< Psalms 59 >
1 For the Chief Musician. To the tune of “Do Not Destroy.” A poem by David, when Saul sent, and they watched the house to kill him. Deliver me from my enemies, my God. Set me on high from those who rise up against me.
Þennan sálm orti Davíð þegar Sál konungur sendi menn heim til hans til að handsama hann og drepa (sjá: 1. Sam. 19:11). Ó, Guð minn, frelsaðu mig frá óvinum mínum! Verndaðu mig gegn þeim sem vilja drepa mig!
2 Deliver me from the workers of iniquity. Save me from the bloodthirsty men.
Forðaðu mér frá þessum glæpalýð, þessum morðingjum.
3 For, behold, they lie in wait for my soul. The mighty gather themselves together against me, not for my disobedience, nor for my sin, LORD.
Þeir sitja um líf mitt. Sterkir menn bíða útifyrir. Drottinn, þeir eru ekki hér af því að ég hafi gert þeim rangt.
4 I have done no wrong, yet they are ready to attack me. Rise up, behold, and help me!
Samt vilja þeir drepa mig! Drottinn, vaknaðu! Sjáðu hvað er að gerast! Hjálpaðu mér!
5 You, LORD God of Hosts, the God of Israel, rouse yourself to punish the nations. Show no mercy to the wicked traitors. (Selah)
Þú Drottinn, Guð hinna himnesku hersveita, Guð Ísraels, rís þú upp og refsa heiðnu þjóðunum sem umhverfis okkur búa. Miskunna ekki illgjörðamönnum.
6 They return at evening, howling like dogs, and prowl around the city.
Að kvöldi koma þeir og njósna. Þeir snuðra eins og hundar og ráfa um borgina.
7 Behold, they spew with their mouth. Swords are in their lips, “For”, they say, “who hears us?”
Ég heyri háðsglósur þeirra og hvernig þeir formæla Guði. „Enginn heyrir til okkar, “segja þeir.
8 But you, LORD, laugh at them. You scoff at all the nations.
En þú Drottinn, hlærð að þeim, gerir einnig gys að heiðingjunum sem umhverfis okkur búa.
9 Oh, my Strength, I watch for you, for God is my high tower.
Guð, þú ert styrkur minn! Ég vil syngja þér lof, því að þú ert skjól mitt og hlíf.
10 My God will go before me with his loving kindness. God will let me look at my enemies in triumph.
Guð mætir mér með náð sinni. Hann lætur mig sjá þegar óvinir mínir verða auðmýktir.
11 Don’t kill them, or my people may forget. Scatter them by your power, and bring them down, Lord our shield.
Ekki lífláta þá, þeirri ráðningu gleymir þjóð mín fljótt. Steyptu þeim heldur af stóli. Varpa þeim til jarðar, Drottinn, þú skjöldur minn.
12 For the sin of their mouth, and the words of their lips, let them be caught in their pride, for the curses and lies which they utter.
Þeir eru hrokafullir. Þeir formæla og ljúga.
13 Consume them in wrath. Consume them, and they will be no more. Let them know that God rules in Jacob, to the ends of the earth. (Selah)
Sviptu þeim burt með reiði þinni svo að þeir verði ekki framar til. Láttu þá kenna á því og sjá að þú, Drottinn, ert við völd í Ísrael og um allan heim.
14 At evening let them return. Let them howl like a dog, and go around the city.
Á hverju kvöldi koma þeir aftur, ýlfra eins og hundar og ráfa um borgina,
15 They shall wander up and down for food, and wait all night if they aren’t satisfied.
urra og leita að æti.
16 But I will sing of your strength. Yes, I will sing aloud of your loving kindness in the morning. For you have been my high tower, a refuge in the day of my distress.
En ég? – Á hverjum morgni vil ég syngja um miskunn þína og mátt, því að á degi neyðarinnar varstu mér vígi.
17 To you, my strength, I will sing praises. For God is my high tower, the God of my mercy.
Þú styrkur minn, um þig vil ég syngja ljóðin mín. Þú háborg mín! Þú minn miskunnsami Guð!