< 1 Timothy 6 >

1 What euere seruauntis ben vndur yok, deme thei her lordis worthi al onour, lest the name of the Lord and the doctryn be blasfemyd.
Kristnir þrælar eiga að vinna vel fyrir eigendur sína og bera virðingu fyrir þeim – látum engan komast upp með að segja að kristið fólk sé lélegt til vinnu! Látum hvorki nafn Guðs né boðskap hans verða fyrir lasti í þessu sambandi.
2 And thei that han feithful lordis, dispise hem not, for thei ben britheren; but more serue thei, for thei ben feithful and louyd, whiche ben parceneris of benefice. Teche thou these thingis, and moneste thou these thingis.
Ef eigandi þrælanna er kristinn, þá er það ekki þrælunum tilefni til að svíkjast um, heldur ættu þeir að vinna af enn meira kappi, því að þannig hjálpa þeir kristnum meðbróður. Allt þetta skaltu kenna, Tímóteus, og hvetja fólk til að fara eftir því.
3 If ony man techith othere wise, and acordith not to the hoolsum wordis of oure Lord Jhesu Crist, and to that teching that is bi pitee,
Vera má að sumir hafni þessu en það er sannleikur þrátt fyrir það. Þetta er hin heilnæma kenning Drottins Jesú Krists og hún er undirstaða alls guðrækilegs lífernis. Þeir sem hafna henni, sýna þar með stolt sitt og heimsku.
4 he is proud, and kan no thing, but langwischith aboute questiouns and stryuyng of wordis, of the whiche ben brouyt forth enuyes, stryues, blasfemyes, yuele suspiciouns, fiytingis of men,
Þeir lenda í endalausum þrætum um skýringar á orðum Krists og vekja deilur, öfund og reiði, sem svo endar í skömmum, klögumálum og tortryggni.
5 that ben corrupt in soule, and that ben pryued fro treuthe, that demen wynnyng to be pitee.
Hugsanir þessara orðháka eru myrkvaðar synd og þeir kunna ekki að segja satt. Fyrir þeim er trúin aðeins leið til fjár og frama. Forðastu slíka menn.
6 But a greet wynnyng is pitee, with sufficience.
Hefur þú áhuga á að verða ríkur? Þú ert ríkur, ef þú óttast Guð og ert nægjusamur.
7 For we brouyten in no thing in to this world, and no doute, that we moun not bere `awey ony thing.
Ekki höfum við neitt með okkur þegar við komum í þennan heim og við tökum ekki eina einustu krónu með okkur þegar við deyjum.
8 But we hauynge foodis, and with what thingus we schulen be hilid, be we paied with these thingis.
Verum því ánægð ef við höfum í okkur og á.
9 For thei that wolen be maad riche, fallen in to temptacioun, and `in to snare of the deuel, and in to many vnprofitable desiris and noyous, whiche drenchen men in to deth and perdicioun.
Þeir sem ríkir vilja verða, leiðast auðveldlega út í alls konar vitleysu, ef þeir halda að þar sé gróðavon og þannig hafa margir glatað sálarheill sinni.
10 For the rote of alle yuelis is coueytise, which summen coueitinge erriden fro the feith, and bisettiden hem with many sorewis.
Fégræðgin er upphaf margra synda og peninganna vegna hafa sumir snúið baki við Guði og lent í ógöngum.
11 But, thou, man of God, fle these thingis; but sue thou riytwisnesse, pite, feith, charite, pacience, myldenesse.
Kæri Tímóteus, þú ert Guðs maður! Forðastu allt illt, en snúðu þér í staðinn að því sem rétt er og gott. Lærðu að treysta Guði og elska aðra menn, og vertu þolinmóður og ljúfur.
12 Stryue thou a good strijf of feith, catche euerlastinge lijf, in to which thou art clepid, and hast knoulechid a good knouleching bifor many witnessis. (aiōnios g166)
Manstu hve djarfur þú varst þegar þú játaðir í margra votta viðurvist að þú hefðir eignast eilífa lífið? Haltu fast í það, því að það var Guð sem gaf þér það. (aiōnios g166)
13 I comaunde to thee bifor God, that quikeneth alle thingis, and bifor Crist Jhesu, that yeldide a witnessing vnder Pilat of Pounce, a good confessioun,
Nú skipa ég þér, þar sem þú stendur frammi fyrir augliti Guðs, sem gefur öllu líf, og frammi fyrir Kristi Jesú, sem óhræddur bar fram játningu sína frammi fyrir Pontíusi Pílatusi.
14 that thou kepe the comaundement with out wem, with out repreef, in to the comyng of oure Lord Jhesu Crist;
Framkvæm þú allt það sem Guð bauð þér að gera, svo að enginn geti fundið neitt að þér eða bent á óheiðarleika í fari þínu, allt þar til Jesús Kristur kemur aftur.
15 whom the blessid and aloone miyti king of kyngis and Lord of lordis schal schewe in his tymes.
Þá mun Guð láta Krist birtast í dýrð sinni – hann, hinn sæla og máttuga Guð, konung konunganna, Drottin allra drottna,
16 Which aloone hath vndeedlynesse, and dwellith in liyt, to which no man may come; whom no man say, nether may se; to whom glorie, and honour, and empire be with out ende. Amen. (aiōnios g166)
hinn ódauðlega, sem býr í ljósi sem enginn fær nálgast. Enginn maður hefur nokkru sinni séð hann, né mun heldur sjá. Hans er mátturinn, dýrðin og valdið um aldir alda. Amen. (aiōnios g166)
17 Comaunde thou to the riche men of this world, that thei vndurstonde not hiyli, nether that thei hope in vncerteynte of richessis, but in the lyuynge God, that yyueth to vs alle thingis plenteuously to vse; (aiōn g165)
Segðu þeim sem ríkir eru að forðast allan hroka og ekki treysta á peningana, því að þeir eyðast. Segðu þeim heldur að hrósa sér af Guði og setja traust sitt á hann, því að hann veitir okkur fúslega allt sem við þörfnumst. (aiōn g165)
18 to do wel, to be maad riche in good werkis, liytli to yyue, to comyne,
Segðu þeim að nota peningana til þess sem gott er. Menn þessir ættu að vera ríkir af góðum verkum og gefa með glöðu geði, þeim sem þurfandi eru – vera reiðubúnir að deila með öðrum því sem Guð hefur gefið þeim.
19 to tresoure to hem silf a good foundement in to tyme to comynge, that thei catche euerlastinge lijf.
Þannig gætu þeir safnað sér varanlegum fjársjóði á himnum og það er eina örugga fjárfestingin, ef eilífðin er höfð í huga! Þar að auki eiga þeir svo að lifa ávaxtaríku trúarlífi hér á jörðinni.
20 Thou Tymothe, kepe the thing bitakun to thee, eschewynge cursid noueltees of voicis, and opynyouns of fals name of kunnyng;
Kæri Tímóteus, láttu ekki dragast að gera það sem Guð hefur falið þér. Sumir stæra sig af þekkingu sinni, en opinbera þar með fáfræði sína. Forðastu heimskulegar deilur við slíka menn.
21 which summen bihetinge, aboute the feith fellen doun. The grace of God be with thee. Amen.
Sumir þeirra hafa týnt því sem mestu máli skiptir í lífinu: Þekkingunni á Guði. Náð Guðs sé með þér. Páll

< 1 Timothy 6 >