< Psalms 38 >

1 A Melody of David. To bring to Remembrance. O Yahweh, do not, in thine anger, correct me, nor, in thy wrath, chastise me;
Drottinn, ekki refsa mér, þótt þú sért reiður.
2 For, thine arrows, have sunk down into me, and thy hand, presseth heavily upon me.
Örvar þínar standa í mér og hönd þín liggur þungt á mér.
3 There is no soundness in my flesh, By reason of thine indignation, There is no peace in my bones, By reason of my sin;
Vegna reiði þinnar er ég sjúkur maður, heilsa mín er farin vegna synda minna.
4 For, mine iniquities, have passed over my head, Like a heavy burden, they are too heavy for me:
Syndir mínar líkjast flóði sem færir mig í kaf, eins og byrði sem ég kikna undan.
5 My wounds are of bad odour—they have festered, by reason of my folly:
Ólykt leggur af sárum mínum – það er drep í þeim.
6 I am bent, I am bowed down very low. All the day, have I gloomily walked;
Ég er ráðþrota vegna synda minna. Ég ráfa um í angist liðlangan daginn.
7 For, my loins, are filled with inflammation, and there is no soundness in my flesh:
Lendar mínar brenna af sviða og líkami minn er helsjúkur.
8 I am benumbed and crushed exceedingly, —I have cried aloud because of the groaning of my heart.
Máttur minn er þrotinn og ég er örvæntingu nær.
9 O My Lord! before thee, is all my longing, and, my sighing, from thee, hath not been hid:
Drottinn, ég þrái bót á meini mínu! Þú heyrir kvein mín og andvörp.
10 My heart, fluttereth, my strength hath forsaken me, and, as for the light of mine eyes, even they, are not with me:
Hjartað hamast í brjósti mér, kraftar mínir búnir og sjónin dvín.
11 My lovers, and my friends, from before my stroke, stand aloof, —and, my near ones, far away, do stand:
Ástvinir mínir og góðir grannar forðast sjúkdóm minn og böl og frændur mínir eru á bak og burt.
12 Yea they who are seeking my life, have laid snares, and they who are asking my harm, have threatened engulfing ruin, And, deceitful things—all day long, do they mutter.
Óvinir mínir sæta færis að drepa mig. Liðlangan daginn sitja þeir á svikráðum, brugga mér banaráð.
13 But, I, as one deaf, will not hear, —and as one dumb, who will not open his mouth:
En illráð þeirra verka ekki á mig!
14 Thus have I become as a man who cannot hear, in whose mouth are no arguments:
Ég virði þá ekki viðlits. Áform þeirra rætast ekki,
15 Because, for thee, O Yahweh, have I waited, Thou, wilt answer, O Adonay, my God!
því að ég vona á þig, Drottinn, Guð minn. Kom þú og vernda mig.
16 For I said, Lest they rejoice over me! When my feet were tottering, against me, have they magnified themselves:
Þaggaðu niður í þeim sem hlæja að óförum mínum.
17 For, I, to halt, am ready, and, my pain, is before me continually;
Ég er að falli kominn og angist mín er enn hin sama.
18 For, mine iniquity, will I declare, I shall be anxious because of my sin;
Ég játa syndir mínar og iðrast þess sem ég hef gert.
19 And, my foes, are alive—have become strong, —and multiplied are they who hate me for false cause:
En ofsóknum óvina minna linnir ekki og heift þeirra minnkar ekki. Þeir hata mig án ástæðu.
20 Even they who are repaying evil for good, accuse me because I pursue the good.
Þeir launa mér gott með illu, hata mig fyrir góðverk mín.
21 Do not forsake me, O Yahweh, My God! be not far from me:
Yfirgefðu mig ekki, Drottinn. Vík ekki frá mér!
22 Make haste to help me, My Lord, my deliverance!
Komdu skjótt og hjálpaðu mér, þú frelsari minn!

< Psalms 38 >