< Matthieu 24 >

1 Et Jésus sortit et s’en alla du temple; et ses disciples s’approchèrent pour lui montrer les bâtiments du temple.
Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum langaði lærisveinana að fá hann með sér í skoðunarferð um musterissvæðið.
2 Et lui, répondant, leur dit: Ne voyez-vous pas toutes ces choses? En vérité, je vous dis: Il ne sera point laissé ici pierre sur pierre qui ne soit jetée à bas.
En hann sagði við þá: „Þessar byggingar verða allar lagðar í rúst svo að ekki mun standa steinn yfir steini!“
3 Et comme il était assis sur la montagne des Oliviers, les disciples vinrent à lui en particulier, disant: Dis-nous quand ces choses auront lieu, et quel sera le signe de ta venue et de la consommation du siècle. (aiōn g165)
Stuttu seinna þegar Jesús sat í hlíð Olíufjallsins gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann um þetta: „Hvenær verður það og hvaða atburðir verða á undan endurkomu þinni og endi veraldar?“ (aiōn g165)
4 Et Jésus, répondant, leur dit: Prenez garde que personne ne vous séduise;
„Látið engan blekkja ykkur, “svaraði Jesús,
5 car plusieurs viendront en mon nom, disant: Moi, je suis le Christ; et ils en séduiront plusieurs.
„því margir munu koma og segjast vera Kristur og leiða marga í villu.
6 Et vous entendrez parler de guerres et de bruits de guerres; prenez garde que vous ne soyez troublés, car il faut que tout arrive; mais la fin n’est pas encore.
Þið munuð heyra stríðsfréttir, en þær eru ekki tákn um endurkomu mína. Því að styrjaldir halda áfram eins og verið hefur, en endirinn er ekki þar með kominn.
7 Car nation s’élèvera contre nation, et royaume contre royaume; et il y aura des famines, et des pestes, et des tremblements de terre en divers lieux.
Þjóðir og ríki jarðarinnar munu heyja styrjaldir sín á milli og hungursneyð og jarðskjálftar geisa víða.
8 Mais toutes ces choses sont un commencement de douleurs.
Þetta er aðeins byrjun hörmunganna sem koma.
9 Alors ils vous livreront pour être affligés, et ils vous feront mourir; et vous serez haïs de toutes les nations à cause de mon nom.
Þið verðið pyntaðir og líflátnir, og allir munu hata ykkur vegna þess að þið tilheyrið mér.
10 Et alors plusieurs seront scandalisés, et se livreront l’un l’autre, et se haïront l’un l’autre;
Þá munu margir falla frá trúnni, og hata og svíkja hverjir aðra.
11 et plusieurs faux prophètes s’élèveront et en séduiront plusieurs:
Margir falsspámenn munu koma og leiða marga í villu.
12 et parce que l’iniquité prévaudra, l’amour de plusieurs sera refroidi;
Afbrot aukast er kærleikur flestra kólnar,
13 mais celui qui persévérera jusqu’à la fin, celui-là sera sauvé.
en sá sem stöðugur stendur allt til enda mun frelsast.
14 Et cet évangile du royaume sera prêché dans la terre habitée tout entière, en témoignage à toutes les nations; et alors viendra la fin.
Gleðiboðskapurinn um guðsríki verður fluttur öllum þjóðum heimsins, og þá loks mun endirinn koma.“
15 Quand donc vous verrez l’abomination de la désolation, dont il a été parlé par Daniel le prophète, établie dans [le] lieu saint (que celui qui lit comprenne),
„Þegar þið sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talaði um, standandi á helgum stað – lesandinn athugi það!
16 alors que ceux qui sont en Judée s’enfuient dans les montagnes;
Þá verða þeir sem eru í Júdeu að flýja til fjalla,
17 que celui qui est sur le toit ne descende pas pour emporter ses effets hors de sa maison;
þeir sem staddir eru á svölunum heima hjá sér, fari þá ekki inn til að taka saman föggur sínar áður en þeir flýja.
