< Psaumes 39 >
1 Au chef des chantres, à Iedouthoun. Psaume de David. J’Ai dit: "Je veillerai à ma conduite, pour ne pas pécher avec ma langue; j’aurai soin de mettre un frein à ma bouche, tant que le méchant sera en face de moi."
Ég hugsaði: „Ég ætla ekki að kvarta, né segja neitt ljótt meðan óguðlegir heyra til.“
2 Je me suis renfermé dans un mutisme complet, j’ai gardé le silence, en l’absence du bonheur, alors que ma douleur était pleine de trouble.
Og ég þagði. En hið innra leið mér verr og verr.
3 Mon cœur était brûlant en moi en méditant, je sentais comme un feu ardent; sur mes lèvres se trouvaient ces paroles:
Ég hélt aftur af mér, en gremjan magnaðist í mér. Að lokum gat ég ekki orða bundist:
4 "Fais-moi connaître, Eternel, ma fin, et quelle est la mesure de mes jours: que je sache combien je suis peu de chose.
„Drottinn, fæ ég aðeins að lifa örfá ár í viðbót?
5 Voici, tu as strictement limité mes jours, ma vie terrestre est comme un rien devant toi; oui, tout homme placé sur terre n’est qu’un souffle. (Sélah)
Ævi mín er lítið lengri en höndin á mér! Og í þínum augum er hún nánast ekki neitt! Maðurinn, hvað er hann? Vindblær, flöktandi skuggi!
6 Oui, les mortels s’avancent comme une ombre! Oui, ils s’agitent dans le vide, amassant des biens sans savoir qui les recueillera."
Ys hans og amstur kemur engu til leiðar. Hann rakar saman fé sem svo aðrir eyða!“
7 Et maintenant quel est mon espoir, Seigneur? Mon attente se tourne vers toi.
En á hvern vona ég þá? Drottinn, ég vona á þig!
8 Délivre-moi de tous mes péchés, ne m’expose pas aux outrages des gens de rien.
Frelsa mig frá syndum mínum svo að heimskingjarnir hafi mig ekki að spotti.
9 Je reste muet, je n’ouvre pas la bouche, car c’est toi qui as tout fait.
Drottinn, ég þegi því að þú hefur talað. Ég vil ekki kvarta, því að þú hefur refsað mér.
10 Détourne de moi tes coups, je succombe sous l’atteinte de ta main.
Drottinn láttu refsingu þína taka enda – ég þoli ekki meira!
11 Par les sanctions qu’entraîne l’iniquité, tu châties l’homme; comme fait la teigne, tu consumes ce qu’il a de précieux; oui, l’homme tout entier n’est qu’un souffle! (Sélah)
Þegar þú hirtir manninn vegna synda hans, þá er nánast úti um hann. Hann er sem mölétin flík, já, hann líður burt eins og gufa.
12 Ecoute ma prière, Eternel, prête l’oreille à mes cris, ne reste pas silencieux devant mes larmes: car je suis un étranger en ta présence, un simple passager comme tous mes ancêtres.
Heyr þú bæn mína, Drottinn, hlustaðu á hróp mitt! Vertu ekki hljóður við tárum mínum. Mundu að ég er gestur hér, förumaður á þessari jörð eins og forfeður mínir.
13 Donne-moi un peu de répit, pour que je puisse respirer, avant que je m’en aille et que c’en soit fait de moi.
Miskunna þú mér, Drottinn og læknaðu mig. Lofaðu mér aftur að sjá glaðan dag áður en ég dey.