< Actes 11 >

1 Les apôtres et les frères qui étaient en Judée apprirent que les païens aussi avaient reçu la parole de Dieu.
Ekki leið á löngu uns postulunum og öðrum bræðrum í Júdeu, bárust fréttirnar um að heiðingjar hefðu einnig snúist til trúar.
2 Lorsque Pierre fut monté à Jérusalem, ceux de la circoncision le contestèrent,
Þegar Pétur kom aftur til Jerúsalem, tóku kristnu Gyðingarnir að ásaka hann og sögðu:
3 en disant: « Tu es allé vers des incirconcis et tu as mangé avec eux. »
„Þú hafðir samskipti við heiðingja, þú borðaðir meira að segja með þeim!“
4 Pierre commença, et leur expliqua dans l'ordre, en disant:
Pétur ákvað að skýra þeim frá málavöxtum og sagði:
5 « J'étais dans la ville de Joppé, en train de prier, et j'ai eu une vision: un récipient qui descendait, comme une grande toile tendue du ciel par quatre coins. Il arriva jusqu'à moi.
„Dag einn var ég á bæn í Joppe. Þá fékk ég vitrun. Ég sá stóran ferhyrndan dúk, sem seig niður frá himni.
6 Après l'avoir regardé attentivement, j'ai considéré et j'ai vu les quadrupèdes de la terre, les animaux sauvages, les reptiles et les oiseaux du ciel.
Á dúknum voru alls konar skepnur, sem okkur er bannað að borða, ferfætlingar, skriðdýr og fuglar.
7 J'entendis aussi une voix qui me disait: « Lève-toi, Pierre, tue et mange! »
Þá heyrði ég rödd sem sagði: „Slátraðu því sem þú vilt þér til matar.“
8 Mais je disais: « Non, Seigneur, car il n'est jamais entré dans ma bouche rien de souillé ni d'impur ».
„Nei, Drottinn! það geri ég ekki, “svaraði ég. „Ég hef aldrei borðað neitt, sem bannað er samkvæmt lögum okkar Gyðinga.“
9 Mais, pour la seconde fois, une voix me répondit du ciel: « Ce que Dieu a purifié, ne l'appelle pas impur.
En röddin kom aftur: „Dirfist þú að mæla á móti því sem Guð segir?“
10 Cela se passa trois fois, et tous remontèrent au ciel.
Þetta gerðist þrisvar sinnum, en síðan hvarf dúkurinn til himins, ásamt öllu sem á honum var.
11 Aussitôt, trois hommes se présentèrent devant la maison où j'étais, envoyés de Césarée vers moi.
Rétt í því komu þrír menn að húsinu, þar sem ég dvaldi, og vildu fá mig með sér til Sesareu.
12 L'Esprit me dit d'aller avec eux sans distinction. Ces six frères m'accompagnèrent aussi, et nous entrâmes dans la maison de cet homme.
Heilagur andi sagði mér að fara með þeim og vera ekkert kvíðinn þótt þeir væru heiðingjar. Þessir sex bræður urðu mér samferða. Nú, við komum svo að húsinu, sem sá bjó í, sem sent hafði eftir mér.
13 Il nous raconta qu'il avait vu l'ange se tenir dans sa maison et lui dire: « Envoie à Joppé chercher Simon, surnommé Pierre,
Hann sagði okkur að engill hefði birst sér og sagt að hann ætti að senda mann til Joppe, til að hafa upp á Símoni Pétri.
14 qui te dira les paroles par lesquelles tu seras sauvé, toi et toute ta maison ».
Auk þess sagði engillinn: „Þau orð sem hann flytur þér, munu verða þér til eilífs lífs og öllu þínu heimafólki.“
15 Comme je commençais à parler, le Saint-Esprit tomba sur eux, comme sur nous au commencement.
Síðan fór ég að útskýra fyrir þeim gleðiboðskapinn. En ég var varla byrjaður á ræðunni, þegar heilagur andi kom yfir þá, alveg eins og yfir okkur í upphafi.
16 Et je me suis souvenu de la parole du Seigneur, qui a dit: « Jean a baptisé dans l'eau, mais vous, vous serez baptisés dans l'Esprit Saint ».
