< Matthieu 12 >
1 En ce temps-là Jésus fit route le jour du sabbat à travers les champs de blé. Or ses disciples eurent faim, et ils se mirent à arracher des épis et à manger.
Um þetta leyti gekk Jesús á helgidegi yfir kornakur ásamt lærisveinum sínum. Lærisveinarnir voru svangir, svo að þeir týndu nokkur hveitiöx og átu kornið sem í þeim var.
2 Mais les pharisiens l'ayant vu lui dirent: « Voici, tes disciples font ce qu'il n'est pas permis de faire un jour de sabbat. »
Farísear sem þar voru og sáu til þeirra, sögðu við Jesú: „Sérðu ekki að lærisveinar þínir eru að brjóta lögin? Þetta er bannað að gera á helgidegi!“
3 Mais il leur dit: « N'avez-vous pas lu ce que fit David, quand il eut faim, ainsi que ceux qui étaient avec lui?
En Jesús svaraði þeim: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð konungur gerði þegar hann og menn hans fundu til hungurs?
4 Comment il entra dans la maison de Dieu, et comment ils mangèrent les pains de proposition qu'il ne lui était pas permis de manger, non plus qu'à ceux qui étaient avec lui, mais aux prêtres seuls?
Hann fór inn í guðshús ásamt mönnum sínum og át brauðið sem prestunum einum var heimilt að borða. Það var einnig lagabrot.
5 Ou bien n'avez-vous pas lu dans la loi que, le jour du sabbat, les prêtres dans le temple profanent le sabbat sans se rendre coupables?
Hafið þið aldrei lesið í lögum Móse að prestarnir, sem gegna þjónustu í musterinu, verða að vinna störf sín á helgidögum jafnt sem aðra daga.
6 Or je vous déclare qu'il y a ici quelque chose de plus grand que le temple.
Ég segi: Hér á í hlut sá sem er meiri en musterið.
7 Mais si vous saviez ce que signifie: Je veux la miséricorde et non le sacrifice, vous n'auriez pas condamné ceux qui ne sont pas coupables;
Þið hefðuð ekki dæmt þessa saklausu menn, ef þið skilduð hvað þessi orð þýða: „Miskunnsemi met ég meira en fórn“.
8 car le fils de l'homme est maître du sabbat. »
Ég, Kristur, er herra hvíldardagsins.“
9 Et, s'étant éloigné de là, il vint dans leur synagogue.
Jesús lagði nú leið sína til samkomuhússins.
10 Et voici, il s'y trouvait un homme qui avait une main sèche. Et ils lui demandèrent: « Est-il permis d'opérer une guérison le jour du sabbat? » C'était afin de pouvoir l'accuser.
Þar var staddur maður með bæklaða hönd. Farísearnir spurðu Jesú: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?“(Þeir vonuðu auðvitað að hann mundi svara „já“svo að þeir hefðu tilefni til að handtaka hann.)
11 Mais il leur dit: « Quel sera l'homme d'entre vous qui possédera une seule brebis, et si celle-ci vient à tomber le jour du sabbat dans un fossé, est-ce qu'il ne la saisira pas et ne l'en retirera pas?
Hann svaraði: „Ef einhver ætti aðeins eina kind og hún félli í skurð á helgidegi, mundi hann þá ekki leggja það á sig að bjarga henni þótt helgidagur væri? Auðvitað!
12 Combien donc un homme ne vaut-il pas plus qu'une brebis! En sorte qu'il est permis de bien faire le jour du sabbat. »
Og er maður ekki meira virði en sauðkind? Þar af leiðir: Það er leyfilegt að vinna góð verk á helgidegi.“
13 Alors il dit à cet homme: « Étends ta main; » et il l'étendit, et elle redevint saine comme l'autre.
Síðan sagði hann við manninn: „Réttu fram hönd þína.“Maðurinn gerði það og um leið varð hönd hans heil!
14 Or les pharisiens étant sortis tinrent conseil contre lui afin de le faire périr.
Farísearnir skutu þegar á fundi og gerðu samsæri um að handtaka Jesú og lífláta hann.
15 Mais Jésus l'ayant su s'éloigna de là, et beaucoup de gens le suivirent, et ils les guérit tous,
Jesús vissi um áform þeirra og yfirgaf því samkomuhúsið, og fóru margir með honum. Hann læknaði alla sem sjúkir voru meðal þeirra,
16 et il leur adressa des remontrances pour qu'ils ne le fissent pas connaître; —
en varaði þá jafnframt við að bera út fréttir um kraftaverk hans.
17 afin que fût accompli ce dont il a été parlé par l'entremise d'Ésaïe le prophète lorsqu'il dit:
Þar með rættist spádómur Jesaja um hann:
18 « Voici Mon serviteur que J'ai choisi, Mon bien-aimé en qui Mon âme a pris plaisir. Je mettrai Mon esprit sur lui, et il dénoncera le jugement aux nations.
