< Markus 2 >
1 En na eenige dagen kwam Jezus wederom naar Kapernaüm, en men hoorde dat Hij te huis was.
Nokkrum dögum síðar sneri Jesús aftur til Kapernaum og fyrr en varði vissu bæjarbúar að hann var kominn heim.
2 En velen verzamelden zich, zoodat er geen plaats meer was, zelfs niet bij de deur; en Hij sprak het woord tot hen.
Á skammri stundu var húsið sem hann dvaldist í orðið svo þéttsetið að fleiri komust ekki þangað inn og meira að segja þröng úti fyrir. Þarna flutti hann orð Guðs.
3 En zij kwamen en brachten tot Hem een lamme, die door vier gedragen werd.
Þá komu þar menn sem báru lamaðan mann á börum á milli sín.
4 En omdat zij niet bij Hem konden komen ter oorzake van de menigte, namen zij het dak weg waar Hij was, en toen zij een opening gemaakt hadden lieten zij het bed naar beneden, waar de lamme op lag.
Þeir komust ekki að Jesú vegna mannfjöldans og rufu því gat á leirþakið og létu börurnar með veika manninum síga niður til Jesú.
5 En Jezus hun geloof ziende, zeide tot den lamme: Zoon, de zonden zijn u vergeven!
Þegar Jesús sá trú þeirra – hversu sannfærðir þeir voru um að hann gæti hjálpað – sagði hann við lamaða manninn: „Sonur minn, syndir þínar eru fyrirgefnar!“
6 Er waren nu sommigen van de schriftgeleerden daar gezeten, die in hun harten redeneerden:
Nokkrir trúarleiðtogar þjóðarinnar urðu vitni að þessum atburði og hugsuðu með sér:
7 Hoe spreekt deze alzoo? Hij lastert! — Wie kan zonden vergeven, dan God alleen?
„Hvað er að heyra? Þetta er guðlast! Hann heldur þó ekki að hann sé Guð? Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?“
8 En terstond bekende Jezus in zijn geest dat zij alzoo redeneerden in zich zelven, en zeide tot hen: Wat beredeneert gij deze dingen in uw harten?
Jesús las hugsanir þeirra og sagði: „Hvers vegna hugsið þið svona?
9 Wat is gemakkelijker, tot den lamme te zeggen: Uw zonden zijn vergeven, of te zeggen: Sta op, en neem uw bed op en ga heen!
Er nokkuð erfiðara að fyrirgefa syndir hans en að lækna hann?
10 Maar opdat gij weten moogt dat de Zoon des menschen macht heeft op aarde om zonden te vergeven, — toen zeide Hij tot den lamme:
Ég skal sanna ykkur að ég, maðurinn frá himnum, hef fyrirgefið honum syndir hans.“
11 Ik zeg u, sta op, neem uw bed op en ga heen naar uw huis!
Síðan sneri hann sér að lamaða manninum og sagði: „Taktu börurnar og farðu heim. Þú ert heilbrigður.“
12 En hij stond op en nam terstond het bed op en ging uit voor aller oogen, zoodat allen verbaasd waren en God de glorie gaven, zeggende: Zoo iets hebben wij nooit gezien!
Maðurinn spratt á fætur, tók börurnar og ruddi sér leið gegnum mannfjöldann, sem var agndofa af undrun. Og fólkið tók að lofa Guð og hrópa: „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt.“
13 En Hij ging wederom uit naar de zee en al het volk kwam tot Hem en Hij onderwees hen.
Eftir þetta gekk Jesús niður að vatninu og talaði við mannfjöldann sem þar safnaðist að honum.
14 En voorbijgaande zag Hij Levi, den zoon van Alfeüs, aan het tolhuis zitten, en Hij zeide tot hem: Volg Mij na! — En opstaande volgde hij Hem na.
Á leið sinni fram hjá skattstofunni sá hann Leví Alfeusson sitja þar. „Komdu og vertu lærisveinn minn.“sagði Jesús við hann. Þá stóð Leví upp og fylgdi honum.
15 En het geschiedde dat Hij aanlag in Levi’s huis, en veel tollenaars en zondaars lagen met Jezus en zijn discipelen mede aan; want er waren er velen en zij waren Hem nagevolgd.
Um kvöldið bauð Leví vinnufélögum sínum á skattstofunni og mörgum sem illt orð fór af, til kvöldverðar, svo þeir gætu hitt Jesú og lærisveina hans. (Í þeim fjölda sem fylgdi Jesú höfðu ekki heldur allir gott orð á sér.)
