< Psaumes 104 >
1 Mon âme, bénis l'Eternel. Ô Eternel mon Dieu, tu es merveilleusement grand, tu es revêtu de majesté et de magnificence.
Ég lofa Drottin! Drottinn, þú Guð minn, þú ert undursamlegur! Þú ert íklæddur hátign og dýrð og umlukinn ljósi!
2 Il s'enveloppe de lumière comme d'un vêtement, il étend les cieux comme un voile.
Þú þandir út himininn eins og dúk og dreifðir um hann stjörnunum.
3 Il planchéie ses hautes chambres entre les eaux; il fait des grosses nuées son chariot, il se promène sur les ailes du vent.
Þú mótaðir þurrlendið og rýmdir fyrir hafinu. Þú gerðir ský að vagni þínum og ferð um á vængjum vindarins.
4 Il fait des vents ses Anges, et du feu brûlant ses serviteurs.
Englarnir eru erindrekar þínir og eldslogar þjóna þér.
5 Il a fondé la terre sur ses bases, tellement qu'elle ne sera point ébranlée à perpétuité.
Undirstöður heimsins eru traustar, þær eru þitt verk, og þess vegna haggast hann ekki.
6 Tu l'avais couverte de l'abîme comme d'un vêtement, les eaux se tenaient sur les montagnes.
Þú lést vatnsflóð ganga yfir jörðina og hylja fjöllin.
7 Elles s'enfuirent à ta menace, [et] se mirent promptement en fuite au son de ton tonnerre.
Og þegar þú bauðst, safnaðist vatnið saman í höfunum,
8 Les montagnes s'élevèrent, et les vallées s'abaissèrent, au même lieu que tu leur avais établi.
fjöllin risu og dalirnir urðu til.
9 Tu leur as mis une borne qu'elles ne passeront point, elles ne retourneront plus à couvrir la terre.
Þú settir sjónum sín ákveðnu mörk svo að hann skyldi aldrei aftur flæða yfir þurrlendið.
10 C'est lui qui conduit les fontaines par les vallées, tellement qu'elles se promènent entre les monts.
Þú settir lindir í dalina og lækir renna um fjöllin.
11 Elles abreuvent toutes les bêtes des champs, les ânes sauvages en étanchent leur soif.
Þeir eru dýrunum til drykkjar og þar svalar villiasninn þorsta sínum.
12 Les oiseaux des cieux se tiennent auprès d'elles, et font résonner leur voix d'entre la ramée.
Þar gera fuglar sér hreiður og söngur þeirra ómar frá trjánum.
13 Il abreuve les montagnes de ses chambres hautes; [et] la terre est rassasiée du fruit de tes œuvres.
Hann sendir regn yfir fjöllin svo að jörðin ber sinn ávöxt.
14 Il fait germer le foin pour le bétail, et l'herbe pour le service de l'homme, faisant sortir le pain de la terre;
Safaríkt grasið vex að boði hans og er búfénu til fæðu. En maðurinn yrkir jörðina, ræktar ávexti, grænmeti og korn,
15 Et le vin qui réjouit le cœur de l'homme, qui fait reluire son visage avec l'huile, et qui soutient le cœur de l'homme avec le pain.
einnig vín sér til gleði, olíu sem gerir andlitið gljáandi og brauð sem gefur kraft.
16 Les hauts arbres en sont rassasiés, [et] les cèdres du Liban, qu'il a plantés,
Drottinn gróðursetti sedrustrén í Líbanon, há og tignarleg,
17 Afin que les oiseaux y fassent leurs nids. Quant à la cigogne, les sapins [sont sa demeure].
og þar byggja fuglarnir sér hreiður, en storkurinn velur kýprustréð til bústaðar.
18 Les hautes montagnes sont pour les chamois [et] les rochers sont la retraite des lapins.
Steingeiturnar kjósa hin háu fjöll, en stökkhérarnir finna sér stað í klettum.
19 Il a fait la lune pour les saisons, et le soleil connaît son coucher.
Tunglið settir þú til að afmarka mánuði, en sólina til að skína um daga.
20 Tu amènes les ténèbres, et la nuit vient, durant laquelle toutes les bêtes de la forêt trottent.
Myrkur og nótt eru frá þér komin, þá fara skógardýrin á kreik.
21 Les lionceaux rugissent après la proie, et pour demander au [Dieu] Fort leur pâture.
Þá öskra ljónin eftir bráð og heimta æti sitt af Guði.
22 Le soleil se lève-t-il? ils se retirent et demeurent gisants en leurs tanières.
Þegar sólin rís draga þau sig í hlé og leggjast í fylgsni sín,
23 Alors l'homme sort à son ouvrage et à son travail, jusqu’au soir.
en mennirnir ganga út til starfa og vinna allt til kvölds.
24 Ô Eternel, que tes œuvres sont en grand nombre! tu les as toutes faites avec sagesse; la terre est pleine de tes richesses.
Drottinn, hvílík fjölbreytni í öllu því sem þú hefur skapað! Allt á það upphaf sitt í vísdómi þínum! Jörðin er full af því sem þú hefur gert!
25 Cette mer grande et spacieuse, où il y a sans nombre des animaux se mouvant, des petites bêtes avec des grandes!
Framundan mér teygir sig blikandi haf, iðandi af alls konar lífi!
26 Là se promènent les navires, et ce Léviathan que tu as formé pour s'y ébattre.
Og sjá! Þarna eru skipin! Og þarna hvalirnir! – þeir leika á alls oddi!
27 Elles s'attendent toutes à toi, afin que tu leur donnes la pâture en leur temps.
Allar skepnur vona á þig, að þú gefir þeim fæðu þeirra á réttum tíma.
28 Quand tu la leur donnes, elles la recueillent, et quand tu ouvres ta main, elles sont rassasiées de biens.
Þú mætir þörfum þeirra og þau mettast ríkulega af gæðum þínum.
29 Caches-tu ta face? elles sont troublées; retires-tu leur souffle, elles défaillent, et retournent en leur poudre.
En snúir þú við þeim bakinu er úti um þau. Þegar þú ákveður, deyja þau og verða að mold,
30 [Mais si] tu renvoies ton Esprit, elles sont créées, et tu renouvelles la face de la terre.
en þú sendir líka út anda þinn og vekur nýtt líf á jörðinni.
31 Que la gloire de l'Eternel soit à toujours, que l'Eternel se réjouisse en ses œuvres!
Lof sé Guði að eilífu! Drottinn gleðst yfir verkum sínum!
32 Il jette sa vue sur la terre, et elle en tremble; il touche les montagnes, et elles en fument.
Þegar hann lítur á jörðina, skelfur hún og eldfjöllin gjósa við snertingu fingra hans.
33 Je chanterai à l'Eternel durant ma vie; je psalmodierai à mon Dieu pendant que j'existerai.
Ég vil lofsyngja Drottni svo lengi sem ég lifi, vegsama Guð á meðan ég er til!
34 Ma méditation lui sera agréable; [et] je me réjouirai en l'Eternel.
Ó, að ljóð þetta mætti gleðja hann, því að Drottinn er gleði mín og fögnuður.
35 Que les pécheurs soient consumés de dessus la terre, et qu'il n'y ait plus de méchants! Mon âme, bénis l'Eternel; louez l'Eternel.
Ó, að misgjörðarmenn hyrfu af jörðinni og að óguðlegir yrðu ekki framar til. En Drottin vil ég vegsama að eilífu! Hallelúja!