< Romans 9 >

1 I am telling you the truth as a Christian man--it is no falsehood, for my conscience enlightened, as it is, by the Holy Spirit adds its testimony to mine--
Æ! Ísrael, þjóð mín! Gyðingar, samlandar mínir. Ó, hve ég vildi að þeir hefðu tekið við Kristi!
2 when I declare that I have deep grief and unceasing anguish of heart.
Þetta veldur mér angist og kvöl, jafnt daga sem nætur.
3 For I could pray to be accursed from Christ on behalf of my brethren, my human kinsfolk--for such the Israelites are.
Bæði Kristur og heilagur andi vita að ég er ekki að hræsna þótt ég segi að ég sé fús að velja eilífa glötun, ef það gæti orðið þeim til hjálpræðis.
4 To them belongs recognition as God's sons, and they have His glorious Presence and the Covenants, and the giving of the Law, and the Temple service, and the ancient Promises.
Guð hefur verið þeim góður en samt vilja þeir ekki hlýða honum. Hann tók þá að sér sem útvalda þjóð og leiddi þá áfram í björtu og dýrlegu skýi og sýndi þeim blessun sína. Hann setti þeim lög og reglur til að fara eftir í daglegu lífi, svo að þeir þekktu vilja hans. Hann leyfði þeim að tilbiðja sig og hann gaf þeim mikil fyrirheit.
5 To them the Patriarchs belong, and from them in respect of His human lineage came the Christ, who is exalted above all, God blessed throughout the Ages. Amen. (aiōn g165)
Forfeður þeirra voru miklar trúarhetjur og sjálfur var Kristur einn af þeim. Hann fæddist sem Gyðingur en nú er hann öllum æðri. Dýrð sé Guði um aldur og ævi! (aiōn g165)
6 Not however that God's word has failed; for all who have sprung from Israel do not count as Israel,
Já, en hefur Guð þá ekki getað staðið við loforðin sem hann gaf Gyðingunum? Jú, (en athugið að þessi loforð eru einungis ætluð þeim sem eru sannir Gyðingar). Ekki eru allir þeir, sem fæðast Gyðingar, sannir Gyðingar.
7 nor because they are Abraham's true children. But the promise was "Through Isaac shall your posterity be reckoned."
Það eitt að þeir eru afkomendur Abrahams, gerir þá ekki að sönnum börnum Abrahams. Abraham átti mörg börn, en Gamla testamentið segir að loforðin séu aðeins ætluð Ísak syni hans og afkomendum hans.
8 In other words, it is not the children by natural descent who count as God's children, but the children made such by the promise are regarded as Abraham's posterity.
Þetta þýðir að ekki hafa allir afkomendur Abrahams verið börn Guðs, heldur þeir einir sem trúa loforðinu sem Guð gaf Abraham um hjálpræðið.
9 For the words are the language of promise and run thus, "About this time next year I will come, and Sarah shall have a son."
Loforðið var þannig: „Á næsta ári mun ég gefa ykkur, þér og Söru, son.“
10 Nor is that all: later on there was Rebecca too. She was soon to bear two children to her husband, our forefather Isaac--
Og árin liðu og þessi sonur, Ísak, óx og þegar hann var orðinn fullorðinn, giftist hann konu sem hét Rebekka.
11 and even then, though they were not then born and had not done anything either good or evil, yet in order that God's electing purpose might not be frustrated, based, as it was, not on their actions but on the will of Him who called them, she was told,
Þegar Rebekka eignaðist tvíbura, sagði Guð henni að Esaú, barnið sem fæddist fyrst, myndi verða þjónn Jakobs, tvíburabróður síns.
12 "The elder of them will be bondservant to the younger."
Gamla testamentið lýsir þessu svo: „Jakob mun ég blessa en ekki Esaú.“Þetta sagði Guð áður en drengirnir fæddust, áður en þeir höfðu tækifæri til að gera gott eða illt.
13 This agrees with the other Scripture which says, "Jacob I have loved, but Esau I have hated."
Af þessu má sjá að Guð var að framkvæma fyrirætlun sína, sem hann hafði ákveðið löngu áður, en hann var ekki að launa drengjunum fyrir neitt, hvorki gott né illt.
14 What then are we to infer? That there is injustice in God?
Var Guð ósanngjarn að fara þannig að? Nei, vissulega ekki.
15 No, indeed; the solution is found in His words to Moses, "Wherever I show mercy it shall be nothing but mercy, and wherever I show compassion it shall be simply compassion."
Guð sagði við Móse: „Vilji ég sýna einhverjum góðvild, þá geri ég það. Ég miskunna þeim sem mér sjálfum sýnist.“
16 And from this we learn that everything is dependent not on man's will or endeavour, but upon God who has mercy. For the Scripture said to Pharaoh,
Blessun Guðs veitist ekki þeim einum sem ákveðið hafa að öðlast hana og sem leggja á sig erfiði í þeim tilgangi, heldur þeim sem Guð hefur ákveðið að miskunna.
17 "It is for this very purpose that I have lifted you so high--that I may make manifest in you My power, and that My name may be proclaimed far and wide in all the earth."
