< Matthieu 14 >
1 En ce temps-là, Hérode le tétrarque entendit parler de la renommée de Jésus;
Þegar Heródes konungur frétti um Jesú,
2 et il dit à ses serviteurs: C’est Jean le baptiseur; il est ressuscité des morts, et c’est pourquoi les miracles s’opèrent par lui.
sagði hann við menn sína: „Þessi Jesús hlýtur að vera Jóhannes skírari, risinn upp frá dauðum,
3 Car Hérode, ayant fait prendre Jean, l’avait fait lier et mettre en prison, à cause d’Hérodias, la femme de Philippe son frère;
fyrst hann gerir öll þessi kraftaverk.“Heródes hélt Jóhannesi hlekkjuðum í fangelsi að kröfu Heródíasar, konu Filippusar bróður síns,
4 car Jean lui disait: Il ne t’est pas permis de l’avoir.
en Jóhannes hafði ávítað Heródes fyrir að taka hana frá honum og kvænast henni sjálfur.
5 Et tout en ayant le désir de le faire mourir, il craignait la foule, parce qu’ils le tenaient pour prophète.
Heródes hefði látið taka Jóhannes af lífi fyrir löngu, ef hann hefði ekki óttast uppþot, því almenningur trúði að Jóhannes væri spámaður.
6 Mais lorsqu’on célébrait l’anniversaire de la naissance d’Hérode, la fille d’Hérodias dansa devant tous, et plut à Hérode:
Á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar fyrir hann og líkaði honum það svo vel
7 sur quoi il lui promit avec serment de lui donner tout ce qu’elle demanderait.
að hann hét að gefa henni hvað sem hún vildi að launum.
8 Et elle, poussée par sa mère: Donne-moi ici, dit-elle, dans un plat, la tête de Jean le baptiseur.
Að ósk móður sinnar bað stúlkan um höfuð Jóhannesar á fati.
9 Et le roi en fut affligé; mais, à cause des serments et de ceux qui étaient à table avec lui, il donna l’ordre qu’on la lui donne.
Konungurinn varð hryggur, en hann vildi ekki ganga á bak orða sinna í áheyrn gestanna og gaf því skipun um að þetta skyldi gert.
10 Et il envoya décapiter Jean dans la prison.
Jóhannes var hálshöggvinn í fangelsinu,
11 Et sa tête fut apportée dans un plat et donnée à la jeune fille; et elle la porta à sa mère.
og stúlkunni fært höfuð hans á fati. Hún afhenti síðan móður sinni það.
12 Et ses disciples vinrent et enlevèrent le corps et l’ensevelirent; et s’en allant, ils rapportèrent à Jésus [ce qui était arrivé].
Lærisveinar Jóhannesar sóttu líkið og greftruðu, sögðu síðan Jesú frá atburðinum.
13 Et Jésus, l’ayant entendu, se retira de là dans un bateau en un lieu désert, à l’écart; et les foules, l’ayant appris, le suivirent à pied, des [différentes] villes.
Þegar Jesús fékk fréttirnar hélt hann, á bátnum, á óbyggðan stað til þess að geta verið einn. Þegar fólkið sá hvert hann fór, streymdi það þangað landleiðina úr þorpunum.
14 Et étant sorti, il vit une grande foule; et il fut ému de compassion envers eux, et il guérit leurs infirmes.
Þegar Jesús steig á land beið hans mikill mannfjöldi. Hann vorkenndi fólkinu og læknaði þá sem sjúkir voru.
15 Et le soir étant venu, ses disciples vinrent à lui, disant: Le lieu est désert, et l’heure est déjà passée; renvoie les foules, afin qu’elles s’en aillent aux villages et qu’elles s’achètent des vivres.
Um kvöldið komu lærisveinarnir til hans og sögðu: „Það er löngu kominn kvöldverðartími, en hér í óbyggðinni er engan mat að fá. Sendu fólkið burt, svo að það geti farið til þorpanna og keypt sér mat.“
16 Mais Jésus leur dit: Il n’est pas nécessaire qu’elles s’en aillent; vous, donnez-leur à manger.
„Það er óþarfi, “svaraði Jesús, „þið skuluð gefa því að borða!“
17 Mais ils lui disent: Nous n’avons ici que cinq pains et deux poissons.
„Ha, við!“hrópuðu þeir. „Við eigum aðeins fimm brauð og tvo fiska.“
18 Et il dit: Apportez-les-moi ici.
„Komið með það hingað, “sagði Jesús,
19 Et ayant donné l’ordre aux foules de s’asseoir sur l’herbe, ayant pris les cinq pains et les deux poissons, il regarda vers le ciel et bénit; et ayant rompu les pains, il les donna aux disciples, et les disciples aux foules.
og því næst sagði hann fólkinu að setjast niður í grasið. Hann tók brauðin fimm og fiskana, horfði til himins og þakkaði Guði fyrir matinn. Þegar hann hafði brotið brauðin í sundur, rétti hann lærisveinunum þau og þeir skiptu þeim meðal fólksins.
