< Acts 22 >

1 Brethren, and fathers, hearken to my defence before you.
„Kæru ættmenn, “hóf hann mál sitt, „hlustið á málsvörn mína.“
2 And when they perceived that he addressed them in Hebrew, they were the more quiet: and he said to them:
(Þegar fólkið heyrði hann tala hebresku varð þögnin enn meiri.)
3 I am a man who am a Jew; and I was born in Tarsus of Cilicia, but was brought up in this city, at the feet of Gamaliel, and instructed perfectly in the law of our fathers; and I was zealous for God, as ye also all are.
„Ég er Gyðingur, fæddur í Tarsus, sem er borg í Kilikíu, en hér í Jerúsalem hlaut ég menntun mína. Ég var í skóla hjá Gamalíel og lærði þar að hlýða lögum og siðum okkar Gyðinga út í ystu æsar. Mér var umhugað að þóknast Guði í öllu sem ég gerði, rétt eins og þið í dag.
4 And I persecuted this way, even to death; for I bound, and delivered up to prison, both men and women.
Ég ofsótti kristna menn og elti þá uppi til að lífláta þá. Ég lét binda bæði karla og konur og varpa þeim í fangelsi.
5 As the high priest is my witness, and likewise all the Elders; from whom I received letters, that I might go to the brethren in Damascus, and bring those who were there prisoners to Jerusalem, to receive capital punishment.
Æðsti presturinn, eða hver sem er úr ráðinu, getur staðfest það, því þeir gáfu mér skriflegt umboð til Gyðinganna í Damaskus, um að mér væri heimilt að taka þar alla kristna menn og færa í hlekkjum til Jerúsalem og láta refsa þeim þar.
6 And as I travelled and began to approach Damascus, at noonday, from amidst tranquillity, a great light from heaven burst upon me.
Þegar ég var á leiðinni og nálgaðist Damaskus, gerðist það skyndilega um hádegi að skært og bjart ljós skein á mig frá himni.
7 And I fell to the earth: and I heard a voice, which said to me: Saul, Saul! why persecutest thou me?
Ég féll til jarðar og heyrði rödd segja við mig: „Sál, Sál, hvers vegna ofsækir þú mig?“
8 And I answered and said: Who art thou, my Lord? And he said to me: I am Jesus the Nazarean, whom thou persecutest.
„Hver ert þú herra?“spurði ég. „Ég er Jesús frá Nasaret, sem þú ofsækir, “svaraði röddin.
9 And the men who were with me, saw the light, but heard not the voice that talked with me.
Mennirnir, sem með mér voru, sáu ljósið, en skildu ekki það sem sagt var.
10 And I said: My Lord, what must I do? And our Lord said to me: Arise, go to Damascus; and there will be told thee, all that it is commanded thee to do.
„Drottinn, hvað á ég að gera?“spurði ég þá. „Stattu á fætur, “svarði Drottinn, „farðu inn í Damaskus og þar mun þér verða sagt hvað bíður þín.“
11 And as I could see nothing, because of the glory of that light, those with me took me by the hand, and I entered Damascus.
Ég hafði blindast af þessu skæra ljósi, svo ferðafélagar mínir urðu að leiða mig inn í Damaskus.
12 And a certain man, Ananias, who was upright according to the law, as all the Jews there testified concerning him, came to me.
Í borginni bjó maður sem hét Ananías. Hann var guðrækinn, fór nákvæmlega eftir lögum Gyðinga og var í miklum metum meðal Gyðinganna í borginni.
13 And he said to me: My brother Saul! open thine eyes. And instantly my eyes were opened; and I looked upon him.
Hann kom til mín og sagði: „Bróðir Sál, líttu upp! Þú hefur fengið sjónina!“Og á sama andartaki fékk ég sjónina!
14 And he said to me: The God of our fathers hath ordained thee to know his will, and to behold the Just One, and to hear the voice of his mouth.
Og síðan sagði hann við mig: „Guð feðra okkar hefur valið þig til að þekkja vilja sinn, sjá Krist og heyra hann tala.
15 And thou shalt be a witness for him before all men, concerning all that thou hast seen and heard.
Þú átt að flytja öllum boðskap hans og segja frá því sem þú hefur séð og heyrt.
