< Psalms 136 >
1 Alleluya. Knouleche ye to the Lord, for he is good, for his merci is withouten ende.
Þakkið Drottni, því að hann er góður, miskunn hans varir að eilífu!
2 Knouleche ye to the God of goddis.
Þakkið Guði guðanna, því að miskunn hans varir að eilífu.
3 Knouleche ye to the Lord of lordis.
Þakkið Drottni drottnanna, því að miskunn hans varir að eilífu.
4 Which aloone makith grete merueils.
Lofið hann sem einn gjörir furðuverk, því að miskunn hans varir að eilífu.
5 Which made heuenes bi vndurstondyng.
Lofið hann sem skapaði himininn, því að miskunn hans varir að eilífu.
6 Which made stidefast erthe on watris.
Lofið hann sem aðskildi höf og lönd, því að miskunn hans varir að eilífu.
7 Which made grete liytis.
Lofið hann sem skapaði ljósgjafa himinsins, því að miskunn hans varir að eilífu.
8 The sunne in to the power of the dai.
Sólina til að ráða deginum, því að miskunn hans varir að eilífu
9 The moone and sterris in to the power of the niyt.
og tunglið og stjörnurnar til að ráða um nætur, því að miskunn hans varir að eilífu.
10 Which smoot Egipt with the firste gendrid thingis of hem.
Lofið Guð sem laust frumburði Egypta, því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu.
11 Which ledde out Israel fro the myddil of hem.
Hann leiddi þá út með mætti sínum og sinni voldugu hendi,
12 In a miyti hond and in an hiy arm.
því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu.
13 Whiche departide the reed see in to departyngis.
Lofið Drottin sem opnaði þeim leið gegnum Rauðahafið,
14 And ledde out Israel thoruy the myddil therof.
því að miskunn hans – varir að eilífu,
15 And he `caste a down Farao and his pouer in the reed see.
en drekkti í hafinu hersveitum faraós, því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu.
16 Which ledde ouer his puple thoruy desert.
Lofið hann sem leiddi lýð sinn yfir auðnina, því að miskunn hans varir að eilífu.
17 Which smoot grete kingis.
Lofið hann sem frelsaði lýð sinn undan voldugum konungum, því að miskunn hans varir að eilífu
18 And killide strong kingis.
og laust þá til dauða, þessa óvini Ísraels, því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu:
19 Seon, the king of Amorreis.
Síhon, Amoríta-konung, því að miskunn Guðs við Ísrael varir að eilífu
20 And Og, the king of Baasan.
– og Óg, konung í Basan – því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu.
21 And he yaf the lond of hem eritage.
Guð gaf Ísrael lönd þessara konunga til eilífrar eignar, því að miskunn hans varir að eilífu.
22 Eritage to Israel, his seruaunt.
Já, þau skyldu verða varanleg gjöf til Ísrael, þjóns hans, því að miskunn hans varir að eilífu.
23 For in oure lownesse he hadde mynde on vs.
Hann minntist okkar í eymd okkar, því að miskunn hans varir að eilífu
24 And he ayenbouyte vs fro oure enemyes.
og frelsaði okkur frá óvinum okkar, því að miskunn hans varir að eilífu.
25 Which yyueth mete to ech fleisch. Knouleche ye to God of heuene.
Hann gefur fæðu öllu því sem lifir, því að miskunn hans varir að eilífu.
26 Knouleche ye to the Lord of lordis; for his merci is with outen ende.
Já, færið Guði himnanna þakkir, því að miskunn hans varir að eilífu!