< John 16 >
1 "These things I have spoken to you in order to clear stumbling-blocks out of your path.
„Þetta segi ég ykkur, svo að þið hrasið ekki þegar andstaðan mætir ykkur.
2 You will be excluded from the synagogues; nay more, the time is coming when any one who has murdered one of you will suppose he is offering service to God.
Ykkur mun verða bannað að sækja samkomuhúsin og þess er ekki langt að bíða að þeir lífláti ykkur í þeirri trú að þeir séu að gera Guði greiða.
3 And they will do these things because they have failed to recognize the Father and to discover who I am.
Ástæðan er sú, að þeir hafa hvorki þekkt föðurinn né mig.
4 But I have spoken these things to you in order that when the time for their accomplishment comes you may remember them, and may recollect that I told you. I did not, however, tell you all this at first, because I was still with you.
Ég segi ykkur þetta núna, svo að þið munið eftir aðvörun minni þegar það kemur fram. Ég hef ekki sagt ykkur þetta fyrr, því að nú fyrst er það tímabært, þar eð ég er á förum.
5 But now I an returning to Him who sent me; and not one of you asks me where I am going.
Nú er komið að því að ég fari til hans sem sendi mig; en enginn ykkar virðist hafa áhuga á að spyrja hvers vegna ég fari.
6 But grief has filled your hearts because I have said all this to you.
Þess í stað eruð þið sorgmæddir.
7 "Yet it is the truth that I am telling you--it is to your advantage that I go away. For unless I go away, the Advocate will not come to you; but if I go, I will send Him to you.
Ég segi ykkur satt, það er ykkur til góðs að ég fari, því að fari ég ekki, þá mun hjálparinn ekki koma. En ef ég fer, þá kemur hann, því að ég mun senda hann til ykkar.
8 And He, when He comes, will convict the world in respect of sin, of righteousness, and of judgement; --
Þegar hann kemur, mun hann sannfæra heiminn um synd hans, um að Guð réttlæti syndara og um að dómurinn sé staðreynd.
9 of sin, because they do not believe in me;
Hann mun sannfæra heiminn um að syndin felist í því, að þeir trúi ekki á mig.
10 of righteousness, because I am going to the Father, and you will no longer see me;
Það að ég fer til föðurins, mun sannfæra menn um að réttlæti Guðs standi þeim til boða.
11 of judgement, because the Prince of this world is under sentence.
Hann mun einnig sannfæra menn um að hægt sé að umflýja dóminn, því að höfðingi þessa heims, Satan, hefur þegar verið dæmdur.
12 "I have much more to say to you, but you are unable at present to bear the burden of it.
Það er svo margt sem ég vildi segja ykkur, en þið skiljið það ekki enn.
13 But when He has come--the Spirit of Truth--He will guide you into all the truth. For He will not speak as Himself originating what He says, but all that He hears He will speak, and He will make known the future to you.
En þegar heilagur andi, sannleiksandinn, kemur, mun hann leiða ykkur í allan sannleikann. Hann mun ekki tala af sjálfum sér, heldur skýra ykkur frá því sem hann hefur heyrt. Hann mun fræða ykkur um framtíðina.
14 He will glorify me, because He will take of what is mine and will make it known to you.
Hann mun heiðra mig og vegsama, með því að sýna ykkur dýrð mína.
15 Everything that the Father has is mine; that is why I said that the Spirit of Truth takes of what is mine and will make it known to you.
Öll dýrð föðurins tilheyrir mér og þess vegna sagði ég að hann heiðri mig og vegsami.
16 "A little while and you see me no more, and again a little while and you shall see me."
Eftir skamma stund verð ég farinn og þið munuð ekki sjá mig, en áður en langt um líður munuð þið sjá mig á ný.“
17 Some of His disciples therefore said to one another, "What does this mean which He is telling us, 'A little while and you do not see me, and again a little while and you shall see me,' and 'Because I am going to the Father'?"
„Hvað á hann við?“spurðu lærisveinarnir hver annan. „Hvað táknar það að „fara til föðurins“? Þetta skiljum við ekki.“
18 So they asked one another repeatedly, "What can that 'little while' mean which He speaks of? We do not understand His words."
