< Jean 6 >
1 Après ces choses Jésus s’en alla de l’autre côté de la mer de Galilée, [qui est la mer] de Tibérias.
Eftir þetta fór Jesús til landsvæðisins hinum megin Galíleuvatnsins, sem kennt er við Tíberías,
2 Et une grande foule le suivit, parce qu’ils voyaient les miracles qu’il faisait sur ceux qui étaient malades.
og fylgdi honum gífurlegur mannfjöldi. Margt af þessu fólki var pílagrímar á leið til Jerúsalem á páskahátíðina,
3 Et Jésus monta sur la montagne, et s’assit là avec ses disciples.
en það langaði til að sjá Jesú lækna hina sjúku og því fylgdi það honum hvert fótmál.
4 Or la Pâque, la fête des Juifs, était proche.
Jesús gekk upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum og settist, og sá þá að mannfjöldinn var að koma.
5 Jésus donc, ayant levé les yeux, et voyant qu’une grande foule venait à lui, dit à Philippe: D’où achèterons-nous des pains, afin que ceux-ci mangent?
Hann sneri sér að Filippusi og sagði: „Filippus, hvar getum við keypt brauð til að gefa fólkinu að borða?“
6 Mais il disait cela pour l’éprouver, car lui savait ce qu’il allait faire.
(Jesús hafði ákveðið með sjálfum sér hvað hann ætlaði að gera, en með þessu var hann að reyna Filippus.)
7 Philippe lui répondit: Pour 200 deniers de pain ne leur suffirait pas, pour que chacun en reçoive quelque peu.
Filippus svaraði: „Þótt við keyptum ekki nema handa hluta þeirra, mundi það kosta mikla peninga!“
8 L’un de ses disciples, André, le frère de Simon Pierre, lui dit:
Þá sagði Andrés, bróðir Símonar Péturs:
9 Il y a ici un petit garçon qui a cinq pains d’orge et deux poissons; mais qu’est-ce que cela pour tant de monde?
„Hér er ungur drengur með fimm byggbrauð og tvo fiska, en það dugar að vísu skammt handa öllum þessum fjölda.“
10 Et Jésus dit: Faites asseoir les gens (or il y avait beaucoup d’herbe en ce lieu-là). Les hommes donc s’assirent, au nombre d’environ 5 000.
„Látið fólkið setjast niður, “sagði Jesús. Þá settist allt fólkið niður í grasigróna brekkuna og voru karlmennirnir einir um fimm þúsund.
11 Et Jésus prit les pains; et ayant rendu grâces, il les distribua à ceux qui étaient assis; de même aussi des poissons, autant qu’ils en voulaient.
Því næst tók hann brauðin, flutti þakkarbæn og skipti þeim meðal fólksins, og fengu allir eins mikið og þeir vildu.
12 Et après qu’ils furent rassasiés, il dit à ses disciples: Amassez les morceaux qui sont de reste, afin que rien ne soit perdu.
Þegar allir höfðu borðað nægju sína sagði Jesús: „Tínið nú saman leifarnar svo að ekkert fari til spillis.“
13 Ils les amassèrent donc et remplirent douze paniers des morceaux qui étaient de reste des cinq pains d’orge, lorsqu’ils eurent mangé.
Það var gert og afgangs urðu tólf sneisafullar körfur!
14 Les hommes donc, ayant vu le miracle que Jésus avait fait, disaient: Celui-ci est véritablement le prophète qui vient dans le monde.
Þegar fólkinu varð ljóst hvílíkt kraftaverk hafði gerst hrópaði það: „Hann er áreiðanlega spámaðurinn, sem við höfum beðið eftir!“
15 Jésus donc, sachant qu’ils allaient venir et l’enlever afin de le faire roi, se retira encore sur la montagne, lui tout seul.
Þegar Jesús sá að fólkið ætlaði að taka hann með valdi og gera hann að konungi, gekk hann enn hærra upp á fjallið, einn síns liðs.
16 Et quand le soir fut venu, ses disciples descendirent à la mer.
Um kvöldið fóru lærisveinarnir niður að vatninu og biðu hans.
17 Et étant montés sur un bateau, ils allèrent de l’autre côté de la mer, à Capernaüm. Et il faisait déjà nuit, et Jésus n’était pas venu à eux.
Þegar myrkrið skall á og Jesús var enn ókominn, stigu þeir í bátinn, héldu út á vatnið og stefndu til Kapernaum.
18 Et la mer s’élevait par un grand vent qui soufflait.
En á leiðinni hvessti skyndilega svo vatnið varð mjög úfið.
19 Ayant donc ramé environ 25 ou 30 stades, ils voient Jésus marchant sur la mer et s’approchant du bateau; et ils furent saisis de peur.
