< Psalms 24 >

1 A Psalm of David. The earth is the LORD’S, and all it containeth; the world, and they that dwell in it.
Jörðin er eign Drottins og allt sem á henni er, – heimurinn og þeir sem í honum búa.
2 For he hath founded it upon the seas, and established it upon the floods.
Það var hann sem safnaði vötnunum saman svo að hafið varð til og þurrlendið birtist.
3 Who shall ascend upon the hill of the LORD? and who shall stand in his holy place?
Hver fær að stíga upp á fjall Drottins og ganga inn í bústað hans? Hver fær staðist frammi fyrir honum?
4 He that hath clean hands, and a pure heart; who hath not lifted up his soul to vanity, nor sworn deceitfully.
Aðeins þeir sem hafa hreint hjarta og óflekkaðar hendur, heiðarlegt fólk sem segir sannleikann.
5 He shall receive the blessing from the LORD, and righteousness from the God of his salvation.
Þeir munu njóta gæsku Guðs, og hann, frelsari þeirra, mun lýsa þá réttláta.
6 This is the generation of them that seek him, that seek thy face, O Jacob. (Selah)
Það eru þeir sem fá að standa frammi fyrir Drottni og tilbiðja hann, Guð Jakobs.
7 Lift up your heads, O ye gates; and be ye lifted up, ye everlasting doors; and the King of glory shall come in.
Opnist þið fornu dyr! Konungur dýrðarinnar vill ganga inn.
8 Who is this King of glory? The LORD strong and mighty, the LORD mighty in battle.
Hver er konungur dýrðarinnar? Það er Drottinn, hinn voldugi og sterki, sigurhetjan.
9 Lift up your heads, O ye gates; even lift them up, ye everlasting doors; and the King of glory shall come in.
Já, opnist þið ævafornu dyr fyrir konungi dýrðarinnar!
10 Who is this King of glory? The LORD of hosts, he is the King of glory. (Selah)
Hver er þessi konungur dýrðarinnar? Drottinn, sá er ræður öllum hersveitum himnanna, hann er konungur dýrðarinnar!

< Psalms 24 >