< Psalms 109 >

1 To the chief Musician, A Psalm of David. Hold not thy peace, O God of my praise;
Þú Guð sem ég lofa, vertu ekki þögull
2 For the mouth of the wicked and the mouth of the deceitful are opened against me: they have spoken against me with a lying tongue.
því að óguðlegir baktala mig og ljúga á mig sökum.
3 They encompassed me also with words of hatred; and fought against me without a cause.
Án saka hata þeir mig og ráðast á mig.
4 For my love they are my adversaries: but I [give myself to] prayer.
Ég elska þá, en jafnvel meðan ég bið fyrir þeim, ofsækja þeir mig.
5 And they have rewarded me evil for good, and hatred for my love.
Þeir gjalda gott með illu og ást mína með hatri.
6 Set thou a wicked man over him: and let Satan stand at his right hand.
Leyfðu þeim að finna hvernig mér líður! Leyfðu óvini mínum að þola sama óréttlæti og hann beitir mig – vera dæmdur af ranglátum dómara.
7 When he shall be judged, let him be condemned: and let his prayer become sin.
Og þegar úrskurður fellur, lát hann þá verða honum til tjóns. Líttu á bænir hans eins og innantómt raus.
8 Let his days be few; [and] let another take his office.
Styttu æviár hans. Skipaðu annan í embætti hans.
9 Let his children be fatherless, and his wife a widow.
Börn hans verði föðurlaus og kona hans ekkja
10 Let his children be continually vagabonds, and beg: let them seek [their bread] also out of their desolate places.
og rektu þau burt úr rústum heimilis þeirra.
11 Let the extortioner catch all that he hath; and let strangers spoil his labor.
Lánardrottnarnir taki landareign hans og ókunnugir fái allt sem hann hafði aflað.
12 Let there be none to extend mercy to him: neither let there be any to favor his fatherless children.
Enginn sýni honum miskunn né aumki sig yfir föðurlausu börnin hans.
13 Let his posterity be cut off; [and] in the generation following let their name be blotted out.
Afkomendur hans verði afmáðir og ætt hans eins og hún leggur sig.
14 Let the iniquity of his fathers be remembered with the LORD; and let not the sin of his mother be blotted out.
Refsaðu fyrir syndir föður hans og móður og dragðu ekki af.
15 Let them be before the LORD continually, that he may cut off the memory of them from the earth.
Láttu misgjörðir hans aldrei falla í gleymsku, en minningu ættarinnar að engu verða.
16 Because that he remembered not to show mercy, but persecuted the poor and needy man, that he might even slay the broken in heart.
Hann sýndi engum manni miskunn, en ofsótti nauðstadda og steypti aðþrengdum í dauðann.
17 As he loved cursing, so let it come to him: as he delighted not in blessing, so let it be far from him.
Hann formælti öðrum, bölvunin komi honum sjálfum í koll. Að blessa lét hann ógert, blessun sé því fjarri honum.
18 As he clothed himself with cursing like as with his garment, so let it come into his bowels like water, and like oil into his bones.
Að bölva, það átti við hann, það var honum eðlilegt eins og að éta og drekka.
19 Let it be to him as the garment [which] covereth him, and for a girdle with which he is girded continually.
Formælingar hans bitni á honum sjálfum, hylji hann, eins og fötin sem hann er í og beltið um mitti hans.
20 [Let] this [be] the reward of my adversaries from the LORD, and of them that speak evil against my soul.
Þetta séu laun andstæðinga minna frá Drottni – þeirra sem ljúga á mig og hóta mér dauða.
21 But do thou for me, O GOD the Lord, for thy name's sake: because thy mercy [is] good, deliver thou me.
En Drottinn, farðu með mig eins og barnið þitt! Eins og þann sem ber þitt eigið nafn. Frelsaðu mig Drottinn, vegna elsku þinnar.
22 For I [am] poor and needy, and my heart is wounded within me.
Það hallar undan fæti, ég finn að dauðinn nálgast.
23 I am gone like the shadow when it declineth: I am tossed up and down as the locust.
Ég er hristur til jarðar eins og padda af ermi!
24 My knees are weak through fasting; and my flesh faileth of fatness.
Ég skelf í hnjánum – fastan var erfið, ég er ekkert nema skinn og bein.
25 I became also a reproach to them: [when] they looked upon me they shook their heads.
Ég er eins og minnisvarði um mistök og þegar menn sjá mig hrista þeir höfuðið.
26 Help me, O LORD my God: O save me according to thy mercy:
Hjálpaðu mér Drottinn Guð minn! Frelsaðu mig sakir elsku þinnar og kærleika.
27 That they may know that this [is] thy hand; [that] thou, LORD, hast done it.
Gerðu það svo að allir sjái, svo að enginn efist um að það var þitt verk,
28 Let them curse, but bless thou: when they arise, let them be ashamed; but let thy servant rejoice.
– þá mega þeir formæla mér ef þeir vilja, sama er mér, aðeins að þú blessir mig. Þá munu illráð þeirra gegn mér mistakast og ég ganga mína leið, glaður í bragði.
29 Let my adversaries be clothed with shame, and let them cover themselves with their own confusion, as with a mantle.
Ónýttu áform þeirra! Sveipaðu þá skömm!
30 I will greatly praise the LORD with my mouth; yes, I will praise him among the multitude.
Þá mun ég ekki láta af að þakka Drottni, lofa hann í allra áheyrn.
31 For he will stand at the right hand of the poor, to save [him] from those that condemn his soul.
Því að hann er athvarf fátækra og þeirra sem líða skort. Hann frelsar þá undan óvinum þeirra.

< Psalms 109 >