< Psalm 77 >

1 Dem Vorsänger, für Jeduthun. Von Asaph, ein Psalm. Meine Stimme ist zu Gott, und ich will schreien; meine Stimme ist zu Gott, und er wird mir Gehör schenken.
Ég ákalla Drottin. Ég hrópa og kalla til hans. Ó, að hann vildi hlusta!
2 Am Tage meiner Drangsal suchte ich den Herrn; meine Hand war des Nachts ausgestreckt und ließ nicht ab; meine Seele weigerte sich getröstet zu werden.
Ég er í miklum vanda og þarfnast mjög hjálpar hans. Alla nóttina er ég á bæn, ég lyfti höndum til himins, – ég bið og bið. Ég mun ekki eiga glaðan dag fyrr en Drottinn hefur hjálpað mér.
3 Ich gedachte Gottes, und ich stöhnte; ich sann nach, und mein Geist ermattete. (Sela)
Ég hugsa um Guð, mikið þrái ég hjálp hans!
4 Du hieltest fest die Lider meiner Augen; ich war voll Unruhe und redete nicht.
Drottinn, mér mun ekki koma dúr á auga fyrr en þú hefur hjálpað mér. Ég er við það að gefast upp, jafnvel bænin er mér erfið.
5 Ich durchdachte die Tage vor alters, die Jahre der Urzeit.
Góðar minningar liðinna ára leita sífellt á huga minn.
6 Ich gedachte meines Saitenspiels in der Nacht; ich sann nach in meinem Herzen, und es forschte mein Geist.
Þá sungum við gleðiljóð langt fram á kvöld! Ég velti þessu fyrir mér, íhuga hve allt hefur breyst.
7 Wird der Herr auf ewig verwerfen, und hinfort keine Gunst mehr erweisen?
Hefur Drottinn hafnað mér fyrir fullt og allt? Mun hann ekki miskunna mér framar?
8 Ist zu Ende seine Güte für immer? Hat das Wort aufgehört von Geschlecht zu Geschlecht?
Elskar hann mig ekki lengur og er umhyggja hans búin fyrir fullt og allt? Gekk hann á bak orða sinna?
9 Hat Gott vergessen gnädig zu sein? Hat er im Zorn verschlossen seine Erbarmungen? (Sela)
Gleymdi hann miskunn sinni við mig, vesalinginn? Hefur hann í reiðikasti lokað dyrum kærleika síns?
10 Da sprach ich: Das ist mein Kranksein. Der Jahre der Rechten des Höchsten,
„Þetta eru örlög mín, “sagði ég, „blessun Guðs hefur snúist í bölvun.“
11 will ich gedenken, der Taten des Jah; denn deiner Wunder von alters her will ich gedenken;
Ég renni huganum yfir alla þá blessun sem ég hef notið frá Guði.
12 und ich will nachdenken über all dein Tun, und über deine Taten will ich sinnen.
Sú gæfa gleymist seint! – Já, hún líður mér aldrei úr minni!
13 Gott! Dein Weg ist im Heiligtum; wer ist ein großer Gott wie Gott?
Guð minn, þínir vegir eru heilagir. Hvar skyldi aðra eins að finna?
14 Du bist der Gott, der Wunder tut, du hast deine Stärke kundwerden lassen unter den Völkern.
Þú ert Guð undra og tákna. Stórvirki þín blasa við augum.
15 Du hast dein Volk erlöst mit erhobenem Arm, die Söhne Jakobs und Josephs. (Sela)
Með þinni voldugu hendi bjargaðir þú sonum Jakobs og Jósefs.
16 Dich sahen die Wasser, o Gott, dich sahen die Wasser: sie bebten; ja, es erzitterten die Tiefen.
Þegar Rauðahafið sá þig, ókyrrðist það! Jafnvel djúpið skalf af ótta!
17 Die Wolken ergossen Wasser; das Gewölk ließ eine Stimme erschallen, und deine Pfeile fuhren hin und her.
Það varð skýfall og þrumur bergmáluðu um himininn. Elding leiftraði.
18 Die Stimme deines Donners war im Wirbelwind, Blitze erleuchteten den Erdkreis; es zitterte und bebte die Erde.
Þrumurnar tjáðu reiði þína og eldingarnar lýstu upp jörðina!
19 Im Meere ist dein Weg, und deine Pfade in großen Wassern, und deine Fußstapfen sind nicht bekannt.
Þú lagðir veg gegnum hafið – veg sem enginn þekkti áður!
20 Du hast dein Volk geleitet wie eine Herde durch die Hand Moses und Aarons.
Þú leiddir fólk þitt þessa leið eins og fjárhóp, undir leiðsögn Móse og Arons.

< Psalm 77 >