Þeir höfðu róið um sex kílómetra þegar þeir sáu Jesú koma gangandi í átt til sín. Þeir urðu skelkaðir,
20 Mais il leur dit: C’est moi, n’ayez point de peur.
en þá kallaði hann til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, þetta er ég!“
21 Ils étaient donc tout disposés à le recevoir dans le bateau; et aussitôt le bateau prit terre au lieu où ils allaient.
Þeir tóku hann upp í bátinn og um leið sáu þeir að þeir voru komnir þangað sem þeir ætluðu sér.
22 Le lendemain, la foule qui était de l’autre côté de la mer, voyant qu’il n’y avait point là d’autre petit bateau que celui-là sur lequel ses disciples étaient montés, et que Jésus n’était pas entré avec ses disciples dans le bateau, mais que ses disciples s’en étaient allés seuls
Morguninn eftir fór fólkið að safnast saman á ströndinni hinum megin vatnsins (í von um að hitta Jesú), því það vissi að hann hafði komið þangað með lærisveinum sínum, og að lærisveinarnir höfðu síðan farið á sínum bát, en skilið Jesú eftir.
23 (mais d’autres petits bateaux étaient venus de Tibérias, près du lieu où ils avaient mangé le pain, après que le Seigneur eut rendu grâces);
Þarna voru margir smábátar frá Tíberías.
24 – lors donc que la foule vit que Jésus n’était point là, ni ses disciples, ils montèrent eux-mêmes sur les bateaux, et vinrent à Capernaüm, cherchant Jésus.
Þegar fólkinu varð ljóst að hvorki Jesús né lærisveinar hans voru þar, þá steig það í bátana og fór yfir vatnið til Kapernaum, til að leita hans.
25 Et l’ayant trouvé de l’autre côté de la mer, ils lui dirent: Rabbi, quand es-tu venu ici?
Þegar fólkið kom þangað og fann hann, spurði það: „Herra, hvernig komstu hingað?“
26 Jésus leur répondit et dit: En vérité, en vérité, je vous dis: Vous me cherchez, non parce que vous avez vu des miracles, mais parce que vous avez mangé des pains et que vous avez été rassasiés.
Jesús svaraði: „Ég segi ykkur satt, þið leitið mín vegna þess að ég gaf ykkur að borða, en ekki vegna þess að þið trúið á mig.
27 Travaillez, non point pour la viande qui périt, mais pour la viande qui demeure jusque dans la vie éternelle, laquelle le fils de l’homme vous donnera; car c’est lui que le Père, Dieu, a scellé. (aiōnios )
Hugsið ekki um það sem eyðist, eins og til dæmis mat. Leitið heldur eilífa lífsins sem ég, Kristur, get gefið ykkur, og einmitt þess vegna sendi Guð mig hingað.“ (aiōnios )
28 Ils lui dirent donc: Que ferons-nous pour faire les œuvres de Dieu?
„Hvað eigum við þá að gera til að þóknast Guði?“spurði fólkið.
29 Jésus répondit et leur dit: C’est ici l’œuvre de Dieu, que vous croyiez en celui qu’il a envoyé.
„Guðs vilji er að þið trúið þeim sem hann sendi, “svaraði Jesús.
30 Ils lui dirent donc: Quel miracle fais-tu donc, toi, afin que nous le voyions, et que nous te croyions? Quelle œuvre fais-tu?
„Þá verður þú að sýna okkur fleiri kraftaverk, ef þú vilt að við trúum því að þú sért Kristur, “svaraði fólkið.
31 Nos pères ont mangé la manne au désert, ainsi qu’il est écrit: « Il leur a donné à manger du pain venant du ciel ».
„Gefðu okkur ókeypis brauð á hverjum degi eins og forfeður okkar fengu á leið sinni yfir eyðimörkina. Það stendur í Biblíunni að Móse hafi gefið þeim brauð frá himni.“
32 Jésus donc leur dit: En vérité, en vérité, je vous dis: Moïse ne vous a pas donné le pain qui vient du ciel, mais mon Père vous donne le véritable pain qui vient du ciel.
„Það var ekki Móse, sem gaf þeim það, “svaraði Jesús, „heldur faðir minn. En nú vill hann gefa ykkur hið sanna brauð af himni.
33 Car le pain de Dieu est celui qui descend du ciel, et qui donne la vie au monde.
Brauð Guðs er sá sem Guð sendi frá himni og gefur heiminum líf.“
34 Ils lui dirent donc: Seigneur, donne-nous toujours ce pain-là.
„Herra, “sögðu þeir, „gefðu okkur slíkt brauð á hverjum degi!“
35 Et Jésus leur dit: Moi, je suis le pain de vie. Celui qui vient à moi n’aura jamais faim; et celui qui croit en moi n’aura jamais soif.
