsul, der den Vorfall sah, gläubig, betroffen über die Lehre des Herrn.
Þegar landstjórinn sá hvað gerðist, tók hann trú og undraðist kraftinn sem fylgdi boðskap Guðs.
13 Von Paphos aber schiffte sich die Gesellschaft des Paulus ein, und kam nach Perge in Pamphylien; Johannes aber trennte sich von ihnen und gieng zurück nach Jerusalem.
Eftir þetta fóru Páll og félagar hans með skipi frá Pafos yfir til hafnarborgarinnar Perge í Litlu-Asíu. Þar yfirgaf Jóhannes þá og fór heim til Jerúsalem,
14 Sie aber wanderten von Perge weiter nach Antiochia in Pisidia, und giengen in die Synagoge am Sabbattage und setzten sich.
en Barnabas og Páll héldu áfram til Antíokkíu, sem var borg í héraðinu Pisidíu. Á helgideginum fóru þeir í samkomuhús Gyðinga til að vera við guðsþjónustu.
15 Nach der Verlesung von Gesetz und Propheten aber ließen ihnen die Synagogenvorsteher ausrichten: ihr Männer und Brüder, wenn ihr ein Wort wisset des Zuspruchs für das Volk, so redet.
Þegar lokið var venjulegum lestri úr ritum Móse og spámannanna, lét sá sem annaðist guðsþjónustuna senda þeim þessi skilaboð: „Bræður, ef þið hafið eitthvað að segja til uppbyggingar, leyfið okkur þá að heyra.“
16 Paulus aber stand auf, und winkte mit der Hand und sprach: Ihr, israelitische Männer, und ihr die ihr zur Furcht Gottes haltet, höret!
Páll stóð upp, heilsaði og sagði: „Ísraelsmenn og þið aðrir sem tignið Guð. Fyrst langar mig að rifja upp smákafla úr sögu þjóðar okkar.
17 Der Gott dieses Volkes Israel hat unsere Väter erwählt, und das Volk erhört in der Fremde im Land Aegypten und hat sie mit erhobenem Arm von da herausgeführt,
Guð Ísraelsþjóðarinnar útvaldi forfeður okkar og hóf þá til virðingar í Egyptalandi með því að losa þá úr ánauðinni þar, á undursamlegan hátt.
18 und hat sie gegen vierzig Jahre gehegt in der Wüste,
Síðan annaðist hann þá þau fjörutíu ár sem þeir voru á ferli um eyðimörkina,
19 hat sieben Völker vernichtet im Lande Kanaan, und ihnen das Land derselben zum Erbe gegeben,
útrýmdi sjö þjóðum í Kanaanslandi og gaf Ísraelsmönnum land þeirra til ævinlegrar eignar. Eftir það ríktu dómararnir í um 450 ár en svo kom Samúel spámaður.
20 in ungefähr vierhundert und fünfzig Jahren, und hat ihnen hernach Richter gegeben bis zu dem Propheten Samuel.
21 Und hierauf begehrten sie einen König, und Gott gab ihnen Saul, den Sohn des Kis, einen Mann aus dem Stamm Benjamin, vierzig Jahre lang.
Þá bað þjóðin Guð um konung og hann gaf þeim Sál Kísson, mann af Benjamínsætt, og hann ríkti í fjörutíu ár.
22 Und nachdem er ihn abgesetzt, erweckte er ihnen David zum König, dem er auch das Zeugnis gab: ich habe gefunden David, den Sohn des Jessai, einen Mann nach meinem Herzen, der allen meinen Willen thun wird.
En Guð setti hann af og gerði Davíð að konungi í hans stað. Guð sagði um Davíð: „Davíð Ísaíson er maður mér að skapi, því að hann mun hlýða mér.“
23 Von dessen Samen hat Gott nach der Verheißung Israel zugeführt als Heiland Jesus,
Einn af afkomendum Davíðs er Jesús, og hann er frelsarinn, sem Guð hafði lofað að gefa Ísrael.
24 nachdem zuvor Johannes vor seinem Auftreten her die Taufe der Buße dem ganzen Volk Israel verkündet hatte.
En áður en Jesús kom, boðaði Jóhannes skírari að allir í Ísrael þyrftu að snúa sér frá syndum sínum og til Guðs.
25 Wie aber Johannes seinen Lauf erfüllte, sprach er: was meint ihr, daß ich sei? Ich bin es nicht, sondern siehe nach mir kommt, dem ich nicht würdig bin die Sandale zu lösen.
