< Luke 23 >

1 And the whole multitude of them arose, and led him to Pilate.
Síðan lagði allt ráðið af stað með Jesú til Pílatusar landstjóra.
2 And they began to accuse him, saying, We found this [man] perverting the nation, and forbidding to give tribute to Cesar, saying, that he himself is Christ a king.
Er þangað kom, byrjuðu þeir strax að ákæra hann: „Þessi maður var að leiða þjóðina afvega. Hann segir að enginn eigi að borga skatta til rómversku yfirvaldanna og sjálfur segist hann vera Kristur konungurinn.“
3 And Pilate asked him, saying, Art thou the King of the Jews? And he answered him and said, Thou sayest [it].
„Ert þú Kristur – konungur þeirra?“spurði Pílatus. „Já, “svaraði Jesús, „það er eins og þú segir.“
4 Then said Pilate to the chief priests, and [to] the people, I find no fault in this man.
Þá sneri Pílatus sér að æðstu prestunum og mannfjöldanum og sagði: „Ég finn alls enga sök hjá honum.“
5 And they were the more fierce, saying, He stirreth up the people, teaching throughout all Judea, beginning from Galilee to this place.
Þá æstust þeir um allan helming og sögðu: „Hann æsir til andófs gegn yfirvöldunum hvar sem hann fer, um allt skattlandið, allt frá Galíleu þar sem hann byrjaði og hingað til Jerúsalem.“
6 When Pilate heard of Galilee, he asked whether the man was a Galilean.
„Er hann frá Galíleu?“spurði Pílatus.
7 And as soon as he knew that he belonged to Herod's jurisdiction, he sent him to Herod, who himself was also at Jerusalem at that time.
Þegar þeir játuðu því, sagði hann þeim að fara með Jesú til Heródesar konungs, því að Galílea væri lögsagnarumdæmi hans. Og þannig vildi til að Heródes var staddur í Jerúsalem um þetta leyti.
8 And when Herod saw Jesus, he was exceeding glad: for he had been for a long time, desirous to see him, because he had heard many things of him; and he hoped to see some miracle done by him.
Heródesi þótti gaman að fá tækifæri til að sjá Jesú, því að hann hafði heyrt margt um hann og vonaðist til að sjá hann gera kraftaverk.
9 Then he questioned with him in many words; but he answered him nothing.
Hann spurði Jesú fjölmargra spurninga, en fékk ekkert svar.
10 And the chief priests and scribes stood and vehemently accused him.
Á meðan stóðu æðstu prestarnir og hinir trúarleiðtogarnir þar hjá og ákærðu hann harðlega.
11 And Herod with his troops set him at naught, and mocked [him], and arrayed him in a gorgeous robe, and sent him again to Pilate.
Síðan tóku Heródes og hermenn hans að hæða Jesú og spotta. Þeir klæddu hann í konunglega skikkju og sendu hann síðan aftur til Pílatusar.
12 And the same day Pilate and Herod were made friends together; for before they were at enmity between themselves.
Þennan dag urðu Heródes og Pílatus vinir – en áður höfðu þeir verið svarnir óvinir.
13 And Pilate, when he had called together the chief priests, and the rulers, and the people,
Nú kallaði Pílatus saman æðstu prestana og leiðtoga Gyðinganna, ásamt fólkinu
14 Said to them, Ye have brought this man to me, as one that perverteth the people: and behold, I, having examined [him] before you, have found no fault in this man, touching those things of which ye accuse him;
og kunngjörði úrskurð sinn: „Þið komuð hingað með þennan mann og ákærðuð hann fyrir að stjórna uppreisn gegn rómversku yfirvöldunum. Ég hef rannsakað mál hans gaumgæfilega og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus.
15 No, nor yet Herod: for I sent you to him; and lo, nothing worthy of death is done to him:
Heródes er mér sammála og hann sendi hann aftur til okkar. Þessi maður hefur ekkert gert sem dauða er vert.
16 I will therefore chastise him, and release [him].
Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan, enda er venja að náða einn fanga á páskunum.“
17 (For of necessity he must release one to them at the feast.)
18 And they cried out all at once, saying, Away with this [man], and release to us Barabbas:
Þá kvað við hávært óp frá mannþyrpingunni – allir hrópuðu sem einn maður: „Burt með hann! Krossfestu hann! En slepptu Barrabasi.“
19 (Who, for a certain sedition made in the city, and for murder, was cast into prison.)
