< Revelation 10 >

1 And I saw another strong angel coming down out of heaven, arrayed with a cloud; and the rainbow was upon his head, and his face was as the sun, and his feet as pillars of fire;
Þá sá ég annan voldugan engil stíga niður af himnum. Hann var umlukinn skýi og regnbogi var yfir höfði hans. Andlit hans skein sem sólin og fætur hans voru líkastir eldsúlum.
2 and he had in his hand a little book open: and he set his right foot upon the sea, and his left upon the earth;
Hann hélt á lítilli bók í annarri hendi og var hún opin. Hann steig hægri fæti á hafið og þeim vinstri á jörðina,
3 and he cried with a great voice, as a lion roareth: and when he cried, the seven thunders uttered their voices.
og hrópaði hárri röddu – það var eins og ljónsöskur – og sjö þrumur svöruðu honum.
4 And when the seven thunders uttered [their voices], I was about to write: and I heard a voice from heaven saying, Seal up the things which the seven thunders uttered, and write them not.
Ég ætlaði að fara að skrifa niður það sem þrumurnar sögðu, en þá var kallað til mín frá himni: „Gerðu þetta ekki. Orð þeirra mega ekki berast út.“
5 And the angel which I saw standing upon the sea and upon the earth lifted up his right hand to heaven,
Þá lyfti engillinn voldugi, sem stóð á hafinu og jörðinni, hægri hendi til himins,
6 and sware by him that liveth for ever and ever, who created the heaven and the things that are therein, and the earth and the things that are therein, and the sea and the things that are therein, that there shall be time no longer: (aiōn g165)
og sór við þann sem lifir um alla eilífð, hann sem skapaði himin og allt sem þar er, jörðina og allt sem á henni er, hafið og allt sem í því er, og sagði: „Nú er fresturinn á enda! (aiōn g165)
7 but in the days of the voice of the seventh angel, when he is about to sound, then is finished the mystery of God, according to the good tidings which he declared to his servants the prophets.
Þegar sjöundi engillinn blæs í lúður sinn, mun leyndardómur Guðs birtast og verða að veruleika, eins og hann boðaði þjónum sínum, spámönnunum, forðum daga.“
8 And the voice which I heard from heaven, [I heard it] again speaking with me, and saying, Go, take the book which is open in the hand of the angel that standeth upon the sea and upon the earth.
Röddin frá himni talaði aftur til mín og sagði: „Farðu og taktu opnu bókina úr hendi volduga engilsins, sem stendur á hafinu og jörðinni.“
9 And I went unto the angel, saying unto him that he should give me the little book. And he saith unto me, Take it, and eat it up; and it shall make thy belly bitter, but in thy mouth it shall be sweet as honey.
Ég gekk til hans og bað hann að afhenda mér bókina. „Já, taktu hana og borðaðu hana, “sagði hann. „Fyrst mun hún bragðast eins og hunang, en þegar þú hefur rennt henni niður finnst þér hún beisk.“
10 And I took the little book out of the angel’s hand, and ate it up; and it was in my mouth sweet as honey: and when I had eaten it, my belly was made bitter.
Þá tók ég við bókinni úr hendi hans og át hana. Það fór eins og hann hafði sagt, fyrst var hún sæt, en þegar ég hafði rennt henni niður fann ég sáran sviða.
11 And they say unto me, Thou must prophesy again over many peoples and nations and tongues and kings.
Þá sagði hann við mig: „Þú átt eftir að bera fram marga aðra spádóma um fólk, þjóðir, ættkvíslir og konunga.“

< Revelation 10 >