20 Et ils mangèrent tous et furent rassasiés. Et ils ramassèrent, des morceaux qui étaient de reste, douze paniers pleins.
Allir urðu mettir! Eftir á fylltu þeir tólf körfur með brauðmolum sem af gengu!
21 Or ceux qui avaient mangé étaient environ 5 000 hommes, outre les femmes et les enfants.
(Um 5.000 karlmenn voru þarna þennan dag, auk kvenna og barna.)
22 Et aussitôt il contraignit les disciples de monter dans le bateau et de le précéder à l’autre rive, jusqu’à ce qu’il ait renvoyé les foules.
Strax að þessu loknu sagði Jesús lærisveinunum að fara um borð í bátinn og sigla yfir vatnið, á meðan ætlaði hann að koma fólkinu frá sér.
23 Et quand il eut renvoyé les foules, il monta sur une montagne à l’écart pour prier; et le soir étant venu, il était là seul.
Þegar fólkið var farið, fór hann upp á fjallið til að biðjast fyrir. Nóttin skall á og lærisveinarnir áttu í erfiðleikum úti á miðju vatninu. Það hafði hvesst og þeir áttu fullt í fangi með að verja bátinn áföllum.
24 Or le bateau était déjà au milieu de la mer, battu par les vagues, car le vent était contraire.
25 Et à la quatrième veille de la nuit, il s’en alla vers eux, marchant sur la mer.
Um fjögurleytið kom Jesús til þeirra gangandi á vatninu!
26 Et les disciples, le voyant marcher sur la mer, furent troublés, disant: C’est un fantôme. Et ils crièrent de peur.
Þeir æptu af skelfingu, því þeir héldu að þetta væri vofa.
27 Mais Jésus leur parla aussitôt, disant: Ayez bon courage; c’est moi, n’ayez point de peur.
En þá kallaði Jesús til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, þetta er ég!“
28 Et Pierre, lui répondant, dit: Seigneur, si c’est toi, commande-moi d’aller à toi sur les eaux.
Þá hrópaði Pétur til hans og sagði: „Herra, ef þetta ert þú, leyfðu mér þá að koma til þín.“
29 Et il dit: Viens. Et Pierre, étant descendu du bateau, marcha sur les eaux pour aller à Jésus.
„Já, gerðu það. Komdu!“svaraði Jesús. Pétur steig þá yfir borðstokkinn og gekk á vatninu í átt til Jesú.
30 Mais voyant que le vent était fort, il eut peur; et comme il commençait à enfoncer, il s’écria, disant: Seigneur, sauve-moi!
En þegar Pétur sá öldurótið varð hann skelkaður og tók að sökkva. „Jesús, bjargaðu mér!“hrópaði hann.
31 Et aussitôt Jésus, étendant la main, le prit et lui dit: Homme de petite foi, pourquoi as-tu douté?
Jesús rétti honum samstundis höndina og dró hann upp. „Þú hefur litla trú, “sagði Jesús. „Af hverju efaðist þú?“
32 Et quand ils furent montés dans le bateau, le vent tomba.
Veðrið lægði um leið og þeir stigu í bátinn.
33 Et ceux qui étaient dans le bateau vinrent et lui rendirent hommage, disant: Véritablement tu es le Fils de Dieu!
Hinir sem í bátnum voru sögðu þá fullir ótta og lotningar: „Þú ert sannarlega sonur Guðs!“
34 Et ayant passé à l’autre rive, ils vinrent dans la contrée de Génésareth.
Þegar þeir komu að landi í Genesaret,
35 Et les hommes de ce lieu-là, l’ayant reconnu, envoyèrent dans tout le pays d’alentour; et on lui apporta tous ceux qui se portaient mal;
fréttist jafnskjótt um allan bæinn að þeir væru komnir. Fólk fór um allt og hvatti aðra til að fara með sjúklinga til hans.
36 et ils le priaient de [les laisser] toucher seulement le bord de sa robe: et tous ceux qui le touchèrent furent complètement guéris.
Þeir sem veikir voru báðu hann að leyfa sér að snerta, þó ekki væri nema faldinn á yfirhöfn hans, og allir sem það gerðu læknuðust.