„Takið eftir þjóni mínum, sem ég hef útvalið! Ég elska hann og hef yndi af honum. Ég mun gefa honum anda minn og hann mun dæma þjóðirnar.
19 Il ne contestera ni ne criera point, et personne n'entendra sa voix dans les rues.
Hann beitir engan ofríki og fer ekki með háreysti.
20 Il ne brisera point le roseau froissé, et il n'éteindra point le lumignon fumant, jusques à ce qu'il ait fait triompher le jugement,
Hann brýtur ekki hið veika strá og ógnar ekki hinu ístöðulitla. Sigur hans mun stöðva allt misrétti og ranglæti
21 et les nations espéreront en son nom. »
og á hann munu þjóðirnar treysta.“
22 Alors on lui amena un démoniaque aveugle et muet, et il le guérit, en sorte que ce muet parlait et voyait,
Þá var komið til hans með mann sem var bæði blindur og mállaus og þjáðist af illum anda. Jesús læknaði manninn og hann fékk bæði sjón og mál á ný.
23 et toute la foule fut stupéfaite, et elle disait: « Cet homme n'est-il point le fils de David? »
Þá hrópaði fólkið: „Getur verið að þessi Jesús sé Kristur?!“
24 Mais les pharisiens l'ayant entendu dirent: « Cet homme ne chasse les démons que grâce à Béézéboul, chef des démons. » Mais connaissant leurs pensées, il leur dit:
Þegar farísearnir heyrðu um kraftaverkið sögðu þeir: „Hann rekur út illa anda með aðstoð Satans, foringja illu andanna.“
25 « Tout royaume divisé contre lui-même est dévasté, et toute ville ou toute famille divisée contre elle-même ne subsistera pas.
Jesús skynjaði hugsanir þeirra og sagði: „Ríki sem er sundrað hlýtur að leggjast í auðn. Borg eða heimili, þar sem allt logar í ófriði, fær ekki staðist.
26 Et si Satan chasse Satan, il a été divisé contre lui-même; comment donc son royaume subsistera-t-il?
Ef Satan rekur Satan út, er hann að berjast gegn sjálfum sér og sundra ríki sínu. Ef ég beiti valdi Satans til að reka út illa anda,
27 Et si, moi, c'est grâce à Béézéboul que je chasse les démons, vos fils, grâce à qui les chassent ils? C'est pourquoi ce sont eux qui seront vos juges.
með hvaða krafti rekur þá ykkar fólk þá út? Svari það ásökun ykkar!
28 Mais, si c'est grâce à l'esprit de Dieu que moi je chasse les démons, le royaume de Dieu est donc parvenu jusques à vous.
En ef ég rek illa anda út með mætti Guðs, þá er ríki hans komið á meðal ykkar.
29 Ou bien, comment quelqu'un peut-il entrer dans la maison de l'homme fort et piller ses biens, s'il n'a pas premièrement garrotté l'homme fort, et alors il pillera sa maison?
Enginn kemst inn í hús voldugs manns og rænir eigum hans nema binda hann fyrst. Eins er með ríki Satans, sé hann bundinn er hægt að reka illu andana út.
30 Celui qui n'est pas avec moi est contre moi, et celui qui ne rassemble pas avec moi disperse.
Sá sem ekki vinnur með mér vinnur gegn mér.
31 C'est pourquoi je vous le déclare: tout péché et tout blasphème vous sera pardonné à vous autres hommes, mais le blasphème contre l'esprit ne sera point pardonné.
Háð gegn mér er unnt að fyrirgefa og einnig allar aðrar syndir, nema eina: Lastmæli gegn heilögum anda verður aldrei fyrirgefið,
32 Et celui qui aura parlé contre le fils de l'homme, il lui sera pardonné, mais celui qui aura parlé contre l'esprit saint, il ne lui sera certainement pas pardonné, ni dans ce temps-ci, ni dans le temps à venir. (aiōn )
hvorki í þessum heimi né hinum komandi. (aiōn )
33 Ou bien admettez que l'arbre est bon et que son fruit est bon, ou bien admettez que l'arbre est pourri et que son fruit est pourri; car c'est au fruit que se connaît l'arbre.
Tré þekkist af ávexti sínum. Tré af valinni tegund ber góðan ávöxt, en léleg tegund vondan ávöxt.
34 Engeance de vipères, comment pouvez-vous, méchants comme vous êtes, dire de bonnes choses? Car c'est par ce qui déborde du cœur, que la bouche parle.
Þið höggormsafkvæmi! Hvernig ættu vondir menn eins og þið að geta talað máli góðsemi og réttlætis? Hugarfar mannsins ákveður orð hans.
