< James 4 >
1 What causes wars and contentions among you? Is it not the cravings which are ever at war within you for various pleasures?
Hvað veldur öllum þessum deilum og rifrildi á meðal ykkar? Eru það ekki hinar illu hvatir sem reyna að ná valdi yfir ykkur?
2 You covet things and yet cannot get them; you commit murder; you have passionate desires and yet cannot gain your end; you begin to fight and make war. You have not, because you do not pray;
Þið heimtið, en fáið samt ekki, þið drepið og öfundið – girnist eigur annarra, þið hafið ekki ráð á að eignast slíkt og beitið síðan ofbeldi til að ná því. Ástæða þess að þið fáið ekki það sem þið girnist, er einfaldlega sú að þið biðjið ekki Guð um það.
3 or you pray and yet do not receive, because you pray wrongly, your object being to waste what you get on some pleasure or another.
En jafnvel þótt þið biðjið, þá fáið þið það ekki, því þið biðjið með röngu hugarfari, já, viljið njóta þessara hluta af eigingirni.
4 You unfaithful women, do you not know that friendship with the world means enmity to God? Therefore whoever is bent on being friendly with the world makes himself an enemy to God.
Þið líkist ótrúrri konu, sem elskar óvin manns síns. Skiljið þið ekki að vinátta við heiminn – illar nautnir þessa heims – er óvinátta við Guð. Ég endurtek: Ef markmið ykkar er að fá notið allra nautna þessa óguðlega heims, þá getið þið ekki samtímis verið vinir Guðs.
5 Or do you suppose that it is to no purpose that the Scripture says, "The Spirit which He has caused to dwell in our hearts yearns jealously over us"?
Eða hvað haldið þið að Biblían eigi við þegar hún segir að heilagur andi, sem Guð hefur sent í hjörtu okkar, vaki yfir okkur og sé umhugað um velferð okkar?
6 But He gives more abundant grace, as is implied in His saying, "God sets Himself against the haughty, but to the lowly He gives grace."
Heilagur andi styrkir okkur gegn öllum illum hvötum. Og Biblían segir líka: „Guð stendur gegn dramblátum, en blessar og hjálpar hinum auðmjúku.“
7 Submit therefore to God: resist the Devil, and he will flee from you.
Beygið ykkur því undir vald Guðs. Standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur.
8 Draw near to God, and He will draw near to you. Cleanse your hands, you sinners, and make your hearts pure, you who are half-hearted towards God.
Nálgist Guð og þá mun hann nálgast ykkur. Þvoið hendur ykkar, syndarar, og gefið Guði einum rúm í hjörtum ykkar, svo að þau verði heil og hrein.
9 Afflict yourselves and mourn and weep aloud; let your laughter be turned into grief, and your gladness into shame.
Grátið yfir syndum ykkar og iðrist af öllu hjarta. Hláturinn snúist í hryggð og gleðin í dapurleik.
10 Humble yourselves in the presence of the Lord, and He will exalt you.
Þegar þið auðmýkið ykkur fyrir Drottni, mun hann upphefja ykkur, hughreysta og hjálpa.
11 Do not speak evil of one another, brethren. The man who speaks evil of a brother-man or judges his brother-man speaks evil of the Law and judges the Law. But if you judge the Law, you are no longer one who obeys the Law, but one who judges it.
Verið ekki aðfinnslusöm og talið ekki illa hvert um annað, vinir. Ef þið gerið það, brjótið þið boðorð Guðs að elska hvert annað. Þetta boðorð var okkur ekki gefið til að vega það og meta, heldur til að við hlýddum því.
12 The only real Lawgiver and Judge is He who is able to save or to destroy. Who are you to sit in judgement on your fellow man?
Hann sem gaf þessa skipun, er sá eini, sem getur dæmt mál okkar mannanna með réttvísi. Hann einn ákveður hvort við frelsumst eða glötumst, og hvaða rétt hafið þið þá til að gagnrýna aðra og dæma?
13 Come, you who say, "To-day or to-morrow we will go to this or that city, and spend a year there and carry on a successful business,"
Takið eftir, þið sem segið: „Í dag eða á morgun förum við til þessa eða hins bæjarins og þar ætlum við að dveljast í eitt ár og græða á viðskiptum.“
14 when, all the while, you do not even know what will happen to-morrow. For what is the nature of your life? Why, it is but a mist, which appears for a short time and then is seen no more.
Vitið þið nokkuð hvað morgundagurinn ber í skauti sínu? Líf ykkar er jafn hverfult og morgunþokan, sem sést um stund, en hverfur síðan.
15 Instead of that you ought to say, "If it is the Lord's will, we shall live and do this or that."
Segið heldur: „Ef Drottinn vill, þá lifum við og gerum þetta eða hitt.“
16 But, as the case stands, it is in mere self-confidence that you boast: all such boasting is evil.
Nú stærið þið ykkur af eigin áformum og slíkt stærilæti er Guði á móti skapi.
17 If, however, a man knows what it is right to do and yet does not do it, he commits a sin.
Sá sem hefur vit á að gera hið góða, en gerir það samt ekki, drýgir synd.