(Barrabas sat í fangelsi fyrir að vekja uppþot í Jerúsalem gegn yfirvöldunum og fyrir manndráp.)
20 Pilate therefore, willing to release Jesus, spoke again to them.
Pílatus reyndi nú að sannfæra þá, því að hann vildi sleppa Jesú
21 But they cried, saying, Crucify, crucify him.
en þeir hrópuðu á móti: „Krossfestu hann! Krossfestu hann!“
22 And he said to them the third time, Why, what evil hath he done? I have found no cause of death in him; I will therefore chastise him, and let [him] go.
Enn einu sinni – í þriðja sinn – spurði Pílatus ákveðinn: „Hvers vegna? Hvaða glæp hefur hann drýgt? Ég sé enga ástæðu til að dæma hann til dauða. Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan.“
23 And they were urgent with loud voices, requiring that he might be crucified: and the voices of them, and of the chief priests prevailed.
Þá heimtuðu þeir aftur að Jesús yrði krossfestur og urðu hróp þeirra svo hávær að þau yfirgnæfðu allt annað.
24 And Pilate gave sentence that it should be as they required.
Þá dæmdi Pílatus Jesú til dauða, eins og fólkið krafðist,
25 And he released to them him that for sedition and murder had been cast into prison, whom they had desired; but he delivered Jesus to their will.
en sleppti Barrabasi samkvæmt ósk þess – manninum sem sat í fangelsi fyrir óeirðir og manndráp. Síðan afhenti hann þeim Jesú, svo að þeir gætu gert við hann það sem þeir vildu.
26 And as they led him away, they laid hold upon one Simon a Cyrenian, coming out of the country, and on him they laid the cross, that he might bear [it] after Jesus.
Þegar hópurinn var lagður af stað með Jesú til aftökustaðarins, var maður sem var að koma utan úr sveit, Símon frá Kýrene, þvingaður til að bera kross hans.
27 And there followed him a great company of people, and of women, who also bewailed and lamented him.
Mikill mannfjöldi fylgdi á eftir, þar á meðal margar grátandi konur.
28 But Jesus turning to them, said, Daughters of Jerusalem, weep not for me, but weep for yourselves, and for your children.
Jesús sneri sér við og sagði við þær: „Jerúsalemdætur, þið skuluð ekki gráta mín vegna, heldur vegna ykkar sjálfra og barna ykkar.
29 For behold, the days are coming, in which they shall say, Blessed [are] the barren, and the wombs that never bore, and the breasts which never nourished infants.
Þeir dagar munu koma er barnlausar konur verða taldar heppnar.
30 Then shall they begin to say to the mountains, Fall on us; and to the hills, Cover us.
Þá munu menn biðja fjöllin um að hrynja yfir sig og hæðirnar að hylja sig,
31 For if they do these things in a green tree, what will be done in the dry?
því að ef þetta er gert við mig, hið lifandi tré, hvernig mun þá fara fyrir ykkur.“
32 And two others, [who were] malefactors, were led with him to be put to death.
Ásamt Jesú voru tveir afbrotamenn leiddir til aftökustaðarins sem hét „Hauskúpa“. Þar voru þeir allir krossfestir, Jesús í miðið, en hinir tveir sinn til hvorrar handar.
33 And when they had come to the place which is called Calvary, there they crucified him, and the malefactors; one on the right hand, and the other on the left.
34 Then said Jesus, Father, forgive them: for they know not what they do. And they parted his raiment, and cast lots.
Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.“Hermennirnir köstuðu nú hlutkesti um föt Jesú, eina flík í senn.
35 And the people stood beholding. And the rulers also with them derided [him], saying, He saved others; let him save himself, if he is Christ the chosen of God.
Fólkið stóð og fylgdist með, en leiðtogar þjóðarinnar gerðu gys að honum og sögðu: „Hann gat hjálpað öðrum, en nú ætti hann að hjálpa sjálfum sér og sanna með því að hann sé í raun og veru Kristur, útvalinn konungur Guðs.“
36 And the soldiers also mocked him, coming to him, and offering him vinegar,
Hermennirnir hæddu hann líka með því að rétta honum súrt vín að drekka.
37 And saying, If thou art the King of the Jews, save thyself.
Þeir hrópuðu: „Ef þú ert konungur Gyðinga, bjargaðu þá sjálfum þér.“
38 And a superscription also was written over him, in letters of Greek, and Latin, and Hebrew, THIS IS THE KING OF THE JEWS.