18 et que celui qui est aux champs ne retourne pas en arrière pour emporter son vêtement.
Þeir sem þá verða á ökrum fari ekki heim eftir nauðsynjum.
19 Mais malheur à celles qui sont enceintes et à celles qui allaitent en ces jours-là!
Neyð þeirra sem þá verða barnshafandi eða hafa fyrir ungbörnum að sjá, mun verða mikil.
20 Et priez que votre fuite n’ait pas lieu en hiver, ni un jour de sabbat;
Biðjið að flótti ykkar verði ekki um vetur eða á helgidegi,
21 car alors il y aura une grande tribulation, telle qu’il n’y en a point eu depuis le commencement du monde jusqu’à maintenant, et qu’il n’y en aura jamais.
því þá verða meiri ofsóknir en nokkru sinni fyrr.
22 Et si ces jours-là n’avaient été abrégés, nulle chair n’aurait été sauvée; mais, à cause des élus, ces jours-là seront abrégés.
Sannleikurinn er sá að yrði þessi tími ekki styttur, myndi allt mannkynið farast, en vegna hinna útvöldu mun tíminn verða styttur.
23 Alors, si quelqu’un vous dit: Voici, le Christ est ici, ou: Il est là, ne le croyez pas.
Ef einhver segir þá við þig: „Kristur er kominn á þennan eða hinn staðinn, “eða „hann hefur birst hér eða þar, “þá trúið því ekki.
24 Car il s’élèvera de faux christs et de faux prophètes; et ils montreront de grands signes et des prodiges, de manière à séduire, si possible, même les élus.
Falskristar munu koma fram og einnig falsspámenn, sem gera munu mikil kraftaverk til að blekkja fólk, jafnvel þá sem Guð hefur kallað.
25 Voici, je vous l’ai dit à l’avance.
Munið að ég hef varað ykkur við.
26 Si donc on vous dit: Voici, il est au désert, ne sortez pas; voici, il est dans les chambres intérieures, ne le croyez pas.
Ef einhver kemur og segir ykkur að Kristur sé kominn aftur og sé úti í eyðimörkinni, þá sinnið því ekki og farið ekki þangað. Ef sagt er að hann sé í felum á tilteknum stað, þá trúið því ekki!
27 Car comme l’éclair sort de l’orient et apparaît jusqu’à l’occident, ainsi sera la venue du fils de l’homme.
Ég, Kristur, mun koma jafn óvænt og eldingin sem leiftrar frá austri til vesturs!
28 Car, où que soit le corps mort, là s’assembleront les aigles.
Reynið að skilja tákn tímanna á sama hátt og þið skiljið að þar muni hræið vera sem gammarnir safnast.“
29 Et aussitôt après la tribulation de ces jours-là, le soleil sera obscurci, et la lune ne donnera pas sa lumière, et les étoiles tomberont du ciel, et les puissances des cieux seront ébranlées.
„Eftir þessar ofsóknir mun sólin myrkvast og tunglið hætta að lýsa. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar alheimsins ganga úr skorðum!
30 Et alors paraîtra le signe du fils de l’homme dans le ciel: et alors toutes les tribus de la terre se lamenteront et verront le fils de l’homme venant sur les nuées du ciel, avec puissance et une grande gloire.
Þá mun tákn komu minnar sjást á himninum og allir jarðarbúar skelfast. Þeir munu sjá mig koma í skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð.
31 Et il enverra ses anges avec un grand son de trompette; et ils rassembleront ses élus des quatre vents, depuis l’un des bouts du ciel jusqu’à l’autre bout.
Þegar lúðurinn hljómar, munu englar mínir safna saman þeim sem ég hef valið, úr öllum áttum, heimshorna á milli.“
32 Mais apprenez du figuier la parabole [qu’il vous offre]: Quand déjà son rameau est tendre et qu’il pousse des feuilles, vous connaissez que l’été est proche.
„Lærið af fíkjutrénu: Þegar greinar þess eru orðnar mjúkar og laufið fer að springa út, þá vitið þið að sumarið er í nánd.
