< Éphésiens 6 >
1 Enfants, obéissez à vos parents dans le Seigneur, car cela est juste.
Þið börn, hlýðið foreldrum ykkar! Það skuluð þið gera, því að Guð hefur falið þeim að bera ábyrgð á ykkur.
2 « Honore ton père et ta mère », qui est le premier commandement assorti d'une promesse:
„Heiðra skaltu föður þinn og móður.“Þetta er fyrsta boðorðið af hinum tíu boðorðum Guðs sem endar á loforði.
3 « afin que tu sois heureux et que tu vives longtemps sur la terre. »
Hvert er þá loforðið? Það er þetta: „Þá muntu lifa langa og blessunarríka ævi.“
4 Pères, ne provoquez pas vos enfants à la colère, mais élevez-les dans la discipline et l'instruction du Seigneur.
Foreldrar, hér eru nokkur orð til ykkar. Venjið ykkur ekki á að skamma börn ykkar og jagast í þeim, því þá verða þau afundin og bitur. Alið þau heldur upp í kærleika og með aga, á sama hátt og Drottinn, og þá með ábendingum og góðum ráðum.
5 Serviteurs, soyez obéissants à ceux qui, selon la chair, sont vos maîtres, avec crainte et tremblement, dans la simplicité de votre cœur, comme au Christ,
Þrælar, hlýðið húsbændum ykkar. Leitist við að sýna þeim allt hið besta. Þjónið þeim eins og þið væruð að þjóna Kristi.
6 non pas en servant seulement quand les yeux sont sur vous, comme des jouisseurs, mais comme des serviteurs du Christ, faisant de tout cœur la volonté de Dieu,
Vinnið vel, ekki aðeins meðan yfirmaður ykkar fylgist með, til þess að svíkjast síðan um þegar hann snýr sér að öðru. Vinnið alltaf samviskusamlega og með gleði, eins og þið væruð að vinna fyrir Krist og þá gerið þið vilja Guðs.
7 de bonne volonté, rendant service au Seigneur et non aux hommes,
8 sachant que, quelque bien que chacun fasse, il recevra de nouveau le même bien du Seigneur, qu'il soit lié ou libre.
Munið að Drottinn mun launa ykkur allt sem þið hafið gert vel, hvort sem þið eruð þrælar eða frjálsir menn.
9 Vous, maîtres, faites de même à leur égard, et renoncez à la menace, sachant que celui qui est à la fois leur maître et le vôtre est dans les cieux, et qu'il n'y a pas de partialité chez lui.
Þrælaeigendur! Komið vel fram við þræla ykkar, eins og ég sagði þeim að koma fram við ykkur. Hafið ekki í hótunum við þá og munið að þið eruð sjálfir þrælar Krists. Þið hafið sama yfirmann og þeir, og sá fer ekki í manngreinarálit.
10 Enfin, soyez forts dans le Seigneur et dans la force de sa puissance.
Að síðustu ætla ég að minna ykkur á að styrkur ykkar verður að koma frá Drottni og hans volduga mætti, sem er hið innra með ykkur.
11 Revêtez-vous de toutes les armes de Dieu, afin de pouvoir résister aux ruses du diable.
Klæðist alvæpni Guðs, svo að þið getið staðist öll þau svik og blekkingar sem Satan beitir í árásum sínum gegn ykkur.
12 Car ce n'est pas contre la chair et le sang que nous luttons, mais contre les principautés, contre les puissances, contre les dominateurs du monde, contre les ténèbres de ce siècle, et contre les forces spirituelles de la méchanceté dans les lieux célestes. (aiōn )
Barátta okkar er alls ekki gegn holdiklæddu fólki, heldur gegn ósýnilegum öflum eyðingar og upplausnar, hinum máttugu og illu myrkraöflum sem ríkja í þessum fallna heimi. Barátta okkar er einnig við mikinn fjölda illra anda í andaheiminum. (aiōn )
13 C'est pourquoi, revêtez-vous de toutes les armes de Dieu, afin de pouvoir résister au jour mauvais, et, après avoir tout fait, de tenir bon.
Notið öll þau vopn sem Guð hefur gefið okkur til að verjast árásum óvinarins, því að þá munuð þið standa sem sigurvegarar að átökunum loknum.
14 Tiens-toi donc debout, ayant bouclé à ta taille la ceinture de vérité, et revêtu la cuirasse de justice,
Ef þetta á að takast, þá þurfið þið belti sannleikans og réttlætisbrynju Guðs.
15 ayant chaussé tes pieds de la préparation de la Bonne Nouvelle de la paix,
Verið skóuð fúsleik til að flytja öðrum gleðiboðskapinn um frið við Guð.
16 et surtout, prenant le bouclier de la foi, avec lequel tu pourras éteindre tous les traits enflammés du malin.
Beitið trú í hverri orrustu, því að hún er skjöldur sem getur stöðvað þær glóandi örvar sem Satan skýtur að ykkur.
17 Et prenez le casque du salut, et l'épée de l'Esprit, qui est la parole de Dieu;
Gleymið ekki hjálmi hjálpræðisins og sverði heilags anda, sem er Guðs orð.
18 en faisant toutes sortes de prières et de requêtes, en priant en tout temps par l'Esprit, et en veillant à cette fin en toute persévérance et en faisant des demandes pour tous les saints.
Verið ávallt í bæn. Biðjið um allt það sem heilagur andi minnir ykkur á og látið hann leiða ykkur í bæninni. Minnið Guð á þarfir ykkar og biðjið stöðugt fyrir öllum kristnum mönnum, hvar sem þeir eru.
19 Priez pour moi, afin qu'il me soit donné d'ouvrir la bouche, pour faire connaître avec hardiesse le mystère de la Bonne Nouvelle,
Biðjið einnig fyrir mér, að Guð gefi mér rétt orð og djörfung, þegar ég tala við aðra um Drottin og skýri fyrir þeim, að hjálpræði hans sé einnig ætlað heiðingjunum.
20 dont je suis l'ambassadeur dans les chaînes, afin que j'y parle avec hardiesse, comme je dois le faire.
Nú er ég hér hlekkjaður fyrir að hafa boðað þetta. Biðjið að mér auðnist enn að boða það sama með djörfung, eins og mér ber hér í fangelsinu.
21 Mais afin que vous sachiez aussi comment je vais, Tychique, frère bien-aimé et fidèle serviteur dans le Seigneur, vous fera connaître toutes choses.
Týkíkus, heittelskaður bróðir og trúr aðstoðarmaður minn í verki Drottins, mun flytja ykkur fréttir af mér.
22 C'est dans ce but que je vous l'ai envoyé, afin que vous connaissiez notre état et qu'il console vos cœurs.
Ástæða þess að ég sendi hann til ykkar, er einmitt sú að láta ykkur vita hvernig okkur líður og að uppörva ykkur.
23 Que la paix soit avec les frères, et l'amour avec la foi, de la part de Dieu le Père et du Seigneur Jésus-Christ.
Kristnu vinir! Friður Guðs sé með ykkur, ásamt kærleika og trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.
24 Que la grâce soit avec tous ceux qui aiment notre Seigneur Jésus-Christ d'un amour incorruptible. Amen.
Náð og blessun Guðs sé með öllum sem í einlægni elska Drottin Jesú Krist. Páll