35 L'homme bon tire de son bon trésor de bonnes choses, et l'homme mauvais tire de son mauvais trésor de mauvaises choses.
Góður maður ber vitni um gott innræti með orðum sínum, en vondur maður tjáir illt innræti með tali sínu.
36 Mais je vous déclare que toute parole oiseuse que diront les hommes, ils en rendront compte au jour du jugement;
Eitt er víst: Á degi dómsins verðið þið að gera grein fyrir hverju ónytjuorði sem þið hafið sagt.
37 car par tes paroles tu seras justifié, et par tes paroles tu seras condamné. »
Orð þau, sem þið mælið nú, ákveða örlög ykkar þá. Annað hvort munu þau sýkna ykkur eða sakfella.“
38 Alors quelques-uns des scribes s'adressèrent à lui, en disant: « Maître, nous voulons voir un signe dont tu sois l'auteur. »
Þá svöruðu nokkrir fræðimenn og farísear honum og sögðu: „Sýndu okkur kraftaverk.“Með kraftaverkinu átti Jesús að sanna að hann væri Kristur.
39 Mais il leur répliqua: « Une génération méchante et adultère réclame un signe, et il ne lui sera donné d'autre signe que le signe de Jonas le prophète.
Jesús svaraði: „Aðeins vont og vantrúað fólk heimtar slíkar sannanir. Reynsla Jónasar spámanns á að vera ykkur nægileg sönnun. Jónas var þrjá sólarhringa í stórfiskinum, og ég, Kristur, mun sömuleiðis verða þrjá daga í skauti jarðarinnar.
40 Car de même que Jonas fut dans le ventre de la baleine trois jours et trois nuits, de même le fils de l'homme sera dans le cœur de la terre trois jours et trois nuits.
41 Les hommes de Ninive ressusciteront lors du jugement avec cette génération, et ils la condamneront, car ils se repentirent à la prédication de Jonas; et voici, il y a ici plus que Jonas.
Á degi dómsins munu íbúar Niníve rísa upp gegn þessari þjóð og dæma hana. Þegar Jónas áminnti þá, iðruðust þeir og sneru sér frá syndum sínum til Guðs. Hér stendur sá sem æðri er Jónasi, en samt viljið þið ekki trúa honum!
42 La reine du Midi ressuscitera lors du jugement avec cette génération, et elle la condamnera, car elle vint des extrémités de la terre pour entendre la sagesse de Salomon; et voici, il y a ici plus que Salomon.
Drottningin af Saba mun rísa upp í dóminum, tala gegn þessari þjóð og dæma hana seka. Hún kom frá fjarlægu landi til að hlýða á speki Salómons, en hér stendur sá sem er æðri en Salómon, og þið neitið að trúa honum.“
43 Mais, quand l'esprit impur est sorti de l'homme, il parcourt les lieux arides, cherchant du repos, et il n'en trouve point.
„Þessi þjóð er líkt og haldin illum anda! Þegar illur andi er farinn úr manni, fer hann út í eyðimörkina um stund og leitar hvíldar, en án árangurs og því segir hann: „Ég vil fara aftur í manninn sem ég var í.“Þá fer hann og finnur sjö aðra anda, sér verri. Þeir fara síðan og búa um sig í manninum, og ástand hans verður verra en áður.“
44 Alors il dit: « Je retournerai dans ma maison d'où je suis sorti. » Et y revenant, il la trouve en paix, balayée et ornée.
45 Alors il va et prend avec lui sept autres esprits plus méchants que lui-même, et, après être entrés, ils y habitent; et la nouvelle condition de cet homme devient pire que la première. Il en sera aussi de même pour cette méchante génération. »
46 Pendant qu'il parlait encore à la foule, voici, sa mère et ses frères se tenaient dehors, cherchant à lui parler.
Meðan Jesús var að tala, kom móðir hans og bræður að útidyrunum og vildu fá að hitta hann (en þau komust ekki inn vegna þrengsla).
47 [Or, quelqu'un lui dit: voici, ta mère et tes frères sont là dehors qui cherchent à te parler.]
48 Mais Jésus répliqua à celui qui le lui disait: « Qui est ma mère, et qui sont mes frères? »
Þegar honum var sagt frá þessu spurði hann: „Hver er móðir mín? Hverjir eru bræður mínir?“
49 Et ayant étendu la main vers ses disciples, il dit: « Voilà ma mère et mes frères!
Því næst benti hann á lærisveina sína og sagði: „Sjáið! Þarna er móðir mín og bræður.“
50 Car quiconque aura fait la volonté de mon Père qui est dans les cieux, c'est lui qui est mon frère, et ma sœur, et ma mère. »
Síðan bætti hann við: „Hver sá sem hlýðir föður mínum á himnum er bróðir minn, systir og móðir.“