< Psalms 10 >
1 Why standest thou afar off, O LORD? [why] hidest thou [thyself] in times of trouble?
Drottinn, hvers vegna ert þú víðs fjarri og gerir ekkert í málinu?! Hvers vegna felur þú þig þegar ég þarfnast þín svo mjög?
2 The wicked in [his] pride doth persecute the poor: let them be taken in the devices that they have imagined.
Komdu og lækkaðu rostann í hinum hrokafullu og illgjörnu sem ofsækja lítilmagnann. Láttu illskubrögð þeirra koma þeim sjálfum í koll!
3 For the wicked boasteth of his heart's desire, and blesseth the covetous, [whom] the LORD abhorreth.
Því að þessir menn stæra sig af illsku sinni, hæða Guð og hrósa þeim sem Drottinn fyrirlítur. Að safna auði er þeirra hjartans mál.
4 The wicked, through the pride of his countenance, will not seek [after God]: God [is] not in all his thoughts.
Þessir vondu og sjálfumglöðu menn virðast halda að Guð sé ekki til. Að leita Guðs, það dettur þeim ekki í hug!
5 His ways are always grievous; thy judgments [are] far above out of his sight: [as for] all his enemies, he puffeth at them.
En samt ná þeir árangri og óvinir þeirra lúta í lægra haldi fyrir þeim. Þeir vita ekki að refsing þín bíður þeirra.
6 He hath said in his heart, I shall not be moved: for [I shall] never [be] in adversity.
Sá hrokafulli segir: „Hvorki Guð né menn geta stöðvað mig, ég mun finna einhverja leið!“
7 His mouth is full of cursing and deceit and fraud: under his tongue [is] mischief and vanity.
Munnur hans er fullur af formælingum, lygi og ofbeldi. Hann hrósar sér af illum áformum.
8 He sitteth in the lurking places of the villages: in the secret places doth he murder the innocent: his eyes are privily set against the poor.
Slíkir menn læðast í skúmaskotum borgarinnar og myrða þann sem fram hjá gengur.
9 He lieth in wait secretly as a lion in his den: he lieth in wait to catch the poor: he doth catch the poor, when he draweth him into his net.
Eins og ljón sitja fyrir bráð sinni, sitja þeir fyrir fátæklingnum, tilbúnir að hremma hann. Þeir leggja snörur fyrir fórnarlömb sín, veiða þau í net.
10 He croucheth, [and] humbleth himself, that the poor may fall by his strong ones.
Hinir ólánssömu undrast mátt þeirra og falla fyrir skeytum þeirra.
11 He hath said in his heart, God hath forgotten: he hideth his face; he will never see [it].
Þeir segja við sjálfa sig: „Guð sér þetta ekki, og hann mun aldrei komast að því.“
12 Arise, O LORD; O God, lift up thy hand: forget not the humble.
Drottinn, rís þú upp! Refsa þeim, ó Guð! Gleymdu ekki fátæklingunum né öðrum sem eiga bágt.
13 Why doth the wicked contemn God? he hath said in his heart, Thou wilt not require [it].
Hvers vegna lætur þú illmennin sem spotta þig, ganga laus? Þeir halda að þú munir aldrei refsa þeim.
14 Thou hast seen [it]; for thou beholdest mischief and spite, to requite [it] with thy hand: the poor committeth himself to thee; thou art the helper of the fatherless.
Drottinn, þú sérð verk þeirra. Þú þekkir öll þeirra brögð. Allt það böl og hryggðina sem þeir hafa valdið, gjörþekkir þú! Refsaðu þeim Drottinn, og það strax! Drottinn, hinn bágstaddi treystir á þig og þú ert kallaður stoð lítilmagnans.
15 Break thou the arm of the wicked and the evil [man]: seek out his wickedness [till] thou shalt find none.
Brjóttu armlegg illgjörðamannanna. Veittu þeim eftirför uns enginn er eftir orðinn.
16 The LORD [is] King for ever and ever: the heathen have perished out of his land.
Drottinn er konungur um aldir alda! Þeim sem elta aðra guði verður útrýmt úr landi hans.
17 LORD, thou hast heard the desire of the humble: thou wilt prepare their heart, thou wilt cause thy ear to hear:
Drottinn, þú þekkir vonir hinna hógværu. Vissulega munt þú heyra hróp þeirra og hugga hjörtu þeirra.
18 To judge the fatherless and the oppressed, that the man of the earth may no more oppress.
Þú munt láta munaðarlausa og alla kúgaða ná rétti sínum, svo að mennirnir – þeir eru bara mold – beiti ekki lengur ofbeldi.