16 En de schriftgeleerden en fariseërs, als ze zagen dat Hij at met de tollenaars en zondaars, zeiden tot zijn discipelen: Waarom eet en drinkt Hij met de tollenaars en zondaars?
Þegar trúarleiðtogar fólksins sáu hann matast með þessum mönnum, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvernig í ósköpunum getur hann fengið af sér að borða með þvílíkum ruslaralýð?“
17 En Jezus dit hoorende zeide tot hen: Niet de gezonden hebben een geneesmeester noodig, maar de zieken; Ik ben niet gekomen om rechtvaardigen te roepen, maar zondaars!
Þegar Jesús heyrði þetta, sagði hann við þá: „Veikir þurfa lækni en heilbrigðir ekki! Ég kom ekki til að hvetja hina „góðu“til að iðrast synda sinna, heldur þá sem vondir eru.“
18 En de discipelen van Johannes en van de fariseërs waren vastende, en zij kwamen en zeiden tot Hem: Waarom vasten de discipelen van Johannes en die der fariseërs, maar uw discipelen vasten niet?
Nú stóð yfir fasta hjá lærisveinum Jóhannesar og faríseunum (en þá neyttu þeir ekki matar af trúarástæðum). Menn komu þá til Jesú og sögðu við hann: „Af hverju fasta þínir lærisveinar ekki eins og hinir?“
19 En Jezus zeide tot hen: Kunnen dan de bruiloftsgasten vasten terwijl de bruidegom bij hen is? Zoolang zij den bruidegom bij zich hebben, kunnen zij niet vasten!
Jesús svaraði og sagði: „Hvað gera vinir brúðgumans? Hafna þeir kræsingunum í brúðkaupsveislu hans, og eiga þeir að vera daprir í bragði meðan hann er hjá þeim? Nei!
20 maar er zullen dagen komen, als de bruidegom van hen is weggenomen, en dan zullen zij vasten in dien dag!
En sá dagur kemur að hann verður tekinn frá þeim og þá munu þeir fasta.
21 Niemand toch naait een stuk ongekrompen laken op een oud kleed; anders scheurt het ingezette stuk, dat nieuw is, van het oude af, en de scheur wordt erger.
Hver bætir gamla flík með bót sem á eftir að hlaupa? Hvað mundi þá gerast? Bótin mundi hlaupa í fyrsta þvotti og rifna frá og gatið verða ennþá stærra en áður.
22 En niemand giet jongen wijn in oude zakken, anders doet de wijn de zakken barsten, en de wijn wordt uitgestort, en de zakken gaan verloren; maar jongen wijn moet men in nieuwe zakken gieten.
Þið vitið að ekki má setja nýtt vín í gamla skinnbelgi, þá rifna þeir, vínið fer allt niður og belgirnir eyðileggjast. Nýtt vín er sett á nýja belgi.“
23 En het geschiedde dat Hij op den sabbat door het korenveld ging, en zijn discipelen begonnen al gaande, aren te plukken.
Seinna – á helgidegi var Jesús ásamt lærisveinum sínum á gangi yfir akur. Lærisveinarnir brutu þá öx af stráunum og átu úr þeim kornið.
24 En de fariseërs zeiden tot Hem: Zie, waarom doen zij op den sabbat wat niet geoorloofd is?
Þá sögðu farísearnir við Jesú: „Þetta mega þeir ekki gera! Það er lagabrot að uppskera korn á helgidegi.“
25 En Hij zeide tot hen: Hebt gij nooit gelezen, wat David gedaan heeft, toen hij gebrek had en honger had, en zij die met hem waren?
En hann sagði við þá: „Hafið þið aldrei heyrt hvað Davíð gerði þegar hann og menn hans hungraði? Þeir fóru inn í helgidóm Guðs – það var þegar Abíatar var æðsti prestur – og átu brauðið sem ætlað var prestunum. Það var einnig lagabrot.
26 Hoe hij is ingegaan in het huis Gods, ten tijde van Abjathar den hoogepriester, en de toonbrooden heeft gegeten, die niemand mag eten dan alleen de priesters, en dat hij gegeven heeft ook aan degenen die met hem waren?
27 En Hij zeide tot hen: De sabbat is gemaakt om den mensch, en niet de mensch om den sabbat.
Helgidagurinn varð til mannsins vegna en ekki maðurinn vegna helgidagsins.
28 Zoo is de Zoon des menschen Heer, ook van den sabbat!
Ég, Kristur, hef vald til að ákveða hvað menn mega gera á helgidögum.“