< 1 Corinthians 9 >
1 Am I not an apostle? am I not free? have I not seen Jesus Christ our Lord? are ye not my work in the Lord?
Ég er postuli, sendiboði Guðs, og ábyrgur gagnvart honum einum. Ég hef séð Drottin Jesú, konung okkar, með eigin augum og trú ykkar á hann er árangur erfiðis míns fyrir hann.
2 If I am not an apostle to others, yet doubtless I am to you: for ye are the seal of my apostleship in the Lord.
Finnist öðrum ég ekki vera postuli, þá er ég það samt í ykkar augum, því þið hafið gefist Kristi vegna starfs míns.
3 My answer to them that examine me is this,
Þetta er svar mitt til þeirra sem efast um rétt minn.
4 Have we no right to eat and to drink?
Hef ég kannski engan rétt? Get ég ekki krafist sömu réttinda og hinir postularnir til að njóta gestrisni ykkar?
5 Have we no right to lead about a sister, a wife, as well as other apostles, and as the brethren of the Lord, and Cephas?
Ef ég ætti kristna eiginkonu, gæti ég þá ekki tekið hana með mér í ferðir mínar alveg eins og postularnir, bræður Drottins, og Pétur?
6 Or I only and Barnabas, have we no right to forbear working?
Verðum við Barnabas einir að vinna fyrir okkur, á meðan þið haldið hinum uppi?
7 Who goeth to war at any time at his own expense? who planteth a vineyard, and eateth not of its fruit? or who feedeth a flock, and eateth not of the milk of the flock?
Hvaða hermaður verður að greiða kostnaðinn við herþjónustuna úr eigin vasa? Hafið þið nokkru sinni heyrt um bónda sem hirðir tún sín en er síðan meinað að nýta heyið til eigin þarfa? Og hvaða sjómaður er ráðinn á bát án þess að fá hlut?
8 Do I say these things as a man? or saith not the law the same also?
Hér er ég ekki aðeins að vitna í skoðanir manna um hvað sé rétt, heldur í lög Guðs, því þau segja þetta sama.
9 For it is written in the law of Moses, Thou shalt not muzzle the mouth of the ox that treadeth out the grain. Doth God take care for oxen?
Í lögunum, sem Guð birti Móse, segir hann að ekki megi múlbinda uxa sem þreskir korn og meina honum þannig að eta af korninu. Haldið þið að Guð hafi eingöngu verið að hugsa um uxana er hann sagði þetta?
10 Or saith he this altogether for our sakes? For our sakes, no doubt, this is written: that he that ploweth should plow in hope; and that he that thresheth in hope should be partaker of his hope.
Var hann ekki líka með okkur í huga er hann gaf þessi fyrirmæli? Vitaskuld! Hann sagði þetta til þess að sýna að þeir sem vinna, skuli fá borgað fyrir störf sín. Þeir sem plægja og þreskja, ættu að fá hluta uppskerunnar.
11 If we have sown to you spiritual things, is it a great thing if we shall reap your carnal things?
Við höfum sáð andlegu sæði í sálir ykkar. Er þá of mikið að fara fram á fæði og klæði að launum?
12 If others are partakers of this right over you, are not we rather? Nevertheless we have not used this right; but endure all things, lest we should hinder the gospel of Christ.
Þetta veitið þið öðrum sem predika yfir ykkur, enda ber ykkur að gera slíkt, en ættum við ekki að hafa jafnvel meiri rétt en þeir? Samt höfum við aldrei krafist þess, heldur sjáum við fyrir þörfum okkar án hjálpar ykkar. Við höfum aldrei krafist launa, af ótta við að ef við gerðum það þá hefðuð þið minni áhuga á boðskap okkar um Krist.
13 Do ye not know that they who minister about holy things live from the things of the temple? and they who wait at the altar are partakers with the altar?
Vitið þið ekki að Guð lagði svo fyrir að þeir sem vinna við musterið, skuli njóta hluta þeirra gjafa sem berast til musterisins? Og þeir sem starfa við fórnaraltarið fá hluta þess matar sem fórnað er Guði?
14 Even so hath the Lord ordained that they who preach the gospel should live by the gospel.
Á sama hátt hefur Drottinn gefið fyrirmæli um að þeir sem flytja gleðiboðskapinn, skuli hljóta lífsviðurværi sitt frá þeim sem við honum taka.
15 But I have used none of these things: neither have I written these things, that it should be so done to me: for it were better for me to die, than that any man should make my glorying void.