Gott dæmi um þetta er Faraó Egyptalandskonungur. Guð sagði við Faraó, að hann hefði gefið honum konungdóm yfir Egyptalandi til þess eins að sýna á honum sinn mikla mátt, svo að allur heimurinn fengi að heyra um mátt Guðs og mikilleika.
18 This is a proof that wherever He chooses He shows mercy, and wherever he chooses He hardens the heart.
Af þessu sjáið þið að Guð er góður við suma vegna þess eins að hann kýs að vera það og einnig kemur hann því til leiðar að aðrir vilja ekki hlusta.
19 "Why then does God still find fault?" you will ask; "for who is resisting His will?"
„Já, en, “segir þú, „hvers vegna ásakar þá Guð þá um að vilja ekki hlusta? Var það ekki hann sjálfur sem olli því?“
20 Nay, but who are you, a mere man, that you should cavil against GOD? Shall the thing moulded say to him who moulded it, "Why have you made me thus?"
Segðu þetta ekki. Telur þú þig geta gagnrýnt Guð? Á smíðisgripurinn að segja við smiðinn: „Af hverju gerðir þú mig svona?“
21 Or has not the potter rightful power over the clay to make out of the same lump one vessel for more honourable and another for less honourable uses?
Leirkerasmiðurinn hefur jafnan rétt til að móta fagran skrautvasa og krukku undir rusl, úr leirnum.
22 And what if God, while choosing to make manifest the terrors of His anger and to show what is possible with Him, has yet borne with long-forbearing patience with the subjects of His anger who stand ready for destruction,
Hefur Guð ekki fullkominn rétt til að sýna mátt sinn og reiði gegn þeim sem hann hefur umborið lengi og bíða þess eins að verða eyðileggingu að bráð?
23 in order to make known His infinite goodness towards the subjects of His mercy whom He has prepared beforehand for glory,
Sömuleiðis hefur hann rétt til að hlífa öðrum – eins og til dæmis okkur. Hann skapaði okkur í þeim tilgangi að auðga okkur af allri dýrð sinni og þá er sama hvort við erum Gyðingar eða heiðingjar. Þetta gerði hann til að sýna okkur kærleika sinn, svo allir gætu séð hve dýrð hans er mikil.
24 even towards us whom He has called not only from among the Jews but also from among the Gentiles?
25 So also in Hosea He says, "I will call that nation My People which was not My People, and I will call her beloved who was not beloved.
Munið þið eftir spádómi Hósea? Þar segir Guð að hann muni leita sér að öðrum börnum (sem ekki eru gyðingaættar) og hann muni elska þau, þótt enginn hafi elskað þau áður.
26 And in the place where it was said to them, 'No people of Mine are you,' there shall they be called sons of the everliving God."
Munið það sem eitt sinn var sagt um heiðingjana: „Ekki eruð þið mitt fólk, “og þeir sömu munu kallaðir verða „synir hins lifandi Guðs.“
27 And Isaiah cries aloud concerning Israel, "Though the number of the sons of Israel be like the sands of the sea, only a remnant of them shall be saved;
Jesaja kallaði til Gyðinganna: „Enda þótt þið skiptið milljónum, þá mun aðeins lítill hluti ykkar frelsast!“
28 for the Lord will hold a reckoning upon the earth, making it efficacious and brief."
„Drottinn mun fullnægja dómi sínum á jörðinni án tafar.“
29 Even as Isaiah says in an earlier place, "Were it not that the Lord, the God of Hosts, had left us some few descendants, we should have become like Sodom, and have come to resemble Gomorrah."
Á öðrum stað segir Jesaja, að væri Guð ekki miskunnsamur myndu allir Gyðingar farast – hver einn og einasti – rétt eins og þeir sem bjuggu í borgunum Sódómu og Gómorru.
30 To what conclusion does this bring us? Why, that the Gentiles, who were not in pursuit of righteousness, have overtaken it--a righteousness, however, which arises from faith;
Hvað finnst ykkur um það, að Guð hefur gefið heiðingjunum tækifæri til að fá fyrirgefningu syndanna með því að trúa, þótt þeir í raun hafi alls ekki leitað Guðs?
31 while the descendants of Israel, who were in pursuit of a Law that could give righteousness, have not arrived at one.
Gyðingarnir lögðu hins vegar mikið á sig til að þóknast Guði með því að hlýða lögum hans, en án árangurs.
32 And why? Because they were pursuing a righteousness which should arise not from faith, but from what they regarded as merit. They stuck their foot against the stone which lay in their way;
Hvers vegna? Vegna þess að þeir reyndu að frelsast með því að halda lögin og gera gott, í stað þess að treysta á leið trúarinnar. Þeir hafa hrasað um stóra hrösunarsteininn.
33 in agreement with the statement of Scripture, "See, I am placing on Mount Zion a stone for people to stumble at, and a rock for them to trip over, and yet he whose faith rests upon it shall never have reason to feel ashamed."
Guð varaði þá við með þessum orðum í Gamla testamentinu: „Ég hef lagt hornstein meðal Gyðinga, og um hann (Jesú) munu margir hrasa, en þeir sem á hann trúa verða aldrei fyrir vonbrigðum, né til skammar.“

< Romans 9 >