< Galatians 1 >

1 Paul, an apostle—not an apostle from men nor by human agency, but through Jesus Christ and God the Father, who raised him from the dead—
Frá Páli, boðbera Krists, og öðrum kristnum mönnum sem hér eru.
2 and all the brothers with me, to the churches of Galatia:
Til safnaðanna í Galatalandi. Köllun mína til kristniboðs fékk ég ekki frá hópi manna eða félagi, heldur frá Kristi Jesú sjálfum og Guði föður sem reisti Krist upp frá dauðum.
3 Grace to you and peace from God our Father and the Lord Jesus Christ,
Friður og blessun Guðs föður og Drottins Jesú Krists sé með ykkur.
4 who gave himself for our sins so that he might deliver us from this present evil age, according to the will of our God and Father, (aiōn g165)
Kristur dó fyrir syndir okkar eins og Guð faðir hafði ætlast til, og frelsaði okkur frá öllu því illa sem ræður ríkjum í þessum heimi. (aiōn g165)
5 to him be the glory forever and ever. Amen. (aiōn g165)
Dýrð sé Guði um aldir alda. Amen. (aiōn g165)
6 I am amazed that you are turning away so quickly from him who called you by the grace of Christ. I am amazed that you are turning to a different gospel.
Ég undrast hve fljótt þið hafið snúið ykkur frá Guði, sem af kærleika sínum og miskunn bauð ykkur hlut í eilífa lífinu, sem hann gefur í Kristi. Þið eruð strax komin út á annan „veg til himins“, – veg sem hreint ekki liggur til himins!
7 This is not to say that there is another gospel, but there are some men who cause you trouble and want to change the gospel of Christ.
Það er ekki um neina aðra leið að ræða en þá sem við bentum ykkur á. Þið hafið látið blekkjast af þeim sem rangsnúa sannleikanum um Krist.
8 But even if we or an angel from heaven should proclaim to you a gospel other than the one we proclaimed to you, let him be cursed.
Ef einhver boðar aðra leið til Guðs en þá sem við boðuðum ykkur, þá sé hann bölvaður, jafnvel þótt það væri ég eða engill frá himni.
9 As we have said before, so now I say again, “If someone proclaims to you a gospel other than the one you received, let him be cursed.”
Ég endurtek: Ef einhver boðar annað fagnaðarerindi en það sem þið hafið tekið á móti, þá komi bölvun Guðs yfir hann.
10 For am I now seeking the approval of men or God? Am I seeking to please men? If I am still trying to please men, I am not a servant of Christ.
Ykkur er ljóst að ég er ekki að reyna að þóknast ykkur með fagurgala og smjaðri. Nei, ég reyni að þóknast Guði. Ef ég væri enn að reyna að þóknast mönnum, þá gæti ég ekki verið þjónn Krists.
11 For I want you to know, brothers, that the gospel I proclaimed is not man's gospel.
Kæru vinir, sú leið til himins, sem ég predika, er ekki byggð á hugmyndum eða óskhyggju manna.
12 I did not receive it from any man, nor was I taught it. Instead, it was by revelation of Jesus Christ to me.
Boðskapur minn er frá sjálfum Kristi Jesú og engum öðrum! Það var hann sem lagði mér orð í munn. Hann einn uppfræddi mig.
13 You have heard about my former life in Judaism, how I was persecuting the church of God beyond measure and that I was trying to destroy it.
Þið vitið hvernig ég var meðan ég var í Gyðingdómnum. Ég elti hina kristnu miskunnarlaust, kom þeim á kné og gerði mitt besta til að útrýma þeim.
14 I advanced in Judaism beyond many of those who were my own age, from out of my own people. That is how extremely zealous I was for the traditions of my fathers.
Ég var einn trúhneigðasti Gyðingur landsins og reyndi eins og ég gat að fara eftir öllum gömlu siðareglum trúar minnar.
15 But when God, who had set me apart from my mother's womb, and who called me through his grace,
En skyndilega breyttist allt! Sannleikurinn er sá, að áður en ég fæddist, hafði Guð af miskunn sinni útvalið mig sér til eignar.
16 was pleased to reveal his Son in me, so that I would proclaim him among the Gentiles, I did not immediately consult with flesh and blood.
Síðan kallaði hann mig, því hann ætlaði mér að bera syni sínum vitni meðal heiðingjanna og kynna þeim gleðitíðindin um Jesú. Fyrst í stað sagði ég engum frá þessu.
17 I did not go up to Jerusalem to those who had become apostles before me. Instead, I went to Arabia and then returned to Damascus.
Ég fór ekki til Jerúsalem til að ráðgast við þá sem höfðu orðið postular á undan mér, heldur fór ég til Arabíu. Síðan fór ég aftur til Damaskus.
18 Then after three years I went up to Jerusalem to get to know Cephas and I stayed with him fifteen days.
Og loks þrem árum síðar fór ég til Jerúsalem til að heimsækja Pétur og dvaldist hjá honum í fimmtán daga.
19 But I saw none of the other apostles except James, the Lord's brother.
Ég hitti aðeins einn annan postula, Jakob, bróður Drottins.
20 In what I write to you, I assure you before God, that I am not lying.
Þetta sem ég nú hef sagt ykkur er satt, það veit Guð. Þannig var þetta nákvæmlega, ég lýg ekki.
21 Then I went to the regions of Syria and Cilicia.
Eftir þessa heimsókn fór ég til Sýrlands og Kilikíu.
22 I was still not personally known to the churches of Judea that are in Christ.
Hinir kristnu í Júdeu þekktu mig ekki persónulega.
23 They only heard it being said, “The man who once persecuted us is now proclaiming the faith he once tried to destroy.”
Allt sem þeir vissu um mig, voru þessi ummæli: „Sá sem áður ofsótti, boðar nú trúna.“
24 So they glorified God because of me.
Og þeir lofuðu Guð vegna mín.

< Galatians 1 >