< Marc 3 >
1 Jésus entra une autre fois dans la synagogue, et il y avait là un homme qui avait une main sèche.
Meðan Jesús var í Kapernaum fór hann aftur í samkomuhúsið. Þar tók hann eftir manni með bæklaða hönd.
2 Et ils l'observaient, pour voir s'il le guérirait le jour du sabbat, afin de l'accuser.
Þetta var á helgidegi og því fylgdust óvinir Jesú nákvæmlega með honum. Skyldi hann lækna manninn? Ef svo færi, þá ætluðu þeir að kæra hann.
3 Alors il dit à l'homme qui avait la main sèche: Tiens-toi là au milieu.
Jesús bað manninn að koma og standa frammi fyrir söfnuðinum.
4 Puis il leur dit: Est-il permis de faire du bien dans les jours de sabbat, ou de faire du mal? de sauver une personne, ou de la laisser périr? Et ils se turent.
Síðan sneri hann sér að óvinum sínum og spurði: „Er leyfilegt að vinna gott verk á helgidegi? Eða er þessi dagur til illverka? Hvort má frekar bjarga lífi eða deyða?“
5 Alors, les regardant avec indignation, et étant affligé de l'endurcissement de leur cœur, il dit à cet homme: Étends ta main. Et il l'étendit, et sa main devint saine comme l'autre.
Jesús horfði reiðilega á þá, því honum blöskraði miskunnarleysi þeirra gagnvart mannlegri neyð. Síðan sagði hann við manninn: „Réttu fram hönd þína.“Maðurinn gerði svo og um leið varð hönd hans heilbrigð!
6 Et les pharisiens étant sortis, tinrent aussitôt conseil avec les hérodiens contre lui, pour le faire périr.
Farísearnir fóru þá til fundar við Heródesarsinnana, því þeir ætluðu í sameiningu að finna ráð til að taka Jesú af lífi.
7 Alors Jésus se retira avec ses disciples vers la mer, et une grande multitude le suivait de la Galilée, de la Judée,
Jesús fór þá ásamt lærisveinunum niður að vatninu. Gífurlegur fjöldi fylgdi honum úr allri Galíleu, Júdeu, Jerúsalem, Ídúmeu, frá landsvæðunum handan Jórdanárinnar og jafnvel alla leið frá Týrus og Sídon. Ástæðan var sú að fréttir af kraftaverkum hans höfðu borist víða og margir vildu sjá hann með eigin augum.
8 De Jérusalem, de l'Idumée et d'au-delà du Jourdain. Et ceux des environs de Tyr et de Sidon, ayant entendu parler des grandes choses qu'il faisait, vinrent aussi vers lui en grand nombre.
9 Et il dit à ses disciples qu'il y eût une petite barque toute prête auprès de lui, à cause de la multitude, de peur qu'elle ne le pressât trop.
Jesús sagði lærisveinunum að hafa smábát til taks handa sér, sem hann gæti farið út í er fólkið tæki að þrengja að honum.
10 Car il en avait guéri plusieurs, de sorte que tous ceux qui avaient des maladies se jetaient sur lui pour le toucher.
Hann hafði læknað marga þennan dag og því dreif að fjölda sjúklinga, sem reyndi að snerta hann.
11 Et quand les esprits immondes le voyaient, ils se prosternaient devant lui et s'écriaient: Tu es le Fils de Dieu!
Þegar þeir sem haldnir voru illum anda, sáu hann, féllu þeir til jarðar við fætur hans og æptu: „Þú ert sonur Guðs.“
12 Mais il leur défendait, avec menace, de le faire connaître.
Þá skipaði hann öndunum að segja engum hver hann væri.
13 Il monta ensuite sur la montagne, et appela ceux qu'il jugea à propos, et ils vinrent à lui.
Næsta dag fór Jesús upp í fjalllendið og boðaði þangað til sín vissa menn úr lærisveinahópnum. Þegar þeir voru komnir valdi hann tólf úr hópnum til að vera með sér, fara í predikunarferðir og reka út illa anda.
14 Et il en établit douze pour être avec lui, pour les envoyer prêcher,
15 Et pour avoir la puissance de guérir les malades et de chasser les démons.
16 C'était Simon, auquel il donna le nom de Pierre;
Þetta eru nöfn þeirra sem hann valdi: Símon (sem hann gaf nafnið Pétur), Jakob og Jóhannes (synir Sebedeusar, en þá kallaði Jesús „þrumusynina“), Andrés, Filippus, Bartólómeus, Matteus, Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus, Símon (Selóti – hann var í byltingarsinnuðum stjórnmálaflokki, sem aðhylltist byltingu gegn rómversku landstjórninni) og Júdas Ískaríot (sem síðar sveik hann).
