< Psalms 34 >
1 To Dauid, whanne he chaungide his mouth bifor Abymalech, and he `droof out Dauid, `and he yede forth. I schal blesse the Lord in al tyme; euere his heriyng is in my mouth.
Ég vil lofa Drottin öllum stundum, vegsama hann seint og snemma.
2 Mi soule schal be preisid in the Lord; mylde men here, and be glad.
Ég hrósa mér af Drottni. Hinir hógværu hlusta og öðlast nýjan kjark.
3 Magnyfie ye the Lord with me; and enhaunse we his name into it silf.
Lofið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.
4 I souyte the Lord, and he herde me; and he delyueride me fro alle my tribulaciouns.
Ég hrópaði til hans og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því sem ég hræddist.
5 Neiye ye to him, and be ye liytned; and youre faces schulen not be schent.
Lítið til hans og gleðjist og þið munuð ekki verða til skammar.
6 This pore man criede, and the Lord herde hym; and sauyde hym fro alle hise tribulaciouns.
Ég var vesæll og aumur, en ég hrópaði til Drottins. Drottinn heyrði hróp mitt og frelsaði frá öllu því sem ég hræddist.
7 The aungel of the Lord sendith in the cumpas of men dredynge hym; and he schal delyuere hem.
Engill Drottins stendur vörð um þá sem óttast hann, og hann bjargar þeim.
8 Taaste ye, and se, for the Lord is swete; blessid is the man, that hopith in hym.
Finndu og sjáðu hve Guð er góður! Sæll er sá sem leitar hælis hjá honum.
9 Alle ye hooli men of the Lord, drede hym; for no nedynesse is to men dredynge hym.
Treystið Drottni og sýnið honum lotningu – óttist hann – því að þeir sem óttast hann líða engan skort.
10 Riche men weren nedi, and weren hungri; but men that seken the Lord schulen not faile of al good.
Ung ljón búa við skort en þeir sem leita Drottins fara einskis góðs á mis.
11 Come, ye sones, here ye me; Y schal teche you the drede of the Lord.
Börnin góð, komið og ég mun kenna ykkur að óttast Drottin. Það er mikilvægt.
12 Who is a man, that wole lijf; loueth to se good daies?
Viljið þið lifa langa og góða ævi?
13 Forbede thi tunge fro yuel; and thi lippis speke not gile.
Gætið þá tungu ykkar! Segið aldrei ósatt orð.
14 Turne thou awei fro yuel, and do good; seke thou pees, and perfitli sue thou it.
Haldið ykkur frá öllu illu og ástundið það sem gott er. Reynið að lifa í sátt við aðra menn og keppið eftir friði.
15 The iyen of the Lord ben on iust men; and hise eeren ben to her preiers.
Því að augu Drottins hvíla á hinum réttlátu og hann hlustar eftir bænum þeirra.
16 But the cheer of the Lord is on men doynge yuels; that he leese the mynde of hem fro erthe.
En öllum óguðlegum mun Drottinn eyða og afmá minningu þeirra af jörðinni.
17 Just men cryeden, and the Lord herde hem; and delyueride hem fro alle her tribulaciouns.
Þegar réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn og frelsar þá úr nauðum.
18 The Lord is nyy hem that ben of troblid herte; and he schal saue meke men in spirit.
Já, Drottinn er nálægur öllum þeim sem hafa auðmjúkt hjarta. Hann frelsar þá sem í einlægni og auðmýkt iðrast synda sinna.
19 Many tribulaciouns ben of iust men; and the Lord schal delyuere hem fro alle these.
Góður maður kemst oft í vanda – fær sinn skammt af mótlæti – en Drottinn á lausn við öllu slíku.
20 The Lord kepith alle the boonys of hem; oon of tho schal not be brokun.
Jafnvel gegn slysum verndar Drottinn hann.
21 The deth of synneris is werst; and thei that haten a iust man schulen trespasse.
Ógæfan eltir og drepur óguðlegan mann og þeir sem hata réttláta bíða síns dóms.
22 The Lord schal ayenbie the soulis of hise seruauntis; and alle, that hopen in him, schulen not trespasse.
En Drottinn frelsar líf þjóna sinna. Enginn sem leitar hælis hjá honum verður dæmdur sekur.