„Ég er brauð lífsins, “svaraði Jesús, „þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.
36 Mais je vous ai dit qu’aussi vous m’avez vu, et vous ne croyez pas.
Ég segi enn: Vandi ykkar er að þið trúið ekki á mig þótt þið hafið séð mig.
37 Tout ce que le Père me donne viendra à moi; et je ne mettrai point dehors celui qui vient à moi;
Allir þeir sem faðirinn gefur mér, koma til mín, og þann sem til mín kemur, mun ég alls ekki reka burt.
38 car je suis descendu du ciel, non pour faire ma volonté, mais la volonté de celui qui m’a envoyé.
Ég kom hingað frá himni til að gera vilja Guðs sem sendi mig, en ekki minn eigin vilja.
39 Or c’est ici la volonté de celui qui m’a envoyé: que je ne perde rien de tout ce qu’il m’a donné, mais que je le ressuscite au dernier jour.
Vilji Guðs er sá að ég týni ekki neinum þeirra sem hann hefur gefið mér, heldur veki þá til eilífs lífs á dómsdegi.
40 Car c’est ici la volonté de mon Père: que quiconque discerne le Fils et croit en lui, ait la vie éternelle; et moi, je le ressusciterai au dernier jour. (aiōnios )
Það er vilji föður míns að allir sem sjá soninn og trúa á hann, eignist eilíft líf og að ég reisi þá upp á efsta degi.“ (aiōnios )
41 Les Juifs donc murmuraient contre lui, parce qu’il avait dit: Moi, je suis le pain descendu du ciel;
Þegar Gyðingarnir heyrðu hann segja að hann væri brauð frá himni, gagnrýndu þeir hann sín á milli og hrópuðu:
42 et ils disaient: N’est-ce pas ici Jésus, le fils de Joseph, duquel nous connaissons le père et la mère? Comment donc celui-ci dit-il: Je suis descendu du ciel?
„Ha? Hvað á hann við? Þetta er bara hann Jesús Jósefsson! Við þekkjum föður hans og móður. Hvernig getur hann sagt að hann hafi komið niður af himni?“
43 Jésus donc répondit et leur dit: Ne murmurez pas entre vous.
„Verið ekki með þennan kurr, “svaraði Jesús.
44 Nul ne peut venir à moi, à moins que le Père qui m’a envoyé ne le tire; et moi, je le ressusciterai au dernier jour.
„Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, leiði hann og á efsta degi mun ég reisa hann upp frá dauðum.
45 Il est écrit dans les prophètes: « Et ils seront tous enseignés de Dieu ». Quiconque a entendu le Père et a appris [de lui], vient à moi.
Svo segir Biblían um þá: „Guð mun sjálfur fræða þá.“Þeir sem hlusta á föðurinn og læra sannleikann hjá honum, munu dragast að mér.
46 Non pas que quelqu’un ait vu le Père, sinon celui qui est de Dieu; celui-là a vu le Père.
Ekki svo að skilja að þeir sjái föðurinn í raun og veru, ég er sá eini sem það hef gert.
47 En vérité, en vérité, je vous dis: Celui qui croit [en moi], a la vie éternelle. (aiōnios )
Ég segi ykkur satt: „Hver sem trúir á mig, mun þegar í stað eignast eilíft líf!“ (aiōnios )
48 Moi, je suis le pain de vie.
Ég er brauð lífsins!
49 Vos pères ont mangé la manne au désert, et sont morts;
Það var ekkert líf í brauðinu sem féll af himni og forfeður ykkar átu í eyðimörkinni – þeir dóu allir um síðir.
50 c’est ici le pain qui descend du ciel, afin que quelqu’un en mange et ne meure pas.
Það er aðeins til eitt himneskt brauð og þeir sem þess neyta munu ekki deyja.
51 Moi, je suis le pain vivant qui est descendu du ciel: si quelqu’un mange de ce pain, il vivra éternellement; or le pain aussi que moi je donnerai, c’est ma chair, laquelle moi je donnerai pour la vie du monde. (aiōn )
Ég er þetta lifandi brauð, sem kom niður af himni, og sá sem neytir þess mun lifa að eilífu. Þetta brauð er ég sjálfur – hold mitt sem gefið er heiminum til lífs.“ (aiōn )
52 Les Juifs disputaient donc entre eux, disant: Comment celui-ci peut-il nous donner sa chair à manger?
Þá tóku Gyðingarnir að þrátta sín á milli um það hvað hann ætti við og spurðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur hold sitt að borða?“
53 Jésus donc leur dit: En vérité, en vérité, je vous dis: Si vous ne mangez la chair du fils de l’homme et ne buvez son sang, vous n’avez pas la vie en vous-mêmes.