Þá minntist ég orða Drottins: „Jóhannes skírði með vatni, en þið skuluð skírðir með heilögum anda.“
17 Si donc Dieu leur a accordé le même don qu'à nous, lorsque nous avons cru au Seigneur Jésus-Christ, qui étais-je, pour résister à Dieu? »
Fyrst það var Guð sem gaf þessum heiðingjum sömu gjöf og okkur, þegar við trúðum Drottni Jesú Kristi, hvað gat ég þá sagt?“
18 Quand ils entendirent ces choses, ils gardèrent le silence et glorifièrent Dieu, en disant: « Alors Dieu a aussi accordé aux païens la repentance à la vie! »
Þegar viðstaddir heyrðu þetta þögnuðu öll mótmæli og þeir lofuðu Guð. „Já!“sögðu þeir glaðir. „Guð hefur þá líka miskunnað heiðingjunum og leyft þeim að snúa sér til sín, og eignast eilíft líf.“
19 Ceux donc qui avaient été dispersés par l'oppression qui s'était élevée au sujet d'Étienne, allèrent jusqu'en Phénicie, à Chypre et à Antioche, ne parlant à personne, sinon aux Juifs seulement.
Kristnir menn, sem flúið höfðu Jerúsalem í ofsóknunum eftir dauða Stefáns, fóru víða, jafnvel alla leið til Fönikíu, Kýpur og Antíokkíu. Alls staðar boðuðu þeir fagnaðarerindið, en þó aðeins Gyðingum.
20 Mais quelques-uns d'entre eux, hommes de Chypre et de Cyrène, arrivèrent à Antioche et s'adressèrent aux Hellènes, prêchant le Seigneur Jésus.
Þó voru nokkrir, sem fóru til Antíokkíu frá Kýpur og Kýrene, sem vitnuðu um Drottin Jesú fyrir Grikkjum.
21 La main du Seigneur était avec eux, et un grand nombre crurent et se tournèrent vers le Seigneur.
Drottinn blessaði starf þeirra, svo að fjöldi heiðingja snerist til trúar.
22 Le bruit qui courut à leur sujet parvint aux oreilles de l'assemblée qui était à Jérusalem. Ils envoyèrent Barnabas jusqu'à Antioche,
Þegar söfnuðurinn í Jerúsalem frétti af þessu, var Barnabas sendur til Antíokkíu til aðstoðar þessum nýju trúsystkinum.
23 lequel, après être arrivé et avoir vu la grâce de Dieu, se réjouit. Il les exhorta tous à s'attacher de tout leur cœur au Seigneur.
Þegar hann kom þangað sá hann hve undursamlega hluti Guð var að gera og gladdist innilega. Hvatti hann kristna menn til að halda sér að Drottni og láta ekkert aftra sér.
24 Car c'était un homme de bien, plein de l'Esprit Saint et de foi, et beaucoup de gens furent ajoutés au Seigneur.
Barnabas var góður maður, fylltur heilögum anda og sterkur í trúnni. Ekki leið á löngu uns mikill fjöldi fólks gekk Drottni á hönd.
25 Barnabas partit pour Tarse, à la recherche de Saul.
Eftir þetta fór Barnabas áfram til Tarsus, til að hafa uppi á Páli.
26 L'ayant trouvé, il l'emmena à Antioche. Pendant toute une année, ils furent réunis avec l'assemblée, et ils enseignèrent beaucoup de gens. C'est à Antioche que les disciples ont été appelés chrétiens pour la première fois.
Þegar hann hafði fundið hann, fór hann með hann til Antíokkíu og þar dvöldust þeir í heilt ár og fræddu þá sem voru nýir í trúnni. Það var í Antíokkíu sem hinir trúuðu voru fyrst kallaði kristnir.
27 En ces jours-là, des prophètes descendirent de Jérusalem à Antioche.
Um þessar mundir komu nokkrir spámenn frá Jerúsalem til Antíokkíu.
28 L'un d'eux, nommé Agabus, se leva et annonça par l'Esprit qu'il devait y avoir une grande famine dans le monde entier, ce qui arriva aussi du temps de Claude.
Einn þeirra, Agabus að nafni, stóð þá upp á samkomu og flutti boðskap, sem heilagur andi blés honum í brjóst. Spádómurinn fjallaði um að mikil hungursneyð myndi koma yfir heiminn (þetta rættist á valdatíma Kládíusar).
29 Tous les disciples, qui étaient dans l'abondance, résolurent d'envoyer des secours aux frères qui habitaient la Judée,
Kristnir menn ákváðu því að senda hjálp til trúsystkina sinna í Júdeu og gefa hver um sig eftir efnum sínum.
30 ce qu'ils firent aussi, en les envoyant aux anciens par les mains de Barnabas et de Saul.
Þetta var gert og Barnabasi og Páli falið að koma gjöfinni í hendur forystumanna safnaðarins í Jerúsalem.

< Actes 11 >