Um líkt leyti og Jóhannes var að ljúka köllunarverki sínu, spurði hann: „Haldið þið að ég sé Kristur? Nei! En hann kemur fyrr en varir og ég er lítils virði samanborið við hann.“
26 Männer und Brüder, ihr vom Geschlecht Abrahams und ihr unter den Anwesenden die ihr zur Gottesfurcht haltet, euch ward dieses Wort von diesem Heil entboten.
Bræður! – synir Abrahams og þið aðrir sem tignið Guð – þetta hjálpræði er fyrir okkur öll!
27 Denn die Bewohner von Jerusalem und ihre Oberen haben diesen nicht erkannt, und haben die Sprüche der Propheten, die jeden Sabbat gelesen werden, erfüllt, indem sie Gericht hielten,
Gyðingarnir í Jerúsalem og leiðtogar þeirra þekktu hann ekki og skildu ekki að hann væri sá, sem spámennirnir höfðu ritað um, enda þótt þeir heyrðu lesið úr ritum spámannanna á hverjum helgidegi. Þeir tóku hann af lífi og uppfylltu þar með spádómana.
28 und, obwohl sie keine Ursache des Todes fanden, von Pilatus verlangten ihn hinzurichten
Þeir höfðu enga ástæðu til að lífláta hann en samt sem áður heimtuðu þeir að hann yrði deyddur.
29 Wie sie aber alles vollbracht hatten, was über ihn geschrieben steht, nahmen sie ihn herunter vom Holz, und legten ihn ins Grab.
Þegar þeir höfðu uppfyllt alla spádómana um dauða hans, var hann tekinn af krossinum og lagður í gröf.
30 Gott aber erweckte ihn von den Toten.
En Guð reisti hann upp frá dauðum!
31 Da erschien er mehrere Tage hindurch denen, die mit ihm von Galiläa nach Jerusalem heraufgekommen waren, die denn jetzt für ihn Zeugen sind beim Volke.
Mennirnir, sem höfðu orðið honum samferða frá Galíleu til Jerúsalem, sáu hann oftsinnis næstu daga á eftir og nú eru þessir menn vottar hans meðal þjóðarinnar.
32 Und wir bringen euch die frohe Botschaft von der Verheißung, die den Vätern zu teil ward,
Við Barnabas erum hingað komnir til að flytja ykkur þær gleðifréttir, að fyrirheit Guðs, sem hann gaf forfeðrum okkar, hafa ræst á okkar dögum, er hann reisti Jesú upp frá dauðum. Um þetta fjallar annar sálmurinn en þar stendur svo um Jesú: „Þú ert sonur minn, ég gat þig í dag.“
33 daß Gott sie erfüllt hat für die Kinder, indem er uns Jesus aufstellte, wie auch im ersten Psalm geschrieben steht: du bist mein Sohn; heute habe ich dich gezeugt.
34 Daß er ihn aber von den Toten auferweckt hat, um nicht mehr in die Verwesung dahin zu gehen, hat er so ausgedrückt: ich gebe euch das bewährte Heiligtum Davids,
Guð hafði einmitt heitið því að reisa hann frá dauðum, svo hann þyrfti aldrei að deyja upp frá því. Þannig stendur um þetta í Biblíunni: „Ég mun láta hin heilögu og órjúfanlegu loforð, sem ég gaf Davíð, rætast á meðal ykkar.“
35 weshalb es auch anderwärts heißt: du wirst deinen Heiligen nicht die Verwesung sehen lassen.
Í enn öðrum sálmi skýrir hann þetta nánar og segir: „Guð mun ekki láta sinn heilaga verða rotnun að bráð.“
36 David, nachdem er zu seiner Zeit dem Willen Gottes gedient hat, ist ja entschlafen, und zu seinen Vätern versammelt, und hat die Verwesung gesehen.
Þessi orð áttu ekki við Davíð, því að hann dó, var lagður í gröf og líkami hans rotnaði, þegar hann hafði þjónað kynslóð sinni eins lengi og Guð vildi.
37 Der aber, den Gott auferweckte, hat keine Verwesung gesehen.
Nei, þessi orð áttu við annan – þann sem Guð vakti upp frá dauðum og ekki rotnaði líkami hans.
38 So sei es nun euch kund, ihr Männer und Brüder, daß durch diesen euch Vergebung der Sünden verkündigt wird; von allem, wovon ihr durch das Gesetz Moses nicht losgesprochen werden konntet,
Vinir, takið eftir! Hjá þessum manni, Jesú, getið þið fengið fyrirgefningu synda ykkar.
39 wird in diesem jeder, der glaubt, losgesprochen.