17 Puis Jacques fils de Zébédée, et Jean frère de Jacques, auxquels il donna le nom de Boanerges, c'est-à-dire, enfants du tonnerre;
18 Et André, Philippe, Barthélemi, Matthieu, Thomas, Jacques fils d'Alphée, Thaddée, Simon le Cananite,
19 Et Judas l'Iscariote, qui fut celui qui le trahit.
20 Puis ils retournèrent à la maison; et une multitude s'y assembla encore, de sorte qu'ils ne pouvaient pas même prendre leur repas.
Þegar Jesús kom aftur heim, tók fólkið að þyrpast að á ný og ekki leið á löngu uns gestirnir voru orðnir svo margir að hann hafði ekki einu sinni næði til að matast.
21 Ses parents l'ayant appris, sortirent pour le prendre; car on disait: Il est hors de sens.
Þegar vinir hans heyrðu hvernig ástatt var, komu þeir og vildu fá hann með sér heim til sín. „Hann er ekki með sjálfum sér.“sögðu þeir.
22 Et les scribes qui étaient descendus de Jérusalem, disaient: Il est possédé de Béelzébul, et il chasse les démons par le prince des démons.
Fræðimenn þjóðarinnar, sem komnir voru frá Jerúsalem, sögðu: „Vandi Jesús er sá, að Satan, foringi illu andanna, er í honum og þess vegna hlýða illu andarnir honum.“
23 Mais Jésus, les ayant appelés, leur dit par des similitudes: Comment Satan peut-il chasser Satan?
Jesús kallaði þessa menn til sín og spurði með dæmi, sem allir skildu: „Hvernig getur Satan rekið Satan út?
24 Car si un royaume est divisé contre lui-même, ce royaume-là ne saurait subsister;
Sundrað ríki mun falla.
25 Et si une maison est divisée contre elle-même, cette maison-là ne saurait subsister;
Heimili, þar sem hver höndin er upp á móti annarri, leysist upp.
26 De même, si Satan s'élève contre lui-même et est divisé, il ne peut subsister; mais il prend fin.
Þar af leiðir að ef Satan berst gegn sjálfum sér, þá fær hann ekki staðist og það er úti um hann.
27 Personne ne peut entrer dans la maison d'un homme fort et piller son bien, s'il n'a auparavant lié cet homme fort; et alors il pillera sa maison.
Sterkan mann verður að binda áður en hægt er að ræna úr húsi hans (og eins verður að binda Satan áður en hægt er að reka þessa illu anda hans út).
28 Je vous dis en vérité, que toutes sortes de péchés seront pardonnés aux enfants des hommes, ainsi que les blasphèmes par lesquels ils auront blasphémé;
Ég lýsi því yfir að sérhverja þá synd, sem mennirnir kunna að drýgja – jafnvel lastmæli gegn mér – er hægt að fyrirgefa,
29 Mais quiconque aura blasphémé contre le Saint-Esprit, n'en obtiendra jamais le pardon; mais il sera sujet à une condamnation éternelle. (aiōn , aiōnios )
en last gegn heilögum anda verður aldrei fyrirgefið. Það er eilíf synd.“ (aiōn , aiōnios )
30 Jésus parla ainsi, parce qu'ils disaient: Il est possédé d'un esprit immonde.
Þetta sagði hann þeim vegna þess að þeir héldu því fram að hann gerði kraftaverk í mætti Satans (í stað þess að viðurkenna að það væri fyrir kraft heilags anda).
31 Ses frères et sa mère arrivèrent donc, et se tenant dehors ils l'envoyèrent appeler; et la multitude était assise autour de lui.
Rétt í þessu komu móðir hans og bræður að húsinu, sem þegar var fullt út úr dyrum. Þau sendu honum boð um að koma út og tala við sig. „Móðir þín og bræður eru úti og spyrja um þig, “var sagt við hann.
32 Et on lui dit: Voilà, ta mère et tes frères sont là dehors, qui te demandent.
33 Mais il répondit: Qui est ma mère, ou qui sont mes frères?
„Hver er móðir mín?“spurði hann. „Og hverjir eru bræður mínir?“
34 Et jetant les yeux sur ceux qui étaient autour de lui, il dit: Voici ma mère et mes frères.
Síðan leit hann á þá sem umhverfis hann voru og sagði: „Þessir eru móðir mín og bræður.
35 Car quiconque fera la volonté de Dieu, celui-là est mon frère, et ma sœur et ma mère.
Hver sá, sem gerir vilja Guðs, er bróðir minn, systir eða móðir.“