< Psalms 94 >
1 God of vengeance — Jehovah! God of vengeance, shine forth.
Drottinn, þú ert Guð hefndarinnar – sá Guð sem réttir hlut þeirra sem ranglæti eru beittir. Láttu dýrð þína birtast.
2 Be lifted up, O Judge of the earth, Send back a recompence on the proud.
Rís upp, þú dómari jarðar. Refsaðu ofstopamönnum fyrir illverk þeirra.
3 Till when [do] the wicked, O Jehovah? Till when do the wicked exult?
Drottinn, hve lengi eiga óguðlegir að hrósa sigri?
4 They utter — they speak an old saw, All working iniquity do boast themselves.
Þeir eru að springa af monti! Hlustaðu á grobbið í þeim!
5 Thy people, O Jehovah, they bruise, And Thine inheritance they afflict.
Drottinn, líttu á hvernig þeir kúga þjóð þína og kvelja fólkið sem þú elskar.
6 Widow and sojourner they slay, And fatherless ones they murder.
Þeir myrða ekkjur og munaðarleysingja og líka útlendinga sem hér hafa sest að.
7 And they say, 'Jehovah doth not see, And the God of Jacob doth not consider.'
„Drottinn sér þetta ekki, “segja þeir, „hann lætur sér fátt um finnast.“
8 Consider, ye brutish among the people, And ye foolish, when do ye act wisely?
Heimskingjar!
9 He who planteth the ear doth He not hear? He who formeth the eye doth He not see?
Haldið þið að Guð sé blindur og heyrnarlaus, hann sem skapar bæði augu og eyru!
10 He who is instructing nations, Doth He not reprove? He who is teaching man knowledge [is] Jehovah.
Hann refsar þjóðunum – og nú er komið að ykkur. Enginn hlutur er honum hulinn. Eins og hann viti ekki hvað þið hafið gert!
11 He knoweth the thoughts of man, that they [are] vanity.
Drottinn þekkir skammsýni og hégómleika mannanna
12 O the happiness of the man Whom Thou instructest, O Jah, And out of Thy law teachest him,
og því agar hann okkur til góðs.
13 To give rest to him from days of evil, While a pit is digged for the wicked.
Það gerir hann til þess að við göngum á hans vegum og gefumst ekki upp í mótlæti.
14 For Jehovah leaveth not His people, And His inheritance forsaketh not.
Drottinn afneitar ekki lýð sínum né yfirgefur þjóð sína.
15 For to righteousness judgment turneth back, And after it all the upright of heart,
Dómar hans eru réttlátir og fylgjendur hans fagna af hreinu hjarta.
16 Who riseth up for me with evil doers? Who stationeth himself for me with workers of iniquity?
Hver vill vernda mig fyrir illgjörðamönnum? Hver vill vera skjöldur minn?
17 Unless Jehovah [were] a help to me, My soul had almost inhabited silence.
Án Drottins væri ég dauðans matur.
18 If I have said, 'My foot hath slipped,' Thy kindness, O Jehovah, supporteth me.
Ég æpti: „Drottinn, ég er að hrapa!“og af gæsku sinni frelsaði hann mig.
19 In the abundance of my thoughts within me, Thy comforts delight my soul.
Drottinn, þegar efasemdir ásækja mig og hjarta mitt er fullt af angist, þá gefðu mér frið þinn og endurnýjaðu gleði mína.
20 Is a throne of mischief joined [with] Thee? A framer of perverseness by statute?
Vilt þú vernda og viðhalda spilltri valdsstjórn sem hallar réttlætinu? Leyfir þú slíkt?
21 They decree against the soul of the righteous, And innocent blood declare wicked.
Hefur þú þóknun á þeim sem dæma saklausa til dauða?
22 And Jehovah is for a high place to me, And my God [is] for a rock — my refuge,
Nei! Drottinn, Guð minn, er vígi mitt, kletturinn þar sem ég leita skjóls.
23 And turneth back on them their iniquity, And in their wickedness cutteth them off; Jehovah our God doth cut them off!
Guð lætur syndir óguðlegra koma þeim sjálfum í koll. Illverk þeirra verða þeim að falli.