< Psalms 90 >
1 A Prayer of Moses the man of God. Lord, thou hast been our dwelling place in all generations.
Bæn guðsmannsins Móse. Drottinn, þú hefur verið okkur athvarf frá kynslóð til kynslóðar.
2 Before the mountains were brought forth, or ever thou hadst formed the earth and the world, even from everlasting to everlasting, thou art God.
Áður en þú skapaðir fjöllin og jörðin varð til, varst þú, ó Guð – þú átt þér hvorki upphaf né endi!
3 Thou turnest man to destruction; and sayest, Return, ye children of men.
Þú talar – og maðurinn verður aftur að dufti.
4 For a thousand years in thy sight are but as yesterday when it is past, and as a watch in the night.
Þúsund ár eru eins og einn dagur fyrir þér, eins og klukkustund!
5 Thou carriest them away as with a flood; they are as a sleep: in the morning they are like grass which groweth.
Við berumst með straumi tímans og hverfum líkt og í draumi.
6 In the morning it flourisheth, and groweth; in the evening it is cut down, and withereth.
Við erum eins og grasið sem grær að morgni en skrælnar að kvöldi, visnar og deyr.
7 For we are consumed by thy anger, and by thy wrath are we troubled.
Við föllum fyrir reiði þinni og hnígum fyrir bræði þinni.
8 Thou hast set our iniquities before thee, our secret sins in the light of thy countenance.
Þú hefur breitt úr syndum okkar frammi fyrir þér – einnig hinum leyndu syndum – engin þeirra er þér hulin.
9 For all our days are passed away in thy wrath: we spend our years as a tale that is told.
Reiði þín er enginn leikur. Er að undra þótt ævin sé erfið og dagarnir líði sem andvarp.
10 The days of our years are seventy years; and if by reason of strength they are eighty years, yet is their strength labour and sorrow; for it is soon cut off, and we fly away.
Ævi okkar er sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár. En jafnvel bestu árin eru full af mæðu og hégóma. Þau eru horfin áður en varir og við á bak og burt!
11 Who knoweth the power of thy anger? even according to thy fear, so is thy wrath.
Hver þekkir ógnir reiði þinnar, og hvert okkar óttast þig eins og ber?
12 So teach us to number our days, that we may apply our hearts to wisdom.
Kenndu okkur að telja alla okkar daga og skilja hve ævin er stutt. Gefðu að við fáum notað hana til góðs.
13 Return, O LORD, how long? and repent thou concerning thy servants.
Ó, Drottinn, hve lengi er þess að bíða að þú dragir reiði þína í hlé og blessir okkur á nýjan leik?
14 O satisfy us early with thy mercy; that we may rejoice and be glad all our days.
Miskunna okkur á hverjum morgni að við megum gleðjast hvern einasta dag.
15 Make us glad according to the days in which thou hast afflicted us, and the years in which we have seen evil.
Já, gefðu okkur gleði í stað armæðu liðinna daga.
16 Let thy work appear to thy servants, and thy glory to their children.
Leyfðu okkur aftur að reyna máttarverk þín svo að börn okkar sjái dýrð þína eins og við forðum.
17 And let the beauty of the LORD our God be upon us: and establish thou the work of our hands upon us; yea, the work of our hands establish thou it.
Náð Drottins Guðs sé með okkur. Hann veiti okkur gæfu og gengi.