< Philippiens 4 >

1 C'est pourquoi, mes frères, bien-aimés et désirés, ma joie et ma couronne, tenez ferme dans le Seigneur de cette manière, mes bien-aimés.
Kæru vinir í Kristi, ég elska ykkur og þrái að sjá ykkur, því að þið eruð gleði mín og kóróna, verkalaun mín. Elsku vinir, verið stöðug í Drottni framvegis eins og hingað til.
2 J'exhorte Euodia, et j'exhorte Syntyche, à penser de même dans le Seigneur.
Nú langar mig að biðja ykkur, Evódídu og Sýntýke, um eitt: Gerið það fyrir mig, með hjálp Drottins, að sættast og standa saman.
3 Oui, je t'en prie aussi, partenaire fidèle, aide ces femmes, car elles ont travaillé avec moi à la Bonne Nouvelle, avec Clément aussi, et le reste de mes compagnons d'œuvre, dont les noms sont dans le livre de vie.
Ég bið þig, kæri samherji, að hjálpa þessum konum, því að þær unnu við hlið mér að flytja öðrum gleðitíðindin. Þær störfuðu einnig með Klemens og öðrum félögum mínum, sem eiga nöfn sín rituð í lífsins bók.
4 Réjouissez-vous toujours dans le Seigneur! Je dirai encore: « Réjouissez-vous! »
Verið ávallt glöð vegna samfélagsins við Drottin. Ég endurtek: Verið glöð!
5 Que votre douceur soit connue de tous les hommes. Le Seigneur est proche.
Ljúflyndi ykkar verði öllum kunnugt. Munið að Drottinn kemur skjótt!
6 Ne vous inquiétez de rien, mais en toute chose, par la prière et la demande, avec des actions de grâces, faites connaître vos requêtes à Dieu.
Hafið ekki áhyggjur af neinu. Segið Guði frá öllum þörfum ykkar og gleymið ekki að þakka honum, því að hann svarar bænum.
7 Et la paix de Dieu, qui surpasse toute intelligence, gardera vos cœurs et vos pensées en Jésus-Christ.
Þá mun friður Guðs, sem er ofar öllum skilningi, fylla hjörtu ykkar og hugsanir, vegna þess að þið tilheyrið og treystið Kristi Jesú.
8 Enfin, frères, tout ce qui est vrai, tout ce qui est honorable, tout ce qui est juste, tout ce qui est pur, tout ce qui est beau, tout ce qui est de bonne réputation, s'il y a quelque vertu et s'il y a quelque chose de digne de louange, pensez à ces choses.
Vinir mínir, nú fer ég að ljúka þessu bréfi, en mig langar þó að nefna eitt enn: Venjið ykkur á að hugsa um það sem er satt, gott og rétt. Festið í huga ykkar hið fagra og hreina og það sem gott er í fari annarra. Hugsið um allt það sem þið getið glaðst yfir og lofað Guð fyrir.
9 Faites ce que vous avez appris, reçu, entendu et vu en moi, et le Dieu de la paix sera avec vous.
Venjið ykkur á að gera það sem þið lærðuð af mér og sáuð mig gera, og Guð friðarins mun vera með ykkur.
10 Mais je me réjouis grandement dans le Seigneur de ce que maintenant enfin vous avez ranimé votre pensée pour moi, à laquelle vous pensiez en effet, mais l'occasion vous manquait.
Ég er glaður og þakklátur og lofa Guð fyrir að þið skylduð aftur veita mér aðstoð. Ykkur hefur alltaf verið umhugað að senda mér það sem þið gátuð, en ég veit að um tíma höfðuð þið ekki aðstöðu til þess.
11 Non que je parle par manque, car j'ai appris, dans quelque état que je sois, à m'en contenter.
Þið megið ekki halda að ég hafi alltaf liðið skort, því að ég hef lært að komast af með það sem ég hef og gleðjast yfir því, hvort sem það er mikið eða lítið.
12 Je sais être humilié, et je sais aussi abonder. En toute circonstance, j'ai appris le secret d'être rassasié et d'avoir faim, d'être dans l'abondance et d'être dans le besoin.
Ég kann að lifa af því sem lítið er og einnig því sem mikið er. Ég hef lært þann leyndardóm að láta mér nægja það sem ég hef, hvort sem það er magafylli eða hungur, allsnægtir eða skortur.
13 Je peux tout faire par le Christ qui me fortifie.
Með hjálp Krists get ég gert allt sem Guð biður mig um. Kristur gefur mér styrk og kraft.
14 Or, vous avez bien fait de partager mon affliction.
En hvað sem því líður, þá var fallega gert af ykkur að hjálpa mér í erfiðleikum mínum.
15 Vous savez vous-mêmes, Philippiens, qu'au début de la Bonne Nouvelle, lorsque je suis parti de Macédoine, aucune assemblée n'a participé avec moi au don et à la réception, sauf vous.
Ykkur er vel ljóst að þegar ég kom fyrst með gleðitíðindin til ykkar og einnig eftir að ég yfirgaf Makedóníu, þá voruð þið þeir einu sem hjálpuðu mér, bæði við að gefa og þiggja. Þið voruð eini söfnuðurinn sem slíkt gerði.
16 Car, même à Thessalonique, vous avez toujours répondu à mes besoins.
Og þegar ég var í Þessaloníku, þá senduð þið mér tvívegis pakka.
17 Non que je recherche le don, mais je recherche le fruit qui s'accroît à votre compte.
Ég kann vel að meta gjafir ykkar, en það sem gleður mig mest eru launin sem þið munuð uppskera og fyrir þeim hafið þið vissulega unnið.
18 Mais moi, j'ai tout et j'abonde. Je suis rassasié, ayant reçu d'Epaphrodite ce qui vient de toi, une odeur agréable, un sacrifice agréable et satisfaisant pour Dieu.
Nú sem stendur hef ég allt sem ég þarf og meira en það! Gjafirnar sem Epafrodítus kom með frá ykkur voru ríkulegar. Þær eru eins og ilmandi fórnir og eru Guði þóknanlegar.
19 Mon Dieu pourvoira à tous vos besoins, selon sa richesse en gloire dans le Christ Jésus.
Guð mun veita ykkur ríkulega allt sem þið þarfnist vegna samfélags ykkar við Krist Jesú.
20 A notre Dieu et Père soit la gloire pour les siècles des siècles! Amen. (aiōn g165)
Guði föður sé dýrð um aldir alda. Amen. Páll P. S. (aiōn g165)
21 Saluez tout saint en Jésus-Christ. Les frères qui sont avec moi vous saluent.
Skilið kærri kveðju frá mér til allra kristinna í Filippí. Bræðurnir sem með mér eru, biðja að heilsa.
22 Tous les saints vous saluent, surtout ceux qui sont de la maison de César.
Allir aðrir sem kristnir eru hér, biðja einnig að heilsa ykkur, sérstaklega þeir sem starfa í höll keisarans.
23 La grâce du Seigneur Jésus-Christ soit avec vous tous. Amen.
Blessun Drottins Jesú Krists sé með anda ykkar.

< Philippiens 4 >