< Psalms 118 >
1 Give thanks to the LORD, for he is good, for his loving kindness endures forever.
Þakkið Drottni því að hann er góður! Elska hans varir að eilífu.
2 Let Israel now say that his loving kindness endures forever.
Söfnuður Ísraels lofi hann og segi: „Elska hans varir að eilífu!“
3 Let the house of Aaron now say that his loving kindness endures forever.
Og prestar Arons taki undir og syngi: „Elska hans varir að eilífu!“
4 Now let those who fear the LORD say that his loving kindness endures forever.
Og heiðingjarnir sem trú hafa tekið segi: „Elska hans varir að eilífu.“
5 Out of my distress, I called on the LORD. The LORD answered me with freedom.
Í angist minni bað ég til Drottins. Hann svaraði mér og frelsaði mig.
6 The LORD is on my side. I will not be afraid. What can man do to me?
Ég er hans! Hvað skyldi ég þá óttast? Hvað geta dauðlegir menn gert mér?
7 The LORD is on my side among those who help me. Therefore I will look in triumph at those who hate me.
Ég er vinur Drottins og hann hjálpar mér. Óvinir mínir skulu vara sig!
8 It is better to take refuge in the LORD, than to put confidence in man.
Betra er að treysta Drottni, en að reiða sig á menn.
9 It is better to take refuge in the LORD, than to put confidence in princes.
Öruggara er að leita hjálpar hans en stuðnings frá voldugum konungi!
10 All the nations surrounded me, but in the LORD’s name I cut them off.
Þó óvinaþjóðirnar ráðist gegn mér, allar sem ein, þá mun ég ganga fram undir gunnfána hans og gjöreyða þeim.
11 They surrounded me, yes, they surrounded me. In the LORD’s name I indeed cut them off.
Já, þær umkringja mig og gera árás, en ég útrými þeim undir sigurmerki hans.
12 They surrounded me like bees. They are quenched like the burning thorns. In the LORD’s name I cut them off.
Þær þyrpast að mér eins og flugnager, blossa gegn mér sem eyðandi eldur. En undir fána hans gjörsigra ég þá!
13 You pushed me back hard, to make me fall, but the LORD helped me.
Þú, óvinur minn, gerðir allt til að útrýma mér, en Drottinn kom mér til hjálpar.
14 The LORD is my strength and song. He has become my salvation.
Þegar orustan stóð sem hæst var hann styrkur minn og lofsöngur og að endingu veitti hann mér sigur.
15 The voice of rejoicing and salvation is in the tents of the righteous. “The right hand of the LORD does valiantly.
Á heimilum réttlátra syngja menn fagnaðarljóð,
16 The right hand of the LORD is exalted! The right hand of the LORD does valiantly!”
enda nýkomnar fréttir af sigri!
17 I will not die, but live, and declare the LORD’s works.
Ekki mun ég deyja, heldur lifa og segja öllum frá máttarverkum hans.
18 The LORD has punished me severely, but he has not given me over to death.
Drottinn refsaði mér, en ofurseldi mig ekki dauðanum.
19 Open to me the gates of righteousness. I will enter into them. I will give thanks to the LORD.
Ljúkið upp hliðum musterisins – ég ætla að ganga inn og þakka Drottni.
20 This is the gate of the LORD; the righteous will enter into it.
Um þessi hlið liggur leiðin til Drottins og réttlátir ganga þar inn.
21 I will give thanks to you, for you have answered me, and have become my salvation.
Ó, Drottinn, þökk sé þér að þú bænheyrðir og bjargaðir mér.
22 The stone which the builders rejected has become the cornerstone.
Steinninn sem smiðirnir höfðu hafnað var gerður að hornsteini hússins!
23 This is the LORD’s doing. It is marvelous in our eyes.
Það var að vilja og fyrir tilstilli Drottins og er í einu orði sagt stórkostlegt!
24 This is the day that the LORD has made. We will rejoice and be glad in it!
Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gert. Fögnum og verum glöð í dag!
25 Save us now, we beg you, LORD! LORD, we beg you, send prosperity now.
Ó, Drottinn, hjálpa þú. Frelsa þú okkur. Láttu okkur ná árangri.
26 Blessed is he who comes in the LORD’s name! We have blessed you out of the LORD’s house.
Blessaður sé sá sem er að koma, sá sem sendur er af Drottni. Við blessum þig frá helgidóminum.
27 The LORD is God, and he has given us light. Bind the sacrifice with cords, even to the horns of the altar.
Drottinn er ljósið sem lýsir okkur. Dansið fyrir honum, já, alla leiðina að altari hans.
28 You are my God, and I will give thanks to you. You are my God, I will exalt you.
Hann er minn Guð, ég þakka honum og lofa hann.
29 Oh give thanks to the LORD, for he is good, for his loving kindness endures forever.
Þakkið Drottni, því að hann er góður! Miskunn hans varir að eilífu!