16 And now, why delayest thou? Arise, be baptized, and be cleansed from thy sins, while thou invokest his name.
Nú er ekki eftir neinu að bíða. Láttu skírast og hreinsast af syndum þínum og ákalla síðan nafn Drottins.“
17 And I returned and came hither to Jerusalem. And I prayed in the temple.
Daginn sem ég kom aftur til Jerúsalem var ég á bæn í musterinu. Þá varð ég frá mér numinn og sá Guð í sýn. Hann sagði: „Flýttu þér! Farðu burt frá Jerúsalem, því að íbúar hennar munu ekki trúa þér, þegar þú flytur þeim boðskap minn.“
18 And I saw him in a vision, when he said to me: Make haste, and get thee out of Jerusalem; for they will not receive thy testimony concerning me.
19 And I said: My Lord, they well know that I have delivered up to prison, and have scourged in all synagogues, those who believed in thee.
„Já, en Drottinn, “sagði ég, „þeir vita þó örugglega að það var ég sem lét fangelsa þá, sem á þig trúa, og berja þá í samkomuhúsunum.
20 And when the blood of thy martyr Stephen was shed, I also was standing with them, and performed the pleasure of his slayers, and took charge of the garments of those that stoned him.
Og þegar vottur þinn, Stefán, var drepinn, þá var það ég sem stóð þar hjá og gaf samþykki mitt. Ég gætti yfirhafna þeirra sem grýttu hann!“
21 But he said to me: Depart; for I send thee afar, to preach to the Gentiles.
En Guð sagði: „Farðu burt frá Jerúsalem, því að ég ætla að senda þig annað – já alla leið til heiðingjanna!““
22 And when they had heard Paul as far as this sentence, they raised their voice, and cried out: Away with such a man from the earth! for he ought not to live!
Fram að þessu hafði mannfjöldinn hlustað með athygli á Pál, en þegar hann minntist á heiðingjana, hrópuðu þeir einum rómi: „Burt með slíkan mann! Drepið hann! Hann á ekki skilið að fá að lifa!“
23 And as they vociferated, and cast off their garments, and threw dust into the air,
Þeir æptu, köstuðu af sér yfirhöfnunum og þeyttu sandinum upp í loftið til merkis um reiði sína.
24 the Chiliarch gave orders, to carry him into the castle: and he commanded, that he should be examined with stripes; that he might know, for what cause they cried out against him.
Foringi hersveitarinnar lét þá leiða Pál inn og skipaði svo fyrir að hann yrði húðstrýktur til þess að fá hann til að játa glæp sinn. Hann vildi fá skýringu á æðinu sem runnið hafði á fólkið.
25 And as they were stretching him with ropes, Paul said to the centurion who stood over him: Is it lawful for you to scourge a man, who is a Roman, and not yet found guilty?
Meðan verið var að binda Pál og búa hann undir svipuhöggin, sagði hann við liðsforingja sem þar stóð: „Hafið þið leyfi til að húðstrýkja rómverskan borgara, án þess að rannsaka mál hans?“
26 And when the centurion heard it, he went to the Chiliarch, and said to him: What doest thou? For this man is a Roman.
Liðsforinginn gekk til hersveitarforingjans og spurði: „Veistu hvað þú ert að gera? Þessi maður er rómverskur borgari!“
27 And the Chiliarch came to him, and said to him: Tell me; Art thou a Roman? And he said to him: Yes.
Foringi hersveitarinnar gekk þá til Páls og spurði: „Segðu mér, ert þú rómverskur borgari?“„Já, “svaraði Páll.
28 The Chiliarch replied and said to him: With much money I acquired Roman citizenship. Paul said to him: And I was born in it.
„Ég líka, “muldraði hersveitarforinginn, „og það kostaði mig ærið fé.“„Ég er hins vegar fæddur með þeim rétti, “sagði Páll.
29 And immediately they who were intending to scourge him, fled from him: and the Chiliarch was afraid, when he learned that he was a Roman, because he had stretched him for scourging.
Þegar hermennirnir, sem þarna stóðu með reiddar svipurnar, heyrðu að Páll væri rómverskur borgari, laumuðust þeir í burtu og hersveitarforinginn varð sömuleiðis hræddur, því að það var hann sem hafði fyrirskipað að Páll skyldi bundinn og húðstrýktur.
30 And the next day, he wished to know truly what the accusation was, which the Jews brought against him: and he unbound him, and commanded the chief priests, and the whole company of their head-men, to assemble; and he took Paul, and brought him down, and placed him among them.
Daginn eftir lét hersveitarforinginn leysa fjötrana af Páli og fyrirskipaði æðstu prestunum að kalla saman Gyðingaráðið. Síðan lét hann leiða Pál fyrir ráðið til að reyna að útkljá þessa deilu.

< Acts 22 >