Fyrir ofan hann var neglt spjald á krossinn. Þar stóð: „Þessi er konungur Gyðinga.“
39 And one of the malefactors, who were hanged, railed on him, saying, If thou art Christ, save thyself and us.
Annar afbrotamannanna, sem hékk við hlið hans, sendi honum háðsglósu og sagði: „Svo þú ert Kristur, er það ekki? Sannaðu það þá með því að bjarga sjálfum þér – og okkur.“
40 But the other answering, rebuked him, saying, Dost not thou fear God, seeing thou art in the same condemnation?
Hinn glæpamaðurinn mótmælti þeim fyrri og sagði: „Óttastu ekki einu sinni Guð á dauðastundinni? Við höfum unnið til þessarar þungu refsingar, en þessi maður hefur ekkert rangt aðhafst.“
41 And we indeed justly; for we receive the due reward of our deeds: but this man hath done nothing amiss.
42 And he said to Jesus, Lord, remember me when thou comest into thy kingdom.
Síðan sneri hann sér að Jesú og sagði: „Jesú, minnstu mín þegar þú kemur í ríki þitt.“
43 And Jesus said to him, Verily I say to thee, This day shalt thou be with me in paradise.
Jesús svaraði: „Ég lofa þér því, að í dag skaltu vera með mér í Paradís.“
44 And it was about the sixth hour, and there was a darkness over all the land until the ninth hour.
Nú var komið hádegi, en þá varð dimmt um allt landið fram til klukkan þrjú,
45 And the sun was darkened, and the vail of the temple was rent in the midst.
því að sólin myrkvaðist. Þá gerðist það að fortjaldið í musterinu rifnaði í tvennt.
46 And when Jesus had cried with a loud voice, he said, Father, into thy hands I commend my spirit: and having said thus, he expired.
Þá hrópaði Jesús: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn, “og að svo mæltu dó hann.
47 Now when the centurion saw what was done, he glorified God, saying, Certainly this was a righteous man.
Þegar rómverski herforinginn, sem stjórnaði aftökunum, sá hvað gerðist, varð hann hræddur og sagði: „Ég er viss um að þessi maður hefur verið saklaus.“
48 And all the people that came together to that sight, beholding the things which were done, smote their breasts, and returned.
Þegar fólkið, sem kom til að fylgjast með krossfestingunni, sá að Jesús var dáinn, fór það heim harmi slegið.
49 And all his acquaintance, and the women that followed him from Galilee, stood afar off beholding these things.
Meðan þetta gerðist, stóðu vinir Jesú og konurnar, sem fylgt höfðu honum frá Galíleu, álengdar og fylgdust með.
50 And behold, [there was] a man named Joseph, a counselor: [and he was] a good man, and a just:
Maður nokkur frá Arímaþeu, Jósef að nafni, kunnur ráðherra, fór til Pílatusar og bað um líkama Jesú. Hann var guðrækinn maður, sem vænti komu Krists og hafði verið ósammála hinum um hvað gera skyldi við Jesú.
51 (The same had not consented to the counsel and deed of them) [he was] of Arimathea, a city of the Jews; who also himself waited for the kingdom of God.
52 This [man] went to Pilate, and begged the body of Jesus.
53 And he took it down, and wrapped it in linen, and laid it in a sepulcher that was hewn in stone, in which man was never before laid.
Hann tók því líkama Jesú niður af krossinum og vafði í léreftsdúk og lagði síðan í nýja gröf sem höggvin hafði verið í klett.
54 And that day was the preparation, and the sabbath drew on.
Þetta gerðist síðdegis á föstudegi, aðfangadegi páska, á sama tíma og fólk var að undirbúa hátíðina.
55 And the women also, who came with him from Galilee, followed after, and beheld the sepulcher, and how his body was laid.
Konurnar sáu er líkaminn var tekinn niður og fylgdust með þegar hann var lagður í gröfina.
56 And they returned, and prepared spices and ointments; and rested on the sabbath, according to the commandment.
Síðan fóru þær heim og tilreiddu kryddjurtir og smyrsl til að smyrja hann með. Í þann mund er þær höfðu lokið verki sínu, gekk hátíðin í garð. Þær héldu kyrru fyrir það kvöld og næsta dag, eins og krafist var í lögunum.

< Luke 23 >