< Psalmien 73 >
1 Aasafin virsi. Totisesti, Jumala on hyvä Israelille, niille, joilla on puhdas sydän.
Guð er góður við Ísrael! Hann er góður þeim sem hreinlyndir eru.
2 Mutta minun jalkani olivat vähällä kompastua, askeleeni olivat aivan liukahtaa.
En hvað um mig? Ég var kominn á ystu nöf. Það munaði engu að mér skrikaði fótur og ég félli!
3 Sillä minussa nousi kateus ylvästelijöitä kohtaan, kun minä näin jumalattomien menestyvän.
Ég hafði fyllst gremju út af velgengni hinna hrokafullu.
4 Sillä he ovat vaivoista vapaat kuolemaansa asti, he ovat voimakkaat ja lihavat.
Þeim virtist ganga allt í haginn. Þeir eru hraustir og sterkir.
5 Eivät he koe muitten kuolevaisten tuskia, eikä heitä vaivata niinkuin muita ihmisiä.
Þeir virðast lausir við alla erfiðleika og áföll sem henda aðra.
6 Sentähden on ylpeys heillä kaulakoristeena, väkivalta on puku, joka heidät verhoaa.
Hrokinn er eins og glitrandi festi um háls þeirra og þeir eru sveipaðir ofríki eins og skikkju.
7 Heidän silmänsä pullistuvat ulos heidän lihavuudestaan, heidän sydämensä kuvittelut kulkevat valtoimina.
Þeir belgjast út af offitu og augu þeirra tútna af ágirnd.
8 He pilkkaavat ja puhuvat väkivallan puheita pahuudessansa, he puhuvat kuin korkeuksista.
Þeir hæðast að Guði og hafa í hótunum við fólk hans. Hroki er í hverju orði.
9 Heidän suunsa tavoittelee taivasta, ja heidän kielensä kulkee pitkin maata.
Þeir stæra sig gegn himninum og blaðrið í þeim heyrist um allar jarðir.
10 Sentähden heidän kansansa liittyy heihin ja särpii vettä kyllälti.
Þjóð Guðs er orðlaus og gleypir í sig boðskap þeirra.
11 Ja he sanovat: "Kuinka Jumala sen tietäisi, onko tietoa Korkeimmalla?"
„Guð virðist láta þá í friði, “segir fólk,
12 Katso, nämä ovat jumalattomat; kuitenkin he elävät ainaisessa rauhassa ja rikastuvat yhäti.
„já, þessir guðleysingjar lifa áhyggjulausu lífi og verða ríkari með hverjum degi.“
13 Turhaan minä olen pitänyt sydämeni puhtaana ja pessyt käteni viattomuudessa:
Hef ég eytt tíma mínum til einskis? Er til nokkurs að kappkosta að lifa heiðvirðu lífi?
14 minua vaivataan joka aika, ja minä saan joka aamu kuritusta.
Allt sem ég hef upp úr því er erfiði og strit – alla daga, sí og æ!
15 Jos olisin sanonut: "Noin minäkin puhun", katso, niin minä olisin ollut petollinen koko sinun lastesi sukua kohtaan.
Ef ég talaði með þessum hætti, væri ég að bregðast lýð þínum.
16 Minä mietin päästäkseni tästä selvyyteen; mutta se oli minulle ylen vaikeata,
En þetta er samt svo torskilið – velgengni þeirra sem hata Drottin.
17 kunnes minä pääsin sisälle Jumalan pyhiin salaisuuksiin ja käsitin, mikä heidän loppunsa on oleva.
En dag einn fór ég í helgidóm Drottins til að íhuga, og þá hugleiddi ég framtíð þessara vondu manna.
18 Totisesti, sinä panet heidät liukkaalle, perikatoon sinä heidät syökset.
Sá vegur sem þeir ganga mun enda í skelfingu. Skyndilega mun þeim skrika fótur og þeir hrasa og steypast fram af brúninni, niður í hyldýpið.
19 Kuinka he joutuvatkaan äkisti turmioon! He hukkuvat, heidän loppunsa on kauhistava.
Það verður snöggur endir á allri „gæfunni“, skyndileg tortíming.
20 Niinkuin unen käy herätessä, niin sinä, Herra, kun heräjät, heidän valhekuvansa hylkäät.
Líf þeirra líkist draumi. Þeir munu vakna til veruleikans, eins og þegar menn vakna af draumsvefni og sjá að allt var ímyndun ein!
21 Kun minun sydämeni katkeroitui ja minun munaskuihini pisti,
Þegar ég skyldi þetta, fylltist ég hryggð og leið illa.
22 silloin minä olin järjetön enkä mitään älynnyt, olin sinun edessäsi kuin nauta.
Ég sá hve heimskur og fávís ég var. Ég hlýt að vera eins og skynlaus skepna í þínum augum, Guð!
23 Kuitenkin minä pysyn alati sinun tykönäsi, sinä pidät minua kiinni oikeasta kädestäni.
En samt elskar þú mig! Þú heldur í hægri hönd mína og varðveitir mig.
24 Sinä talutat minua neuvosi mukaan ja korjaat minut viimein kunniaan.
Og áfram munt þú leiða mig með vísdómi þínum og speki.
25 Ketä muuta minulla olisi taivaassa! Ja kun sinä olet minun kanssani, en minä mistään maan päällä huoli.
Hvern á ég að á himnum nema þig? Og þú ert sá sem ég þrái mest á jörðu!
26 Vaikka minun ruumiini ja sieluni nääntyisi, Jumala on minun sydämeni kallio ja minun osani iankaikkisesti.
Heilsu minni hrakar og hjarta mitt þreytist, en Guð lifir! Hann er styrkur minn, ég fæ að tilheyra honum að eilífu.
27 Sillä katso, jotka sinusta eriävät, ne hukkuvat, sinä tuhoat kaikki, jotka haureudessa sinusta luopuvat.
Drottinn, þeir sem hafna þér munu farast, því að þú eyðir þeim sem þjóna öðrum guðum.
28 Mutta minun onneni on olla Jumalaa lähellä, minä panen turvani Herraan, Herraan, kertoakseni kaikkia sinun tekojasi.
En hvað um mig? Ég vil komast eins nálægt Guði og ég get! Ég hef kosið að trúa á Drottin. Hann er skjól mitt. Ég vil vitna um það í allra áheyrn að margsinnis hefur hann bjargað mér á undursamlega hátt.