33 De même aussi vous, quand vous verrez toutes ces choses, sachez que cela est proche, à la porte.
Eins skuluð þið vita að þegar þið sjáið allt þetta, þá er endurkoma mín í nánd,
34 En vérité, je vous dis: Cette génération ne passera point que toutes ces choses ne soient arrivées.
og þá fyrst mun þessi kynslóð líða undir lok.“
35 Le ciel et la terre passeront, mais mes paroles ne passeront point.
„Himinn og jörð munu hverfa, en mín orð standa að eilífu.
36 Mais, quant à ce jour-là et à l’heure, personne n’en a connaissance, pas même les anges des cieux, si ce n’est mon Père seul.
Enginn veit þann dag eða stund er endirinn verður, hvorki englarnir né sonur Guðs, aðeins faðirinn einn.
37 Mais comme ont été les jours de Noé, ainsi sera aussi la venue du fils de l’homme.
Fólk mun almennt taka öllu með ró eins og allt sé í lagi – það verða veisluhöld, mannfagnaðir og brúðkaup – rétt eins og var á dögum Nóa áður en flóðið kom.
38 Car, comme dans les jours avant le déluge on mangeait et on buvait, on se mariait et on donnait en mariage, jusqu’au jour où Noé entra dans l’arche,
39 et ils ne connurent rien, jusqu’à ce que le déluge vint et les emporta tous, ainsi sera aussi la venue du fils de l’homme.
Menn trúðu ekki orðum Nóa fyrr en flóðið skall á og hreif þá alla burt. Þannig fer einnig við komu mína.
40 Alors deux hommes seront au champ, l’un sera pris et l’autre laissé;
Tveir munu vinna á akri, annar verður tekinn en hinn skilinn eftir.
41 deux femmes moudront à la meule, l’une sera prise et l’autre laissée.
Tvær verða við heimilisstörf, önnur verður tekin en hin skilin eftir.
42 Veillez donc; car vous ne savez pas à quelle heure votre Seigneur vient.
Verið viðbúnir! Þið vitið ekki hvaða dag Drottinn kemur.
43 Mais sachez ceci, que si le maître de la maison avait su à quelle veille le voleur devait venir, il aurait veillé, et n’aurait pas laissé percer sa maison.
Innbrotsþjófur gerir ekki boð á undan sér, þess vegna verða menn að vera á verði.
44 C’est pourquoi, vous aussi, soyez prêts; car, à l’heure que vous ne pensez pas, le fils de l’homme vient.
Þess vegna verðið þið að vera stöðugt viðbúnir endurkomu minni.“
45 Qui donc est l’esclave fidèle et prudent, que son maître a établi sur les domestiques de sa maison pour leur donner leur nourriture au temps convenable?
„Hver er trúr og hygginn þjónn, sem húsbóndinn hefur falið umsjónarstarfið svo að allir fái fæðu sína á réttum tíma?
46 Bienheureux est cet esclave-là que son maître, lorsqu’il viendra, trouvera faisant ainsi.
Sæll er sá þjónn sem húsbóndinn finnur að breytir þannig þegar hann kemur. Víst er að hann mun fela honum umsjón með öllu sem hann á.
47 En vérité, je vous dis qu’il l’établira sur tous ses biens.
48 Mais si ce méchant esclave-là dit en son cœur: Mon maître tarde à venir,
En segi svikull þjónn við sjálfan sig: „Húsbóndinn kemur ekki strax, “
49 et qu’il se mette à battre ceux qui sont esclaves avec lui, et qu’il mange et boive avec les ivrognes,
og tekur að berja samstarfsmenn sína og stunda veislur og drykkjuskap
50 le maître de cet esclave-là viendra en un jour qu’il n’attend pas, et à une heure qu’il ne sait pas,
þá kemur húsbóndi hans honum að óvörum
51 et il le coupera en deux et lui donnera sa part avec les hypocrites: là seront les pleurs et les grincements de dents.
og refsar honum sviksemina.“

< Matthieu 24 >