Hver sá, sem trúir á hann, fær fyrirgefningu allra synda sinna og verður réttlátur – saklaus – í augum Guðs – nokkuð sem lög Gyðinga gátu aldrei komið til leiðar.
40 So sehet nun zu, daß es nicht dazu komme, wie in den Propheten gesagt ist:
Gætið ykkar! Látið ekki orð spámannanna rætast á ykkur er þeir sögðu:
41 Sehet, ihr Verächter, wundert euch und vergehet; denn ich vollbringe ein Werk in euren Tagen, ein Werk, das ihr nimmermehr glauben würdet, wenn man es euch beschreiben wollte.
„Þið sem hallmælið sannleikanum, takið eftir: Það er úti um ykkur, því að á ykkar dögum mun ég vinna verk, sem þið munduð alls ekki trúa, þótt einhver segði ykkur frá því.““
42 Da sie aber hinausgiengen, bat man sie, auf den nächsten Sabbat von diesen Dingen zu reden.
Þegar fólkið yfirgaf samkomuhúsið þennan dag, bað það Pál að koma þangað aftur eftir viku.
43 Als dann die Synagoge sich auflöste, folgten viele von den Juden und den gottesfürchtigen Proselyten dem Paulus und dem Barnabas, und diese sprachen ihnen zu und gewannen sie, sich der Gnade Gottes anzuschließen.
Margir Gyðingar og guðræknir heiðingjar, sem sóttu guðsþjónustur í samkomuhúsinu, fylgdu Páli og Barnabasi niður götuna og hlustuðu á hvatningu þeirra að taka á móti miskunn Guðs, sem þeim stæði til boða.
44 Am folgenden Sabbat aber versammelte sich fast die ganze Stadt, das Wort Gottes zu hören.
Að viku liðinni kom nær allur bærinn saman til að hlusta á þá predika Guðs orð.
45 Als aber die Juden die Massen sahen, wurden sie voll Neids, und widersprachen den Reden des Paulus und lästerten.
Þegar leiðtogar Gyðinga sáu allt fólkið, sem flest var heiðingjar, urðu þeir mjög gramir og formæltu Páli og öllu því sem hann hafði að segja.
46 Paulus und Barnabas aber erklärten zuversichtlich: euch zuerst mußte das Wort Gottes verkündet werden. Nachdem ihr es aber von euch stoßet, und euch des ewigen Lebens nicht würdig achtet, siehe, so wenden wir uns zu den Heiden. (aiōnios )
Þá sögðu Páll og Barnabas ákveðnir: „Rétt var að þið Gyðingarnir fengjuð fyrst að heyra þennan fagnaðarboðskap, en fyrst þið hafnið honum og sýnið þar með að þið séuð ekki verðir eilífs lífs, þá munum við snúa okkur til heiðingjanna. (aiōnios )
47 Denn so hat uns der Herr aufgetragen: ich habe dich gesetzt zum Licht den Heiden, zum Heil zu sein bis zum Ende der Erde.
Það var einmitt skipun Drottins, þegar hann sagði: „Ég hef sett þig til að vera ljós heiðinna þjóða og flytja hjálpræðið til ystu endimarka jarðarinnar.““
48 Die Heiden aber hörten, freuten sich, und priesen das Wort Gottes, und wurden gläubig, soviel ihrer zum ewigen Leben verordnet waren. (aiōnios )
Þegar heiðingjarnir heyrðu þetta urðu þeir mjög glaðir og tóku fegins hendi við boðskap Páls. Allir þeir, sem vildu eignast eilíft líf, tóku trú, (aiōnios )
49 Das Wort des Herrn aber wurde durch das ganze Land getragen.
og eftir það breiddist orð Guðs um allt héraðið.
50 Die Juden aber stachelten die vornehmen Frauen, die zur Gottesfurcht hielten, auf, nebst den ersten Männern der Stadt, und erregten eine Verfolgung gegen Paulus und Barnabas, und sie vertrieben sie aus ihrem Gebiete.
En leiðtogar Gyðinga æstu upp guðræknar konur og fyrirmenn bæjarins, vöktu þannig múgæsingu gegn Páli og Barnabasi og hröktu þá út fyrir bæinn.
51 Sie aber schüttelten den Staub der Füße über sie, und giengen nach Ikonium,
Þá hristu Páll og Barnabas rykið af fótum sér – til vitnis gegn borginni og lögðu af stað til bæjarins Íkóníum,
52 und die Jünger wurden voll Freude und heiligen Geistes.
en þeir sem trú höfðu tekið, fylltust gleði og heilögum anda.