< Psalms 79 >

1 God, other people-groups have invaded your land. They have (desecrated your temple/caused your temple to be unfit for worship), and they have destroyed all the buildings in Jerusalem.
Guð, – hefur þú ekki heyrt: Heiðingjarnir hafa ráðist inn í land þitt! Musterið hefur verið saurgað og Jerúsalem er rjúkandi rúst!
2 [Instead of burying] the corpses of your people [whom they killed], they allowed vultures and wild animals to eat the flesh of those corpses,
Lík þinna manna liggja á bersvæði og eru fæða hræfugla og villidýra!
3 When they killed your people, your people’s blood flowed like water through [the streets of] Jerusalem, and there was [almost] no one [HYP] left to bury their corpses.
Óvinirnir hafa stráfellt íbúa Jerúsalem, svo að allt flýtur í blóði. Enginn er eftir til að grafa hina föllnu.
4 The people-groups that live in countries that surround our land insult us; they laugh at us and deride/belittle us.
Nágrannaþjóðirnar hæða okkur og spotta og ausa svívirðingum.
5 Yahweh, how long [will this continue]? Will you be angry with us forever? Will your being angry [destroy us like] a burning fire [destroys things]?
Drottinn, hversu lengi ætlar þú að vera okkur reiður? Að eilífu? Á vandlæti þitt að brenna þar til öll von er úti?!
6 [Instead of being angry with us], be angry with the people-groups that do not know/worship you! Be angry with kingdoms whose people do not pray to you,
Úthelltu heldur reiði þinni yfir guðlausu þjóðirnar, ekki okkur! Já, yfir konungsríkin sem ekki ákalla nafn þitt.
7 because they have killed Israeli people and they have ruined your country.
Það eru þau sem hafa útrýmt þjóð þinni og ráðist inn á hvert heimili.
8 Do not punish us because of the sins that our ancestors committed! Be merciful to us now/quickly, because we are very discouraged.
Við biðjum þig: Láttu okkur ekki gjalda löngu drýgðra synda forfeðranna! Miskunnaðu þig yfir eymd okkar, því að við höfum verið troðnir niður í svaðið!
9 God, you have saved/rescued [us many times], [so] help us [now]; rescue us and forgive us for having sinned in order that other people will honor you [MTY].
Hjálpaðu okkur, því að þú ert frelsari okkar! Hjálpaðu okkur, vegna þíns eigin orðstírs! Frelsaðu okkur og fyrirgefðu okkur syndirnar.
10 It is not right that [RHQ] other people-groups say [about us], “If their God [is very powerful], (surely he should help them/why does he not [help them])?” Allow us to see you punishing the people of other nations in return for their shedding our blood; they have killed many of us, your people.
Hvers vegna fá heiðnu þjóðirnar að hæða okkur og segja: „Hvar er þessi Guð ykkar?!“Hefndu ófara lýðs þíns svo að eftir verði tekið!
11 Listen to your people groaning while they are in prison, and by your great power free those whom our enemies say that they will certainly execute.
Hlustaðu á stunur fanganna og hinna dauðadæmdu. Sýndu mátt þinn og frelsaðu þá.
12 In return for their having [often] insulted you, punish them seven times as much!
Drottinn, láttu þá fá sjöfalt endurgjald, þessar þjóðir sem hæða þig og spotta!
13 After you do that, we, whom you [take care of like a shepherd takes care of] his sheep, will continue praising you; we will continue to praise you forever [HYP].
Þá munum við, þjóð þín og gæsluhjörð, lofa þig að eilífu og þakka mikilleika þinn frá kynslóð til kynslóðar.

< Psalms 79 >