Samt hef ég aldrei beðið ykkur um eina einustu krónu, hvað þá meira. Þetta skrifa ég ekki til að gefa í skyn að ég hafi slíkt í hyggju. Satt að segja vildi ég frekar deyja úr hungri en að verða af þeirri ánægju, sem ég fæ við að flytja ykkur gleðiboðskapinn án endurgjalds.
16 For though I preach the gospel, I have nothing to boast of: for necessity is laid upon me; and, woe is to me, if I preach not the gospel!
Það eitt að flytja gleðiboðskapinn er mér ekkert hrósunarefni. Ég gæti ekki hætt þótt ég vildi. Þá yrði ég ófær til alls. Ég væri búinn að vera ef ég hætti að boða Guðs orð.
17 For if I do this thing willingly, I have a reward: but if against my will, a dispensation of the gospel is committed to me.
Ef ég væri í sjálfboðavinnu af eigin frumkvæði og vilja þá mundi Guð launa mér ríkulega, en þannig er því ekki farið. Því að Guð hefur kallað mig til þessa verks, falið mér þetta trúnaðarstarf, og ég á hreint ekkert val.
18 What is my reward then? Verily that, when I preach the gospel, I may make the gospel of Christ without charge, that I may not abuse my right in the gospel.
Fyrst svo er, hvað hlýt ég þá að launum? Jú, þá gleði og fögnuð sem fylgir því að flytja boðskapinn öðrum að kostnaðarlausu og án þess að krefjast þess sem mér ber.
19 For though I am free from all men, yet I have made myself servant to all, that I might gain the more.
Það hefur einnig þann mikla kost að ég er engum háður vegna launanna, þó hef ég af fúsum og frjálsum vilja gerst allra þjónn, svo ég geti unnið þá fyrir Krist.
20 And to the Jews I became as a Jew, that I might gain the Jews; to them that are under the law, as under the law, that I might gain them that are under the law;
Þegar ég er með Gyðingum er ég sem einn þeirra, svo þeir vilji hlusta á boðskapinn og ég geti leitt þá til Krists. Þegar ég er meðal þeirra sem ekki eru Gyðingar, en fylgja þó siðum þeirra og venju, þá deili ég ekki við þá, jafnvel þótt ég sé þeim ekki sammála, því ég vil geta hjálpað þeim.
21 To them that are without law, as without law, ( being not without law to God, but under the law to Christ, ) that I might gain them that are without law.
Þegar ég er meðal heiðingja er ég þeim sammála að svo miklu leyti sem ég get, þó auðvitað verð ég sem kristinn maður að gera alltaf það sem rétt er. Þannig vinn ég traust þeirra og þá get ég líka hjálpað þeim.
22 To the weak I became as weak, that I might gain the weak: I have become all things to all men, that I might by all means save some.
Þegar ég er með þeim sem viðkvæmir eru og óstyrkir, þá læt ég ógert að finna að við þá, til þess að ég geti orðið þeim til góðs. Hvernig sem maðurinn er þá reyni ég alltaf að vera honum sammála að einhverju leyti, til að ég geti nálgast hann, sagt honum frá Kristi og Kristur frelsi hann.
23 And this I do for the gospel’s sake, that I may be a partaker of it with you.
Þetta geri ég til þess að ég geti komið gleðiboðskapnum að og einnig vegna þeirra blessunar er ég sjálfur hlýt við að sjá fólk koma til Krists.
24 Know ye not that they who run in a race all run, but one receiveth the prize? So run, that ye may obtain.
Í kapphlaupi hlaupa allir en aðeins einn fær gullið. Hlaupið þannig að þið getið sigrað!
25 And every man that striveth for the mastery is temperate in all things. Now they do it to obtain a corruptible crown; but we an incorruptible.
Til að vinna keppni verður þú að neita þér um ýmislegt, sem hindrað gæti árangur þinn. Íþróttamaður leggur hart að sér, til þess eins að vinna fánýtan verðlaunagrip, en við til að vinna himnesk laun, sem vara að eilífu.
26 I therefore so run, not as uncertainly; so I fight, not as one that beateth the air:
Ég stefni því beint á markið og hvert skref færir mig nær sigrinum – ég keppi til sigurs! Ég er ekki að þessu til að leika mér eða eyða tímanum.
27 But I keep under my body, and bring it into subjection: lest by any means, when I have preached to others, I myself should be a castaway.
Ég leik sjálfan mig hart eins og íþróttamaður. Ég aga mig og þjálfa til þess að ég, sem hef lagt öðrum lífsreglurnar, verði ekki sjálfur dæmdur úr leik!