< Psalms 31 >

1 To victorie, the salm of Dauid. Lord, Y hopide in thee, be Y not schent with outen ende; delyuere thou me in thi riytfulnesse.
Drottinn, þér einum treysti ég. Láttu ekki óvini mína yfirbuga mig. Bjargaðu mér, því að þú ert réttlátur í öllum hlutum.
2 Bouwe doun thin eere to me; haaste thou to delyuere me. Be thou to me in to God defendere, and in to an hows of refuyt; that thou make me saaf.
Svara mér í skyndi, nú þegar ég hrópa til þín. Beygðu þig niður að mér og hlustaðu á bæn mína. Vertu mér verndarbjarg, skjól fyrir óvinum.
3 For thou art my strengthe and my refuyt; and for thi name thou schalt lede me forth, and schalt nurische me.
Já, þú ert klettur minn og vígi, sýndu mátt þinn og gerðu nafn þitt dýrlegt og bjargaðu mér.
4 Thou schalt lede me out of the snare, which thei hidden to me; for thou art my defendere.
Forða fæti mínum frá snörunni sem óvinir mínir hafa lagt fyrir mig. Þú einn getur frelsað mig.
5 I bitake my spirit in to thin hondis; Lord God of treuthe, thou hast ayen bouyt me.
Í þínar hendur fel ég anda minn. Þú, Guð, sem stendur við öll þín orð, þú hefur bjargað mér. Þig einan lofa ég.
6 Thou hatist hem that kepen vanytees superfluli.
Ég hata alla þá sem dýrka fánýt falsgoð en Drottni treysti ég.
7 Forsothe Y hopide in the Lord; Y schal haue fulli ioie, and schal be glad in thi merci. For thou byheldist my mekenesse; thou sauedist my lijf fro nedis.
Ég gleðst mjög, því að þú hefur miskunnað mér, þú gafst gaum að þrengingum mínum og sálarneyð.
8 And thou closidist not me togidere withynne the hondis of the enemy; thou hast sett my feet in a large place.
Þú framseldir mig ekki óvinum mínum, heldur rýmkaðir um mig á alla vegu.
9 Lord, haue thou merci on me, for Y am troblid; myn iye is troblid in ire, my soule and my wombe `ben troblid.
Ó, Drottinn, miskunna mér í neyð minni.
10 For whi my lijf failide in sorewe; and my yeeris in weilynges. Mi vertu is maad feble in pouert; and my boonys ben disturblid.
Augu mín eru grátbólgin, heilsa mín brostin af sorg.
11 Ouer alle myn enemyes Y am maad schenship greetli to my neiyboris; and drede to my knowun. Thei that sien me with outforth, fledden fro me; Y am youun to foryetyng,
Ár mín líða í harmi, hryggðin styttir ævi mína. Syndirnar draga úr mér allan þrótt. Hokinn stend ég – sneyptur af skömm. Óvinirnir spotta mig og nágrannarnir hæða mig. Óhug slær að vinum mínum. Þeir, jafnvel þeir, forðast að mæta mér og líta undan þegar ég geng hjá.
12 as a deed man fro herte. I am maad as a lorun vessel;
Ég er gleymdur eins og líkið í gröf sinni – eins og brotið ker sem fleygt hefur verið á haug.
13 for Y herde dispisyng of many men dwellynge in cumpas. In that thing the while thei camen togidere ayens me; thei counceliden to take my lijf.
Ég frétti hvað um mig var sagt – um baktal óvina minna. Ógn og skelfing var hvert sem ég leit, svik og prettir í öllum hornum!
14 But, Lord, Y hopide in thee; Y seide, Thou art my God; my tymes ben in thin hondis.
En Drottinn, þér treysti ég! Ég sagði: „Þú einn ert minn Guð, “
15 Delyuer thou me fro the hondis of mynen enemyes; and fro hem that pursuen me.
þú ákveður ævilengd mína. Frelsaðu mig Drottinn, undan þeim sem ofsækja mig.
16 Make thou cleer thi face on thi seruaunt; Lord, make thou me saaf in thi merci;
Láttu velþóknun þína aftur verða augljósa á þjóni þínum. Frelsa mig því að þú ert góður!
17 be Y not schent, for Y inwardli clepide thee. Unpitouse men be aschamed, and be led forth in to helle; (Sheol h7585)
Drottinn, láttu mig ekki verða til skammar þegar ég ákalla þig um hjálp. Láttu illmennin blygðast sín fyrir það sem þau treysta á. Já, sendu þá sneypta og þegjandi í gröfina (Sheol h7585)
18 gileful lippys be maad doumbe. That speken wickidnesse ayens a iust man; in pride, and in mysusyng.
lygarana sem ásaka réttláta með hroka og fyrirlitningu.
19 Lord, the multitude of thi swetnesse is ful greet; which thou hast hid to men dredynge thee. Thou hast maad a perfit thing to hem, that hopen in thee; in the siyt of the sones of men.
Mikil er miskunn þín við þá sem treysta þér og vitna um trúfesti þína, þá sem elska þig og heiðra í augsýn annarra.
20 Thou schalt hide hem in the priuyte of thi face; fro disturblyng of men. Thou schalt defende hem in thi tabernacle; fro ayenseiyng of tungis.
Vertu ástvinum þínum skjól gegn svikráðum manna, verndaðu þá fyrir illum tungum.
21 Blessid be the Lord; for he hath maad wondurful his merci to me in a strengthid citee.
Lofaður sé Drottinn, því að hann hefur sýnt mér dásamlega náð og verndað mig gegn illu.
22 Forsothe Y seide in the passyng of my soule; Y am cast out fro the face of thin iyen. Therfor thou herdist the vois of my preier; while Y criede to thee.
Í fljótfærni sagði ég: „Drottinn hefur yfirgefið mig.“En hann heyrði samt bæn mína og svaraði mér!
23 Alle ye hooli men of the Lord, loue hym; for the Lord schal seke treuthe, and he schal yelde plenteuousli to hem that doen pride.
Elskið Drottin, öll þið sem honum treystið, því að Drottinn verndar trúfasta, en refsar harðlega þeim sem hafna honum í hroka.
24 Alle ye that hopen in the Lord, do manli; and youre herte be coumfortid.
Verið því glöð og hughraust, öll þið sem vonið á Drottin!

< Psalms 31 >