Jesús sagði því aftur: „Ég segi ykkur satt og legg á það áherslu: Þið getið ekki átt eilíft líf í ykkur, nema þið etið hold Krists og drekkið blóð hans.
54 Celui qui mange ma chair et qui boit mon sang a la vie éternelle, et moi, je le ressusciterai au dernier jour. (aiōnios )
Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf, og ég mun vekja hann upp á efsta degi. (aiōnios )
55 Car ma chair est en vérité un aliment, et mon sang est en vérité un breuvage.
Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt sannur drykkur.
56 Celui qui mange ma chair et qui boit mon sang demeure en moi et moi en lui.
Hver sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, er í mér og ég í honum.
57 Comme le Père [qui est] vivant m’a envoyé, et que moi, je vis à cause du Père, de même celui qui me mangera, celui-là aussi vivra à cause de moi.
Ég lifi í krafti föðurins, hans sem lifir, og á sama hátt munu þeir lifa sem hlutdeild eiga í mér.
58 C’est ici le pain qui est descendu du ciel, non pas comme les pères mangèrent et moururent: celui qui mangera ce pain vivra éternellement. (aiōn )
Ég er hið sanna brauð sem kom niður af himni og hver sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu en ekki deyja eins og forfeður ykkar, sem átu brauð frá himni.“ (aiōn )
59 Il dit ces choses dans la synagogue, enseignant à Capernaüm.
Þessa ræðu hélt Jesús í samkomuhúsinu í Kapernaum.
60 Plusieurs donc de ses disciples, l’ayant entendu, dirent: Cette parole est dure; qui peut l’entendre?
Þá sögðu sumir lærisveina hans: „Þetta var hörð ræða! Hver getur hlýtt á annað eins?“
61 Et Jésus, sachant en lui-même que ses disciples murmuraient là-dessus, leur dit: Ceci vous scandalise-t-il?
Jesús vissi með sjálfum sér að lærisveinarnir voru óánægðir og sagði því við þá: „Hneykslar þetta ykkur?
62 Si donc vous voyez le fils de l’homme monter où il était auparavant…?
Hvað mynduð þið segja ef þið sæjuð mig, Krist, fara aftur til himins?
63 C’est l’Esprit qui vivifie; la chair ne profite de rien: les paroles que moi je vous ai dites sont esprit et sont vie;
Það er aðeins heilagur andi sem getur lokið þessu upp fyrir ykkur, þið getið aldrei skilið það af eigin mætti. Nú hef ég sagt ykkur hvernig þið getið eignast þetta sanna líf,
64 mais il y en a quelques-uns d’entre vous qui ne croient pas; car Jésus savait, dès le commencement, qui étaient ceux qui ne croyaient pas, et qui était celui qui le livrerait.
en sumir ykkar trúa mér samt ekki.“(Jesús vissi frá byrjun hverjir það voru sem ekki trúðu, og hann vissi einnig hver mundi svíkja hann.)
65 Et il dit: C’est pour cela que je vous ai dit que nul ne peut venir à moi, à moins qu’il ne lui soit donné du Père.
Hann bætti við og sagði: „Þetta átti ég við þegar ég sagði að enginn gæti komið til mín nema faðirinn leiddi hann til mín.“
66 Dès lors plusieurs de ses disciples se retirèrent; et ils ne marchaient plus avec lui.
Eftir þessi orð Jesú, fóru margir lærisveina hans frá honum fyrir fullt og allt.
67 Jésus donc dit aux douze: Et vous, voulez-vous aussi vous en aller?
Jesús sagði þá við þá tólf: „En þið, ætlið þið líka að fara?“
68 Simon Pierre lui répondit: Seigneur, auprès de qui nous en irions-nous? Tu as les paroles de la vie éternelle; (aiōnios )
Símon varð fyrir svörum: „Meistari, hvert ættum við að fara? Þú ert sá eini sem hefur orð eilífs lífs, (aiōnios )
69 et nous, nous croyons et nous savons que toi, tu es le Saint de Dieu.
við trúum þér og vitum að þú ert hinn heilagi sonur Guðs.“
70 Jésus leur répondit: N’est-ce pas moi qui vous ai choisis, vous, les douze, et l’un d’entre vous est un diable?
Þá sagði Jesús: „Ég útvaldi ykkur tólf, en einn ykkar er djöfull.“
71 Or il parlait de Judas Iscariote, [fils] de Simon; car c’était lui qui allait le livrer, lui qui était l’un des douze.
Hér átti hann við Júdas, son Símonar Ískaríot, einn þeirra tólf, en sá varð síðar til þess að svíkja hann.