< James 2 >

1 My brethren, you must not make distinctions between one man and another while you are striving to maintain faith in the Lord Jesus Christ, who is our glory.
Kæru vinir, hvernig getið þið sagst tilheyra Jesú Kristi, Drottni dýrðarinnar, ef þið upphefjið ríka á kostnað fátækra?
2 For suppose a man comes into one of your meetings wearing gold rings and fine clothes, and there also comes in a poor man wearing shabby clothes,
Segjum svo að inn í kirkjuna ykkar komi maður, ríkmannlega klæddur, með dýrmæta gullhringi á fingrum sér, og um leið kæmi annar fátækur og illa til fara.
3 and you pay court to the one who wears the fine clothes, and say, "Sit here; this is a good place;" while to the poor man you say, "Stand there, or sit on the floor at my feet;"
Þá dekrið þið við ríka manninn og látið hann setjast á besta stað, en segið við þann fátæka: „Þú getur staðið þarna fjær ef þú vilt eða setið úti í horni.“
4 is it not plain that in your hearts you have little faith, seeing that you have become judges full of wrong thoughts?
Þið farið í manngreinarálit ef þið vegið og metið menn eftir eigum þeirra.
5 Listen, my dearly-loved brethren. Has not God chosen those whom the world regards as poor to be rich in faith and heirs of the Kingdom which He has promised to those that love Him?
Takið eftir, kæru vinir: Guð hefur valið hina fátæku til að auðgast í trúnni og erfa ríki himnanna. Það er gjöfin, sem Guð hefur heitið öllum þeim sem elska hann.
6 But you have put dishonour upon the poor man. Yet is it not the rich who grind you down? Are not they the very people who drag you into the Law courts? --
En í dæminu um mennina tvo, hafið þið lítilsvirt fátæka manninn. Vitið þið ekki að það eru venjulega þeir ríku, sem troða á rétti ykkar og draga ykkur fyrir dómstóla?
7 and the very people who speak evil of the noble Name by which you are called?
Það eru oftast þeir sem hæðast að Jesú Kristi og hans göfuga nafni, sem nefnt var yfir ykkur.
8 If, however, you are keeping the Law as supreme, in obedience to the Commandment which says "You are to love your fellow man just as you love yourself," you are acting rightly.
Vissulega er gott að þið hlýðið þannig þessari skipun Drottins: „Elskið og hjálpið meðbræðrum ykkar eins og þið elskið og annist ykkur sjálfa, “
9 But if you are making distinctions between one man and another, you are guilty of sin, and are convicted by the Law as offenders.
en ef þið farið í manngreinarálit, þá brjótið þið þetta boðorð og syndgið.
10 A man who has kept the Law as a whole, but has failed to keep some one command, has become guilty of violating all.
Þótt einhverjum tækist að halda allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá yrði hann jafnsekur þeim sem brýtur þau öll.
11 For He who said, "Do not commit adultery," also said, "Do not commit murder," and if you are a murderer, although not an adulterer, you have become an offender against the Law.
Sá Guð, sem sagði að þið mættuð ekki ganga að eiga gifta konu, sagði einnig að óheimilt væri að fremja morð. Og þótt þú hafir ekki brotið hjúskaparlögin með því að drýgja hór, en þess í stað myrt einhvern, þá hefur þú fótum troðið lög Guðs.
12 Speak and act as those should who are expecting to be judged by the Law of freedom.
Þið verðið dæmd eftir því hvort þið gerið, eða látið ógert, það sem Kristur býður ykkur. Gætið því að hvað þið hugsið og gerið,
13 For he who shows no mercy will have judgement given against him without mercy; but mercy triumphs over judgement.
því að þeim sem er miskunnarlaus við aðra, verður engin miskunn sýnd. En ef þið miskunnið, þurfið þið ekki að óttast dóm Guðs.
14 What good is it, my brethren, if a man professes to have faith, and yet his actions do not correspond? Can such faith save him?
Kæru vinir, hvað gagnar það þótt þið segist eiga trú og vera kristnir, ef það sést ekki í hjálpsemi við aðra? Mun slík trú geta frelsað nokkurn?
15 Suppose a Christian brother or sister is poorly clad or lacks daily food,
Þú segir við vin þinn, sem skortir bæði fæði og klæði:
16 and one of you says to them, "I wish you well; keep yourselves warm and well fed," and yet you do not give them what they need; what is the use of that?
„Hafðu það gott og borðaðu þig saddan. Vertu sæll og Guð blessi þig!“Hvaða gagn er í slíku, ef þú gefur honum hvorki föt né mat?
17 So also faith, if it is unaccompanied by obedience, has no life in it--so long as it stands alone.
Þið skiljið af þessu að trúin ein nægir ekki. Þið verðið einnig að gera öðrum gott til þess að sanna að þið eigið trúna. Trú, sem ekki birtist í góðum verkum, er alls engin trú. Slík trú er dauð og gagnslaus.
18 Nay, some one will say, "You have faith, I have actions: prove to me your faith apart from corresponding actions and I will prove mine to you by my actions.
Þú segir kannski: „Já, en trúin er eina leiðin til Guðs.“Því svara ég: „Góð verk eru líka mikilvæg, því að án þeirra getur þú ekki sýnt að þú trúir. Verkin sanna trúna.“
19 You believe that God is one, and you are quite right: evil spirits also believe this, and shudder."
Eru fleiri á meðal ykkar, sem segja að það nægi „bara að trúa“? Trúa hverju? Því að aðeins sé til einn Guð? Því trúa illu andarnir líka og skjálfa við tilhugsunina!
20 But, idle boaster, are you willing to be taught how it is that faith apart from obedience is worthless? Take the case of Abraham our forefather.
Fávísi maður! Hvenær ætlar þú að láta þér skiljast, að trúin er gagnslaus nema þú gerir Guðs vilja? Trú, sem ekki birtist í góðum verkum, er dauð trú.
21 Was it, or was it not, because of his actions that he was declared to be righteous as the result of his having offered up his son Isaac upon the altar?
Þið munið að Abraham, faðir okkar, var einmitt úrskurðaður réttlátur vegna þess sem hann gerði, eftir að hann ákvað að hlýða Guði, jafnvel þótt það fæli í sér að hann þyrfti að fórna Ísaki syni sínum.
22 You notice that his faith was co-operating with his actions, and that by his actions his faith was perfected;
Skiljið þið þetta? Abraham bar slíkt traust til Guðs að hann var fús að hlýða honum í einu og öllu. Trú hans fullkomnaðist í verkum hans.
23 and the Scripture was fulfilled which says, "And Abraham believed God, and his faith was placed to his credit as righteousness," and he received the name of 'God's friend.'
Gamla testamentið orðar þetta svo: Abraham trúði Guði og það réttlætti hann í augum Guðs. Abraham var meira að segja kallaður „vinur Guðs“.
24 You all see that it is because of actions that a man is pronounced righteous, and not simply because of faith.
Af þessu sjáið þið að maðurinn frelsast af verkum, sem hann vinnur í trú.
25 In the same way also was not the notorious sinner Rahab declared to be righteous because of her actions when she welcomed the spies and hurriedly helped them to escape another way?
Skækjan Rahab er enn eitt dæmið um þetta. Hún bjargaðist vegna þess sem hún gerði. Hún faldi sendiboðana og kom þeim síðan undan.
26 For just as a human body without a spirit is lifeless, so also faith is lifeless if it is unaccompanied by obedience.
Eins og líkaminn deyr þegar andinn yfirgefur hann, þannig er trúin líka dauð, ef hún birtist ekki í góðum verkum.

< James 2 >