19 Jesus perceived that they wanted to ask Him, and He said, "Is this what you are questioning one another about--my saying, 'A little while and you do not see me, and again a little while and you shall see me'?
Jesús varð þess var að þeir vildu spyrja hann og sagði því: „Þið spyrjið hver annan við hvað ég eigi.
20 In most solemn truth I tell you that you will weep aloud and lament, but the world will be glad. You will mourn, but your grief will be turned into gladness.
Heimurinn mun fagna örlögum mínum, en þið munuð gráta. En hryggð ykkar mun snúast í fögnuð, þegar þið sjáið mig á ný.
21 A woman, when she is in labour, has sorrow, because her time has come. But when she has given birth to the babe, she no longer remembers the pain, because of her joy at a child being born into the world.
Það verður líkt og hjá konu sem fæðir barn – angist hennar og kvíði hverfur fyrir fögnuði, þegar hún hefur eignast barnið.
22 So you also now have sorrow; but I shall see you again, and your hearts will be glad, and your gladness no one will take away from you.
Nú eruð þið harmi slegnir, en ég mun hitta ykkur á ný og þá munuð þið fagna. Þeirri gleði mun enginn geta rænt ykkur!
23 You will put no questions to me then. "In most solemn truth I tell you that whatever you ask the Father for in my name He will give you.
Þá munuð þið ekki þurfa að biðja mig neins, heldur getið þið snúið ykkur beint til föðurins og beðið hann. Og hann mun gefa ykkur það sem þið biðjið um, vegna þess að þið biðjið í mínu nafni.
24 As yet you have not asked for anything in my name: ask, and you shall receive, that your hearts may be filled with gladness.
Þið hafið aldrei reynt þetta áður en nú er komið að því. Biðjið í mínu nafni því að þá munuð þið verða bænheyrðir og fyllast ólýsanlegri gleði!
25 "All this I have spoken to you in veiled language. The time is coming when I shall no longer speak to you in veiled language, but will tell you about the Father in plain words.
Þetta hef ég sagt ykkur í líkingum, en nú nálgast sá tími, er þess gerist ekki lengur þörf. Þá mun ég tala opinskátt við ykkur um föðurinn,
26 At that time you will make your requests in my name; and I do not promise to ask the Father on your behalf,
og þið munuð biðja í mínu nafni. Það er óþarfi fyrir mig að biðja föðurinn um að svara bænum ykkar,
27 for the Father Himself holds you dear, because you have held me dear and have believed that I came from the Father's presence.
því sjálfur elskar hann ykkur, af því að þið elskið mig og trúið að hann hafi sent mig.
28 I came from the Father and have come into the world. Again I am leaving the world and am going to the Father."
Þegar ég kom í þennan heim, þá kom ég frá föðurnum. Ég yfirgef heiminn á ný og fer aftur til föðurins.“
29 "Ah, now you are using plain language," said His disciples, "and are uttering no figure of speech!
„Nú talar þú berum orðum en ekki í líkingum, “sögðu lærisveinar hans.
30 Now we know that you have all knowledge, and do not need to be pressed with questions. Through this we believe that you came from God."
„Nú vitum við að þú veist allt og þarft ekki að láta neinn segja þér neitt. Þess vegna trúum við líka að þú sért kominn frá Guði.“
31 "Do you at last believe?" replied Jesus.
„Trúið þið því loksins?“spurði Jesús.
32 "Remember that the time is coming, nay, has already come, for you all to be dispersed each to his own home and to leave me alone. And yet I am not alone, for the Father is with me.
„Stundin nálgast, hún er reyndar þegar komin, er þið tvístrist og snúið hver til síns heima en skiljið mig einan eftir. Þrátt fyrir það verð ég ekki einn, því að faðirinn verður hjá mér.
33 "I have spoken all this to you in order that in me you may have peace. In the world you have affliction. But keep up your courage: I have won the victory over the world."
Þetta hef ég sagt ykkur til þess að þið haldið hugarró. Ykkar bíða þrengingar og sorgir í þessum heimi, en verið hughraustir, ég hef sigrað heiminn!“