< Psaumes 118 >
1 Célébrez Yahweh, car il est bon, car sa miséricorde est éternelle.
Þakkið Drottni því að hann er góður! Elska hans varir að eilífu.
2 Qu’Israël dise: « Oui, sa miséricorde est éternelle! »
Söfnuður Ísraels lofi hann og segi: „Elska hans varir að eilífu!“
3 Que la maison d’Aaron dise: « Oui, sa miséricorde est éternelle! »
Og prestar Arons taki undir og syngi: „Elska hans varir að eilífu!“
4 Que ceux qui craignent Yahweh disent: « Oui, sa miséricorde est éternelle! »
Og heiðingjarnir sem trú hafa tekið segi: „Elska hans varir að eilífu.“
5 Du sein de ma détresse j’ai invoqué Yahweh: Yahweh m’a exaucé et m’a mis au large.
Í angist minni bað ég til Drottins. Hann svaraði mér og frelsaði mig.
6 Yahweh est pour moi, je ne crains rien: que peuvent me faire des hommes?
Ég er hans! Hvað skyldi ég þá óttast? Hvað geta dauðlegir menn gert mér?
7 Yahweh est pour moi parmi ceux qui me secourent; je verrai la ruine de ceux qui me haïssent.
Ég er vinur Drottins og hann hjálpar mér. Óvinir mínir skulu vara sig!
8 Mieux vaut chercher un refuge en Yahweh, que de se confier aux hommes.
Betra er að treysta Drottni, en að reiða sig á menn.
9 Mieux vaut chercher un refuge en Yahweh, que de se confier aux princes.
Öruggara er að leita hjálpar hans en stuðnings frá voldugum konungi!
10 Toutes les nations m’environnaient: au nom de Yahweh, je les taille en pièces.
Þó óvinaþjóðirnar ráðist gegn mér, allar sem ein, þá mun ég ganga fram undir gunnfána hans og gjöreyða þeim.
11 Elles m’environnaient et m’enveloppaient: au nom de Yahweh, je les taille en pièces.
Já, þær umkringja mig og gera árás, en ég útrými þeim undir sigurmerki hans.
12 Elles m’environnaient comme des abeilles: elles s’éteignent comme un feu d’épines; au nom de Yahweh, je les taille en pièces.
Þær þyrpast að mér eins og flugnager, blossa gegn mér sem eyðandi eldur. En undir fána hans gjörsigra ég þá!
13 Tu me poussais violemment pour me faire tomber, mais Yahweh m’a secouru.
Þú, óvinur minn, gerðir allt til að útrýma mér, en Drottinn kom mér til hjálpar.
14 Yahweh est ma force et l’objet de mes chants; il a été mon salut.
Þegar orustan stóð sem hæst var hann styrkur minn og lofsöngur og að endingu veitti hann mér sigur.
15 Des cris de triomphe et de délivrance retentissent dans les tentes des justes. La droite de Yahweh a déployé sa force;
Á heimilum réttlátra syngja menn fagnaðarljóð,
16 la droite de Yahweh est élevée, la droite de Yahweh a déployé sa force.
enda nýkomnar fréttir af sigri!
17 Je ne mourrai pas, je vivrai, et je raconterai les œuvres de Yahweh.
Ekki mun ég deyja, heldur lifa og segja öllum frá máttarverkum hans.
18 Yahweh m’a durement châtié, mais il ne m’a pas livré à la mort.
Drottinn refsaði mér, en ofurseldi mig ekki dauðanum.
19 Ouvrez-moi les portes de la justice, afin que j’entre et que je loue Yahweh.
Ljúkið upp hliðum musterisins – ég ætla að ganga inn og þakka Drottni.
20 C’est la porte de Yahweh; les justes peuvent y entrer.
Um þessi hlið liggur leiðin til Drottins og réttlátir ganga þar inn.
21 Je te célébrerai, parce que tu m’as exaucé, et que tu as été mon salut.
Ó, Drottinn, þökk sé þér að þú bænheyrðir og bjargaðir mér.
22 La pierre rejetée par ceux qui bâtissaient est devenue la pierre angulaire.
Steinninn sem smiðirnir höfðu hafnað var gerður að hornsteini hússins!
23 C’est l’œuvre de Yahweh, c’est une chose merveilleuse à nos yeux.
Það var að vilja og fyrir tilstilli Drottins og er í einu orði sagt stórkostlegt!
24 Voici le jour que Yahweh a fait; livrons-nous à l’allégresse et à la joie.
Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gert. Fögnum og verum glöð í dag!
25 Ô Yahweh, donne le salut! Ô Yahweh, donne la prospérité! Les prêtres, au chef.
Ó, Drottinn, hjálpa þú. Frelsa þú okkur. Láttu okkur ná árangri.
26 Béni soit celui qui vient au nom de Yahweh! Nous vous bénissons de la maison de Yahweh!
Blessaður sé sá sem er að koma, sá sem sendur er af Drottni. Við blessum þig frá helgidóminum.
27 Yahweh est Dieu, il fait briller sur nous la lumière. Les prêtres, au peuple. Attachez la victime avec des liens, jusqu’aux cornes de l’autel. Le peuple.
Drottinn er ljósið sem lýsir okkur. Dansið fyrir honum, já, alla leiðina að altari hans.
28 Tu es mon Dieu, et je te célébrerai; mon Dieu, et je t’exalterai. Tous ensemble.
Hann er minn Guð, ég þakka honum og lofa hann.
29 Célébrez Yahweh, car il est bon, car sa miséricorde est éternelle.
Þakkið Drottni, því að hann er góður! Miskunn hans varir að eilífu!